Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Síða 41

Læknablaðið - 01.06.2018, Síða 41
LÆKNAblaðið 2018/104 313 Runólfur Pálsson var útnefndur heiðurs- vísindamaður Landspítala 2018 á Vísind- um á vordögum 24. apríl síðastliðinn. Run- ólfur er prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er jafnframt yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítala. Runólfur hefur stundað umfangs- miklar rannsóknir á nýrnasjúkdómum sem að stærstum hluta hafa verið unnar í nánu samstarfi við Ólaf Skúla Indriðason nýrnalækni og Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðing í nýrnalækningum barna á Landspítala og dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefnin hafa verið faraldsfræði og erfðafræði langvinns nýrnasjúkdóms og nýrnasteinasjúkdóms. Rannsóknir Runólfs og Ólafs Skúla á faraldsfræði langvinns nýrnasjúkdóms, í samvinnu við vísindamenn Hjartavernd- ar, hafa sýnt fram á svipað algengi og í öðrum vestrænum samfélögum þrátt fyrir að lokastigsnýrnabilun sé fátíðari hér en víðast annars staðar. Beinast rann- sóknirnar nú að því að finna skýringu á þessu misræmi. Loks hefur samstarf við vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar leitt til uppgötvunar breytileika í erfðavís- um sem tengjast aukinni áhættu á þróun langvinns nýrnasjúkdóms. Rannsóknir á nýrnasteinasjúkdómi hafa sýnt að vaxandi nýgengi, sem talið hefur verið að tengist vestrænum lífsstíls- þáttum, skýrist að mestu af aukinni grein- ingu einkennalausra steina. Samvinnan við Íslenska erfðagreiningu hefur verið sérlega árangursrík því fundist hafa afar áhugaverðir erfðavísar sem hafa tengsl við nýrnasteinasjúkdóm. „Ég lít á þessa útnefningu sem mikinn heiður og viðurkenningu á gildi þrotlausr- ar vinnu undanfarin 25 ár,“ segir Runólf- ur. „En þessi viðurkenning snertir ekki eingöngu mig persónulega heldur einnig mína nánustu samstarfsmenn, þá Ólaf Skúla og Viðar Örn. Saman mynduðum við rannsóknarhóp fyrir tæpum tveimur áratugum og höfum síðan unnið að rann- sóknum á langvinnum nýrnasjúkdómi og nýrnasteinasjúkdómi. Teymisnálgun er yfirleitt nauðsynleg forsenda árangurs í vísindastarfi og það hefur sannarlega ver- ið raunin í okkar tilviki. Við höfum starfað með fjölda vísindamanna hér heima og er- lendis í gegnum árin og fer slíkt samstarf stöðugt vaxandi. Síðast en ekki síst er að geta þeirra mörgu nemenda sem starfað hafa undir okkar handleiðslu og eiga veru- legan þátt í þeim árangri sem náðst hefur. Við vinnum að mörgum áhugaverðum verkefnum nú um stundir og því er þessi viðurkenning óneitanlega hvatning til frekari dáða á komandi árum.“ Heiðursvísinda- maður Land- spítala 2018 Þorkell Þorkelsson tók þessa mynd um daginn af Páli Matthíassyni og Runólfi Pálssyni þegar sá síðarnefndi var gerður að heiðursvísindamanni spítalans fyrir árið 2018. Viðurkenning til þriðja árs nema Það fyrirkomulag hefur verið viðhaft á undanförn- um árum að 3. árs læknanemar sem ljúka BS-prófi kynna lokaverkefni sín með stuttum fyrirlestrum á rannsóknaráðstefnu. Að þessu sinni voru kynnt 46 verkefni af fjölbreytilegum toga. Þessir tveir nemar fengu viðurkenningu fyrir áhugaverð verkefni og góð- an flutning, þau Hulda Hrund Björnsdóttir sem vann að verkefni sínu, "Type 2 diabetes and cancer" undir leiðsögn Soffíu Guðbjörnsdóttur og Araz Rawshani í Gautaborg í Svíþjóð, og Alexander Sigurðsson sem vann að verkefni sínu, "Háskammta krabbameinslyfja- meðferð með eigin stofnfrumuígræðslu á Landspítala" undir leiðsögn Sigrúnar Eddu Reykdal og Önnu Mar- grétar Halldórsdóttur. Rannsóknaverkefni af þessum toga hafa ótvírætt menntungargildi, en í mörgum tilvikum skila þau einnig mikilvægum niðurstöðum sem geta bætt þjónustu við sjúklinga og endað sem grein í ritrýndu fræðiriti. Hulda Hrund Björnsdóttir og Alexander Sigurðsson.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.