Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2000 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2018/104 223 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til liðs við sig til að velja og skrifa um kápumyndir á 104. árgangi blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Myndirnar tengjast þeim efnum sem eru í brennidepli afmælisgreina hvers tölublaðs. Anna er sagnfræðingur og safnafræðingur og fyrrum stjórnandi Lækningaminjasafnsins. Menning og meinsemdir Um miðja síðustu öld var ákveðið að reisa í Skálholti nýja kirkju á sama grunni og eldri kirkjur staðarins höfðu áður staðið á. Ákvörðunin krafðist viðamikillar fornleifarann- sóknar sem stóð í fjögur sumur. Hróflað var við gröfum. Því var kallaður til Jón Steffensen prófessor, helsti sér- fræðingur landsins í fornum mannabeinum. Jón dvaldi langdvölum í Skálholti við mælingu grafa og upptöku beina og er myndin tekin af Jóni við þá iðju sumarið 1955. Jón er klæddur hlífðargalla og hönskum frá Vinnufatagerð Íslands (VÍR). Hann situr á trékassa fyrir framan opna lík- kistuna. Honum á vinstri hönd er önnur lokuð. Í moldinni á milli fóta liggur múrskeiðin. Í líkskurðarstofu læknadeildar í kjallara Háskólans var moldin dustuð af beinunum og þau mæld. Eftir mánuð voru beinin mæld á nýjan leik og enn og aftur þremur til fimm mánuðum síðar. Á grundvelli mælinganna, fyrri rannsókna Jóns og ýmissa sögulegra heimilda var mögulegt að fræðast um aldur, kyn, stærð, útlit og sjúk- dóma Skálhyltinga. Af „tyggingarfærum“ var sýnilegt að Skálhyltingar hefðu ekki, frekar en aðrir landsmenn, notað tannstöngla. Með samanburði við háralitastiga Fischer-Sallers greindi Jón 16 hárliti af 30 mögulegum sem allir eru algengir meðal núlifandi Íslendinga. Skál- hyltingar voru rauðhærðir, bjarthærðir, ljósskolhærðir, skolhærðir, dökkskolhærðir og dökkhærðir en enginn var svart hærður. Framlag Jóns til sögu þjóðarinnar er mikilsvert. Viðfangsefnin voru fjölbreytt og með læknisfræðilegri þekkingu var lagður traustur grunnur að sjúkdómasögu þjóðarinnar. Úrval fræðigreina Jóns kom út árið 1975 undir heitinu Menning og meinsemdir. Ritgerðasafn um mótunarsögu íslenzkrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir. Helgi Skúli Kjartansson sagði í ritdómi Jón vera „meðal ágætustu brautryðjenda sagnfræðirann- sókna á Íslandi eftir stríð, framlag hans mikið að vöxtum og á köflum glæsilegt.” Hins vegar eru margar rannsóknir Jóns „glíma við ófullnægjandi heimildir, jafnvægisæfing á landamærum hins uppgötvanlega, svo að niðurstöður verða spennandi fremur en óyggjandi.“ Myndina tók Magnús Már Lárusson guðfræðipró - f essor og síðar rektor Háskóla Íslands. Myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. * gáttatif án lokusjúkdóms. Heimildir: 1. Patel MR, Mahaffey KW, Garg J, et al. Rivaroxaban versus warfarin in non- valvular atrial fibrillation. N Engl J Med. 2011;365(10):883–91. 2. SmPC fyrir Xarelto. L. IS .M K T. 01 .2 01 8. 01 56 Ja nú ar 2 01 8 XARD0112 – Bilbo ▼ Staðfest virkni og öryggi hjá sjúklingum með gáttatif* og marga fylgisjúkdóma1 Virkni og öryggi Xarelto til varnar heilablóðfalli voru sannreynd í þýði þar sem 87 % sjúklinga voru með CHADS2-skor milli 3 og 6.1 Vörn gegn heilablóðfalli með einni töflu á dag2 Stjórn Læknafélags Íslands hélt starfsdag 6. apríl síðastliðinn og fundaði með formönnum nýju aðildarfélaganna: Félags íslenskra heimilis- lækna, Læknafélags Reykjavíkur, Félags sjúkrahús- lækna og Félags almennra lækna. Til seinni hluta fundarins var boðið formönnum sérgreinafélaga. Meðal umræðuefna á starfsdeginum var samstarf LÍ og aðildarfélaganna og sérgreina félaganna til að efla faglega og stéttarlega vitund. Reifuð voru áform um að gera skoðanakönnun meðal félags- manna um stöðu lækna, kjör, vinnuaðstæður, líðan og stefnumótandi mál. Þá var rætt hvort halda ætti landsfund lækna og ræða mótun heilbrigðisstefnu til framtíðar. Þessar hugmyndir fengu góðan hljóm- grunn á starfsdeginum. Kynnt var sérstaklega og rædd staða framhalds- náms lækna sérfræðilæknisveitinga hér á landi. ESA (European Free Trade Association Surveillance Authority) er að vinna úr kærumáli sem barst vegna sérfræðileyfisveitinga á Íslandi. Hefur ESA í framhaldi af því gefið út álit um að óheimilt sé að veita sérfræðileyfi á Íslandi sem gildir á EES nema í heimilislækningum og geðlækningum. Þessi alvar- lega staða á sér langa forsögu og má endurskoða og endurbæta margt í þessu sambandi. Stjórn FAL hef- ur ásamt stjórn LÍ unnið að greiningu vandans og lausn á málinu, meðal annars fundað með heilbrigð- isráðherra og landlækni til að kynna hugmyndir um hvernig hægt sé bregðast við þessari stöðu. Starfsdagur stjórnar Læknafélags Íslands Formenn sérgreinafélaga mættir til leiks hjá LÍ í Hlíðasmára að fara yfir farinn veg og framtíðina.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.