Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2018, Qupperneq 47

Læknablaðið - 01.07.2018, Qupperneq 47
LÆKNAblaðið 2018/104 371 Nivolumab: Á árinu 2017 bárust þrjár tilkynningar vegna gruns um heilabólgu (encephalitis) í tengslum við notkun á virka efninu nivolumabum í ATC-flokknum L (æxlishemjandi lyf og lyf til ónæm- istemprunar) til Lyfjastofnunar. Í fyrstu tveimur tilfellanna leiddi aukaverkun til dauða sjúklings. Sambærileg einkenni hjá þriðja sjúklingnum leiddu til skjótrar upp- vinnslu og meðferðar þannig að sjúkling- ur náði sér að fullu þrátt fyrir lífshættu- legt ástand. Íslensku tilkynningarnar voru 30% allra tilkynninga sem bárust til EMA, lýstu breytingu á meðvitundarástandi og heilabólgu, og leiddu til þess að texti í SmPC var uppfærður. Ályktun Söfnun upplýsinga um aukaverkanir og úrvinnslu þeirra er mikilvægur hlekkur í neytendavernd sem hefur það að mark- miði að bæta notkun og auka öryggi lyfja. Fjöldi aukaverkanatilkynninga þarf að vera um 100.000 íbúa og tilkynningar alvarlegra aukaverkana að minnsta kosti 35/100.000 íbúa árlega til þess að fjöldinn sé sambærilegur og á hinum Norður- löndunum. Lyfjastofnun hefur sett sér það markmið að tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir fjölgi um 50% árið 2018 miðað við árið 2017, eða úr 30 í 45 tilkynn- ingar. Á fyrri hluta þessa árs hafa 11 til- kynningar vegna alvarlegra aukaverkana skilað sér til Lyfjastofnunar og þar af 7 frá Landspítala. Til þess að aukaverkanatil- kynningum lyfja til Lyfja stofnunar fjölgi frá síðastliðnu ári er ljóst að mun fleiri til- kynningar þurfa að skila sér inn það sem eftir er árs. Aukaverkun er tilkynnt með því að fylla út vefeyðublað sem hægt er að nálgast á forsíðu Lyfja stofnunar, lyfja- stofnun.is Heimildir 1. Jónsdóttir SS, Ólafsdóttir S, Guðmundsdóttir H. Tilkynntar aukaverkanir lyfja á Íslandi á árunum 2013- 2016. Samanburður við tilkynningar frá Norðurlöndum. Læknablaðið 2017; 103: 319-23. 2. Gagngrunnur Lyfjastofnunar. 3. Mannfjöldatölur frá Hagstofu Íslands, hagstofa.is - júní 2018. Mynd 2. Fjöldi og alvarleiki tilkynntra aukaverkana lyfja frá Landspítala til Lyfjastofnunar eftir árum. Mynd 1. Samanburður á fjölda og alvarleika tilkynntra aukaverkana lyfja til Lyfja- stofnunar fyrir hverja 100.000 íbúa, eftir árum. , , , , , ,

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.