Læknablaðið - 01.07.2018, Page 29
LÆKNAblaðið 2018/104 353
á Íslandi.12 Kom í ljós að mataræði landsmanna var á margan hátt
mjög ábótavant, sérstaklega skorti vítamín í fæðuna og neysla á
grænmeti og ávöxtum var langt fyr-
ir neðan það sem nú er ráðlagt.
Rannsóknir Jóns Steffensen
(1905-1991) snerust einkum um
fornfræði, fornleifar og beinafræði,
en hann dró af þeim mikilvægar
ályktanir um sjúkdóma fyrri kyn-
slóða. Fyrsta ritgerð Jóns Steffen-
sen af þessu tagi er „Knoglerne
fra Skeljastaðir“ sem birtist í
ritinu Forntida gårdar i Island. Þetta
er yfirgripsmikil ritgerð er fjall-
aði um rannsóknir sem fóru fram á
Skeljastöðum í Þjórsárdal árið 1939.
Þór Magnússon13 greinir frá því að
þar sé í fyrsta skipti fjallað um beinafræði sem fornfræðilegt efni
hér lendis. Síðan fjallaði Jón um margvíslegar greinar íslenskrar
mann fræði, líkamsvöxt, heilsufar og manngerðir, og reyndi hann
þar meðal annars að komast að því hvaða þjóðum Íslend ingar
væru skyldastir.
Björn Sigurðsson (1911-1959)
var mjög fjölhæfur vísindamaður.
Rockefeller-sjóðurinn bandaríski
lagði fram veglegan styrk til upp-
byggingar Tilraunastöðvarinnar að
Keldum með því skilyrði að Björn
yrði forstöðumaður. Stöðin tók til
starfa árið 1948 en henni var ætlað
að bregðast við sauðfjárpestum
sem borist höfðu til landsins með
innflutningi búfjár. Þeir sjúkdómar
sem lögðust á sauðfé landsmanna
og Björn rannsakaði voru votamæði,
visna, þurramæði, riða og garnaveiki.
Úr heilasjúkdóminum visnu og lungnasjúkdóminum mæði
ræktuðust áður óþekktar veirur. Á grundvelli rannsókna sinna
setti Björn fram kenningu sína um sérstakan flokk smitsjúkdóma
sem hann nefndi hæggenga smitsjúkdóma.14 Þetta var ný hug-
mynd sem vakti alþjóðlega athygli en staðfestist endanlega með
tilkomu alnæmissjúkdómsins árið 1981. Samstarfsmenn Björns
og eftirkomendur héldu kyndlinum á lofti og Tilraunastöðin á
Keldum nýtur alþjóðlegrar virðingar fyrir sitt mikilvæga framlag
í veirufræði. Má til dæmis nefna að Margrét Guðnadóttir (1929-
2018) setti fram þá kenningu að mæði-visnuveiran kæmist undan
ónæmissvari hýsils með stökkbreytingu. Kenningin reyndist rétt
og síðar kom í ljós að það sama gilti um hina náskyldu alnæm-
isveiru, HIV.
Fullyrða má að ekkert rannsóknarsvið hafi sett mark sitt
jafn kröftuglega á íslensk læknavísindi á síðustu áratugum og
mannerfðafræðin. Kortlagning á erfðamengi mannsins upp
úr síðustu aldamótum gaf fyrirheit um dýpri skilning á sam-
eindaerfðafræðilegum orsökum sjúkdóma og ný skotmörk fyrir
lyf og forvarnarúrræði. Ákefðin í erfðafræðirannsóknum varð
mikil um allan heim og ekki síst á Íslandi og leiddi til þekk-
ingarsprengingar sem ekki sér fyrir endann á.
Erfðarannsóknir í íslenskri lækn-
isfræði höfðu þó komist á dagskrá
löngu fyrr og samhliða faraldsfræði-
rannsóknum, til dæmis á vegum
Hjartaverndar og Krabbameinsfé-
lagsins í samvinnu við Landspítala,
fór fram um árabil lífsýnasöfnun í
margþættum tilgangi sem á seinni
árum hefur meðan annars borið
ávöxt í erfðarannsóknum. Árni
Árnason (1885-1971) starfaði sem
héraðslæknir í Dalasýslu snemma
á síðustu öld. Hann veitti eftirtekt
alvarlegum heilablæðingarsjúkdómi
sem lagði ungt fólk að velli í kring-
um Breiðafjörð og lá greinilega í ættum. Árni tók sér fyrir hendur
að rannsaka sjúkdóminn og skrifaði um hann doktorsritgerð sem
hann varði við Háskóla Íslands en birti á þýsku árið 1935 undir
titlinum „Apoplexie und ihre Vererbung“.15 Fjölmargir vísinda-
Jón Steffensen
Björn Sigurðsson.
Árni Árnason.
Vegagerð í Grafarholti í júlí 1971.
Tilraunastöð ríkisins að Keldum
blasir við. Myndina tók Ari
Kárason og hún er varðveitt á
Ljósmyndasafni Reykjavíkur.