Læknablaðið - 01.07.2018, Síða 28
352 LÆKNAblaðið 2018/104
vitni um vísindalega sannleiksleit
Jóns. Hann var einnig fyrstur
manna á Íslandi til að gera skurð-
aðgerð í svæfingu.4
Þegar litið er yfir sögu íslenskr-
ar læknisfræði er það óneitanlega
athyglisvert að fyrsti formlega
menntaði læknirinn og jafnframt
fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson
(1719-1779), var orðinn víðkunnur
fræðimaður áður en hann lauk
prófi í læknisfræði. Var það fyrir
Íslandslýsingu þá sem hann samdi
í samstarfi við Eggert Ólafsson (1726-
1768) og var lengi traustasta heimild
sem til var um Ísland og Íslendinga.5 Tengdasonur Bjarna, Sveinn
Pálsson (1762-1840), var af næstu kynslóð íslenskra lækna og hann
má telja merkasta íslenskan vísindamann 19. aldar þótt rannsókn-
ir hans beindust ekki nema að litlu leyti að læknisfræði.6 Hann
varð einna fyrstur manna í heiminum til að lýsa eðli skriðjökla,
þótt birting niðurstaðna hans tefðist. Sveinn skýrði hreyfingu
jöklanna með líkingu við harpix. Hann vakti athygli á halla blá-
grýtislaga. Hann var fyrstur manna til að setja fram þá kenningu
að gervigígar mynduðust við gufusprengingar undir nýju hrauni.
Hann lýsti upptökum Skaftáreldahrauns og hann varð fyrstur
manna til að vara við eyðingu skóga á Íslandi enda er dagur um-
hverfisins haldinn árlega á fæðingardegi hans, 25. apríl.
Þessir tveir íslensku læknar, önnum kafnir eins og þeir voru,
sóttu sér rannsóknarefni til almennra náttúruvísinda, landfræði
og jarðfræði, en í minna mæli til læknisfræðilegra úrlausnarefna.
Var það mjög í anda þess tíma sem þeir störfuðu á og í einhverj-
um mæli allra tíma. Pasteur, sá mikli faðir læknisfræðilegrar
þekkingar á 19. öld, var efnafræðingur að mennt. Nóbelsverð-
launahafarnir í efnafræði árið 2012 voru hins vegar báðir lækn-
ar, reyndar hjartalæknar, þeir Robert J. Lefkowitch og Brian K.
Kobilka, sem meðal annars tókst að fanga myndrænt sameindalíf-
fræðilegar breytingar sem verða þegar noradrenalín binst viðtaka
á yfirborði frumu.7 Þessi dæmi eiga sér margar hliðstæður og
undirstrika þá fræðilegu brúarsmíð sem oft á sér stað milli fræði-
greina, einmitt þegar þekkingarleitin rís hæst og skilar mestum
árangri. Í samtímanum eru flest stórvirki í læknisfræðilegum
rannsóknum unnin í samstarfi sérfræðinga úr mörgum fræði-
greinum, ekki síst líffræðinga og tölfræðinga.
Í þessum anda er við hæfi í umfjöllun um vísindastörf í lækn-
isfræði á Íslandi að kalla snemma til sögunnar Hannes Finnsson,
biskup (1739-1796). Ekki vegna þess að hann var langafi Níelsar
Finsen (1860-1904), eina íslenska (og danska) Nóbelsverðlauna-
hafans í læknisfræði sem fæddur var og uppalinn í Færeyjum,
heldur vegna ritgerðar hans um „Mannfækkun af hallærum
á Íslandi“,8 sem segja má að spanni sögu þjóðarinnar frá land-
námi til ritunartíma gegnum rannsókn á áhrifum hallæra og
hungursneyða á afkomu og afdrif þjóðarinnar.
Á 19. öld urðu að sjálfsögðu mikilvægar alþjóðlegar framfarir í
læknisfræði með landvinningum vefjameinafræði, ónæmisfræði
og örverufræði sem lögðu grundvöll að gerbreyttri heilbrigðis-
þjónustu. Það var þó komið fram á 20. öld þegar fyrsti sérmennt-
aði íslenski meinafræðingurinn kom
til starfa. Það var Stefán Jónsson
(1881-1961) sem þrátt fyrir stuttan
starfstíma á Íslandi vann það með-
al annars sér til frægðar að hefja
blóðflokkun á Íslendingum og hann
uppgötvaði að íslenskir blóðflokkar
líktust meira þeim skosku og írsku
en blóðflokkum Norðurlandabúa.9
Segja má að þáttaskil hafi orðið með
tilkomu Níelsar Dungals (1897-1965).
Vísindalegt framlag hans var marg-
þætt. Hann framleiddi nýtt bólu-
efni gegn bráðapest 1929, fann orsök
lungnapestar í sauðfé 1930, framleiddi
bóluefni gegn veikinni og innleiddi nýja meðferð á ormaveiki í
sauðfé 1934. Rannsóknir hans voru að verulegu leyti fjármagnað-
ar af Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna.
Níels Dungal stundaði krabba-
meinsrannsóknir og lagði á ráðin um
varnir gegn krabbameini. Hann var
meðal alþjóðlegra frumkvöðla í bar-
áttu gegn reykingum. Í grein hans í
Lancet árið 195010 er að finna einhver
fyrstu þungvægu varnaðarorðin um
tengsl reykinga og lungnakrabba-
meins. Þetta viðfangsefni var tekið
til alvarlegrar umfjöllunar í leiðara
sama blaðs. Áður hafði athygli
margra beinst fremur að sóti og öðr-
um mengunarvöldum andrúmslofts.
Níels byggði niðurstöður sínar á
meira en þúsund krufningum sem
hann hafði staðið að, en aðeins fundið fá tilvik lungnakrabba-
meins. Út frá vaxandi reykingum landsmanna áætlaði hann
aukna tíðni krabbameinsins á komandi árum. Þótt leiðarahöfund-
urinn í Lancet hafi haft efasemdir um þetta mat, sýndi reynslan
að Níels hafði rétt fyrir sér. Níels Dungal var líklega fyrstur
manna til að benda á skaðsemi fjölhringa kolefnissambanda, til
dæmis benspýrens, og tengsl þeirra við magakrabbamein.11 Þessi
kenning var studd meðan annars af samanburði við neysluvenjur
annarra þjóða, atvinnustétta og búsetu hérlendis eftir héruðum.
Júlíus Sigurjónsson, Ólafur Bjarna-
son, Hrafn Tulinius og fleiri lögðu
einnig lóð á þessar metaskálar.
Júlíus Sigurjónsson (1907-1988)
var 10 árum yngri en Dungal.
Hann varð fyrstur til að rannsaka
ítarlega mataræði landsmanna. Til
manneldisráðs var stofnað árið 1939,
en þá var 7 manna nefnd falið að
rannsaka þetta viðfangsefni. Júlíus
var framkvæmdastjóri ráðsins. Árið
1944 lágu fyrir niðurstöður rann-
sókna í sérstakri bók eftir Júlíus,
sem bar titilinn Mataræði og heilsufar
Níels Dungal.
Júlíus Sigurjónsson.
Sveinn Pálsson. Stefán Jónsson.