Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.2018, Page 49

Læknablaðið - 01.07.2018, Page 49
LÆKNAblaðið 2018/104 373 Dagana 9.-15. júní voru haldnar tvær alþjóðlegar ráðstefnur bæklunarlækna í Reykjavík. Fyrra þingið var árleg ráðstefna ISAR (International Society of Arthroplasty Registers). Þar mættust um 200 manns frá 20 þjóðum, en á þinginu kynntu sér- fræðingar rannsóknir um ísetta gerviliði og eftirfylgni þeirra. Fjölmargar rannsókn- ir hafa verið gerðar til að kanna endingu, fylgikvilla og almenn lífsgæði eftir slíkar aðgerðir. Þessar upplýsingar hafa heil- brigðisyfirvöld nýtt við ákvarðanatöku, stefnumótun, gæðaeftirlit og fleira vegna gerviliðaaðgerða. Flutt voru 120 erindi og kynntur var nýr alþjóðlegur gagngrunnur með upplýsingum um hönnun og eigin- leika einstakra íhluta gerviliða. Síðari ráðstefnan var alþjóðleg ráð- stefna norrænna bæklunarlækna (The Nordic Orthopaedic Federation), en í þeim samtökum eru allar Norðurlandaþjóðirnar auk Hollands, Eistlands og Litháen. Þingið er haldið annað hvert ár og skiptast þær 8 þjóðir sem eru í NOF á að halda þingið. Ríflega 400 þátttakendur voru skráðir á þingið. Farið var um víðan völl varðandi meðferðir og rannsóknir í bæklunar- lækningum með 120 fyrirlestrum og 50 veggspjöldum. Norrænir rannsakendur kynntu niðurstöður sínar og gestafyrir- lesarar fluttu erindi. Meðal áhugaverðra fyrirlestra má nefna fyrirlestur um kosti og ókosti gerviliða í lendhrygg og hugs- anlegt ofnæmi fyrir gerviliðum. Cecilia Götherström frá Karolinska Institutet lýsti meðferð fóstra í móðurkviði við hinn arf- genga sjúkdóm beinstökkva (Osteogenesis Imperfecta). Kári Stefánsson fjallaði um erfðafræðirannsóknir og bæklunarsjúk- dóma. Í tengslum við síðari ráðstefnuna var haldið kennslunámskeið um bakverki/ bakvandamál þar sem þekktir íslenskir og erlendir fyrirlesarar fjölluðu um þessi vandamál frá ýmsum sjónarhólum. Þing bæklunarlækna Þátttakendur á ráðstefnu NOP voru með sína bækistöð á Nordica hótelinu. Grétar Ottó Róbertsson forseti þings NOP og ISAR og Ragnar Jónsson formaður Íslenska bæklunarlæknafélagsins höfðu veg og vanda af ráðstefnunum. Hér eru þeir við lok síðustu dagskrárinnar og kampakátir með uppskeruna.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.