Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.2018, Page 20

Læknablaðið - 01.06.2018, Page 20
292 LÆKNAblaðið 2018/104 R A N N S Ó K N kanna tengsl þessara breyta (tafla III). Tölfræðileg marktækni var upphaflega ákvörðuð miðað við 5% líkindi en vegna þess að gerð voru 33 tilgátupróf var marktektarkrafan hert samkvæmt Bonfer- roni-leiðréttingu, p<0,05/33, og því var miðað við p<0,0015. Töl- fræðiforritið R, útgáfa 3.2.2 var notað við útreikninga. Rannsóknin fékk leyfi vísindasiðanefndar (VSN: 15-123). Niðurstöður Lýðfræðilegum bakgrunni rannsóknarhóps (N=1129) er lýst í töflu I. Meðalaldur kvennanna var 47 ár (spönn: 21-76 ára). Meirihluti þeirra hafði lokið háskólanámi (55,9%), flestar voru giftar eða í sam- bandi (80,3%) og í hluta- eða fullu starfi (77,1%). Mikill meirihluti átti börn, eða 85,9%. Þegar ættarsaga um krabbamein var skoðuð voru það 49,6% sem höfðu ættarsögu en 50,4% sem höfðu litla eða enga ættarsögu. Þegar staða vitneskju, áhugi á erfðaráðgjöf, erfðaprófi og nýt- ingu fyrirliggjandi erfðaupplýsinga voru skoðuð kom í ljós að tæp- lega helmingur kvennanna (47%) þekkti til BRCA-stökkbreytinga (tafla II). Meirihluti, eða 83% kvennanna, sagðist örugglega eða líklega hafa áhuga á að fara í erfðapróf og 79% örugglega eða lík- lega áhuga á að fara í erfðaráðgjöf. Hins vegar höfðu einungis 4% kvennanna þegar farið í erfðarágjöf og 7% í erfðapróf. Nær allar konurnar, eða 97%, voru mjög sammála eða frekar sammála því að nýta erfðaupplýsingar um BRCA-stökkbreytingu (sem orðið hefðu til vegna vísindastarfs eða heilbrigðisþjónustu), væru þær nú þegar til um þær eða fjölskyldu þeirra. Þegar tengsl bakgrunnsbreyta við vitneskju um stökk- breytingarnar, viðhorf til erfðaráðgjafar, erfðaprófa og fyrirliggj- andi erfðaupplýsinga voru könnuð (tafla III), kom í ljós að yngri konur höfðu meiri áhuga á að fara í erfðaráðgjöf (p<0,0001) og erfðapróf (p<0,0001) en þær eldri. Hins vegar fylgdi meiri vitneskja hærri aldri (p<0,0001) og konur með meiri menntun höfðu jafn- framt meiri vitneskju um stökkbreytingarnar (p=0,0001). Staða á vinnumarkaði tengdist áhuga á að fara í erfðaráðgjöf (p<0,0001), það er ellilífeyrisþegar höfðu minni áhuga. Þær konur sem voru með sögu um krabbamein höfðu meiri vitneskju um stökk- breytingarnar (p<0,0001) en konur með litla eða enga sögu, en ekki var munur milli hópanna á áhuga á erfðaráðgjöf og á því að undirgangast erfðapróf. Öll ofangreind tengsl stóðust Bonferroni- leiðréttingu, það er marktektarmörk við 0,0015. Þegar viðhorfsspurningar til erfðaprófa og afstöðu til þess að vera BRCA-arfberi eftir ættarsögu (sjá viðauka) voru skoðaðar (tafla IV) taldi mikill meirihluti að erfðapróf myndi hjálpa þeim að vita hvort börnin þeirra væru í aukinni áhættu á að vera arf- berar (91%), sama átti við um ákvörðun um að fara oftar í eftirlit (93%). 11% höfðu áhyggjur af því að niðurstöður erfðaprófa yrðu ekki meðhöndlaðar sem trúnaðarmál, 5% höfðu áhyggjur af því að það að fara í erfðapróf gæti leitt til vandamála gagnvart vinnu- veitanda, 4% töldu það geta leitt til fjölskylduvandamála og 3% kvennanna töldu að fólk myndi sjá sig í neikvæðara ljósi ef þær væru með stökkbreytingu. Um helmingur kvennanna, eða 49%, hafði áhyggjur af því að niðurstöður úr erfðaprófi hefðu áhrif á líf- og sjúkdómatryggingar. Mikill meirihluti taldi að það fylgdi því léttir að fá að vita vissu sína (83%) en 71% var þó sammála fullyrðingunni um að þær yrðu hræddar ef þær hefðu stökk- breytinguna. Síðastnefnda spurningin var einnig sú eina þar sem marktækur munur var á milli kvenna sem höfðu sögu um krabba- Tafla IV. Viðhorfsspurningar um erfðapróf og arfberastöðu skipt eftir ættarsögu um krabbamein. % (n) Saga um krabbamein* Lítil saga** P-gildi Erfðarannsókn myndi hjálpa mér að vita hvort börnin mín væru í aukinni áhættu á að vera með stökkbreytingu á BRCA geni Mjög sammála/frekar sammála 91 (989) 91 (510) 90 (479) 0,62 Vitneskja myndi hjálpa mér að ákveða að fara oftar í eftirlit Mjög sammála/frekar sammála 93 (1011) 93 (520) 93 (491) 0,89 Ég hefði áhyggjur af því að niðurstöður yrðu ekki meðhöndlaðar sem trúnaðarmál Mjög sammála/frekar sammála 11 (115) 11 (64) 10 (51) 0,33 Ég hefði áhyggjur af því að niðurstöðurnar hefðu áhrif á tryggingar mínar Mjög sammála/frekar sammála 49 (524) 47 (259) 50 (265) 0,21 Ég hef áhyggjur af að erfðapróf gæti leitt til vandamála gagnvart vinnuveitanda Mjög sammála/frekar sammála 5 (56) 5 (29) 5 (27) 0,94 Ef ég færi í erfðapróf gæti það leitt til fjölskylduvandamála Mjög sammála/frekar sammála 4 (47) 5 (25) 4 (22) 0,79 Ef ég væri með stökkbreytinguna myndu aðrir líklega sjá mig í neikvæðara ljósi Mjög sammála/frekar sammála 3 (33) 3 (15) 3 (18) 0,48 Ef ég væri með stökkbreytinguna myndi ég verða hrædd Mjög sammála/frekar sammála 71 (767) 66 (365) 76% (402) <0,0001 Jafnvel þótt ég hefði stökkbreytinguna, væri léttir að vita vissu sína Mjög sammála/frekar sammála 83 (907) 83 (467) 83 (440) 0,92 *Sjálf með krabbamein eða skyldmenni í 1. ættlið. **Enginn ættingi eða fjarskyldur ættingi með krabbamein.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.