Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2000 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2018/104 275 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til að velja og skrifa um kápumyndir á 104. árgangi blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Myndirnar tengjast þeim efnum sem eru í brennidepli afmælisgreina hvers tölublaðs. Anna er sagnfræðingur og safnafræðingur og fyrrum stjórnandi Lækningaminjasafnsins. „Þau koma reykjandi úr barnaskólanum“ Læknar hafa lengi látið að sér kveða í opinberri umræðu um heilbrigðismál þjóðarinnar. Í krafti menntunar sinnar og reynslu og niðurstaðna klínískra rannsókna benda þeir á það sem betur má fara. Fyrir hundrað árum voru læknar að hlutast til um aðgengi að hreinu vatni og heil- næmum húsakynnum, að koma í veg fyrir vannæringu og áfengisneyslu og vinna að uppbyggingu heilsustofnana og sjúkrasamlaga. Stefið er kunnuglegt þótt ný vandamál kalli stöðugt á nýjar lausnir. Þótt umræðan um rafrettur í dag minni töluvert á þá umræðu sem fram fór á síðustu öld um reykingar þá er varnarlínan önnur þegar verið er að innleiða nýjungar en að breyta inngrónum venjum. Reykingar voru töluvert almennar og hugtakið óbeinar reykingar óþekkt með öllu. Foreldrar reyktu áhyggjulausir á heimilunum og læknar við vinnu sína. Merking sígarettupakka með varúðarmiðum hófst árið 1969 og ári síðar var talið fullsannað að reykingar orsök- uðu lungnakrabbamein. Yfirlýsingin varð blaðamanni Vísis tilefni til að ræða vaxandi reykingar meðal barna og unglinga undir fyrirsögninni: „Þau koma reykjandi úr barnaskólanum“ segja skólamenn um nemendur sína. Greininni var ætlað að vekja fólk til vitundar um skaðsemi reykinga og kallað eftir viðhorfsbreytingu. Bent var á að áróður lækna eða hvatning skólamanna nægði ekki til og stöðugt yngri börn ánetjuðust reykingum. Myndin sem fylgdi greininni var valin af kostgæfni og ætlað að undir- strika alvöru málsins. Tveir drengir, fjögurra og fimm ára, hafa komist yfir sígarettur. Þeir bera sig fagmannlega að og hafa haft vit á að fela sig fyrir augum fullorðna fólks- ins, í öruggu skjóli bak við stóran stein en of uppteknir til þess að koma auga á Jón Birgi Pétursson ljósmyndara. Myndin er tekin í Lambastaðahverfi á Seltjarnarnesi um 1969 og er birt með leyfi Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir Á uppskeruhátíð Landspítala voru veittir Vís- indasjóðsstyrkir uppá 73 milljónir króna til 90 verkefna. Þá fengu fjórir ungir vísindamenn styrk: Ása Bryndís Guðmundsdóttir lyfjafræði- nemi, Bára Dís Benediktsdóttir læknir, Elva Rut Sigurðardóttir læknanemi og Ólafur Pálsson læknir. Ása Bryndís Guðmundsdóttir er í dokt- orsnámi í ónæmisfræði við læknadeild HÍ og ber doktorsverkefni hennar heitið „Utanfrumufjöl- sykrur blágrænþörunga úr Bláa Lóninu draga úr tjáningu angafrumna á SYK og CLEC7a“. Bára Dís Benediktsdóttir rannsakar erfða- breytileika sem veldur skyndidauða og er rann- sóknin unnin í samstarfi Landspítala og Íslenskr- ar erfðagreiningar. Elva Rut Sigurðardóttir rannsakar nýgengi fósturköfnunar á Íslandi og hvernig það hefur breyst á undanförnum árum. Ólafur Pálsson hefur rannsakað alla sjúklinga á Íslandi með sóragigt sem eru að hefja meðferð með líftæknilyfjum. Ungir vísinda- menn Land- spítala 2018 Ása Bryndís Guðmundsdóttir, Bára Dís Benediktsdóttir, Elva Rut Sigurðardóttir og Ólafur Pálsson. Myndina tók ljósmyndari spítalans, Þorkell Þorkelsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.