Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2018/104 251 Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Reynir Arngrímsson formaður Björn Gunnarsson gjaldkeri Guðrún Ása Björnsdóttir Hjalti Már Þórisson Jóhanna Ósk Jensdóttir Magdalena Ásgeirsdóttir ritari María Soffía Gottfreðsdóttir Ólafur Ó. Guðmundsson Stjórn Læknafélags Íslands Guðrún Ása Björnsdóttir formaður Félags almennra lækna, FAL gudrunasa@gmail.com www.lis.is Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna Fjölskyldu- og styrktarsjóður LÍ (FOSL) var stofnaður árið 2001.  Upp haflegi tilgangur sjóðsins var að greiða fæðingarstyrki en í dag greiðir hann marga mikilvæga styrki m.a. vegna tekjumissis í tengslum við veikindi, útfararstyrki og fæðingarstyrki. ST YRKIR SJÓÐSINS ERU: • FÆÐINGARSTYRKUR • VEIKINDASTYRKUR • ENDURHÆFINGARSTYRKUR • GLASAFRJÓVGUNARSTYRKUR • STYRKUR FYRIR HEYRNARTÆKI • STYRKUR FYRIR SÁLFRÆÐIAÐSTOÐ • ÚTFARARSTYRKUR • EINGREIÐSLUSTYRKUR Læknar sem starfa hjá hinu opinbera  eiga rétt á styrk úr sjóðnum en þeir sem stunda sjálfstæðan rekstur  verða að velja sjálfir að sækja um aðild að FOSL á vefsíðu Læknafélagsins. KYNNTU ÞÉR RÉTTINDI ÞÍN Framhaldsmenntun lækna er vanræktur þáttur í íslensku heil- brigðiskerfi. Hvort sem litið er á sérnám eða símenntun. Á næstu árum mun breytt aldurssamsetning þjóðarinnar krefjast umtals- verðra breytinga á því hvernig við skipuleggjum og veitum heil- brigðisþjónustu. Það sama á við um þjálfun lækna. Nágrannalönd okkar eru nú þegar farin að búa í haginn. Við verðum að gera slíkt hið sama og ekki má gleymast að vísindi, menntun og gæði haldast þétt í hendur. Vandinn Í desember 2017 hætti landlæknir að veita íslensk sérfræðileyfi í öllum sérgreinum nema heimilislækningum og geðlækningum. Ástæðan er sú að ESA barst kæra sem varðar sérfræðileyfis- veitingar á Íslandi og gaf út álit þess efnis að Íslandi væri ekki heimilt að veita sérfræðileyfi sem gilda á EES í öðrum greinum en ofangreindum. Gerir ESA alvarlega athugasemd við það að Ísland hafi verið að veita sérfræðileyfi út á nám sem ekki var form- lega skipulagt hér á landi og þannig ekki fylgt þeim samningum sem Ísland er aðili að í gegnum EES. Nánar tiltekið tilskipun nr. 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi. Núna er aðeins formlega skipulagt fullt sérnám í heimilislækn- ingum og geðlækningum á Íslandi. Búið er að meta og samþykkja fyrri hluta sérnáms í nokkrum sérgreinum en margir almennir læknar eru starfandi í ósamþykktum námsstöðum. Engin trygging er fyrir því að nám á Íslandi sé metið erlendis. Margir sérnáms- læknar sem farnir eru af landi brott hafa gert ráð fyrir því í sínu ráðningarferli að geta sótt um íslenskt sérfræðileyfi sem ekki er lengur hægt. Flestir íslenskir sérnámslæknar eru því í vanda. Raunveruleg hætta er á að missa þá úr landi og að þeir sem lokið hafa sínu sér- námi erlendis skili sér ekki heim. Sagan Skipulagt sérnám hefur verið til staðar hér á landi í mörg ár þó að það hafi ekki alltaf verið formlegt. Sérnámslæknar á Íslandi eru al- mennt ánægðir með sín námstækifæri sem fer fjölgandi með hverju árinu. Fer það eftir heilbrigðisstofnunum hve mikið sérnám og hvaða sérnám þær geta veitt. Heilbrigðiskerfið þarf á sérnámslækn- um að halda til að halda uppi almennri deildarvinnu, kennslu, vísindastörfum og svo mætti lengi telja. Læknisfræðin býður alltaf upp á nám og störf erlendis og mun það ekki breytast þó sérnám á Íslandi verði eflt. Ekki má skerða valfrelsi lækna. Íslenskt sérnám Tilskipunin frá 2005 tekur til lágmarks tímalengdar sérnáms, kallar á formlega skipulagt sérnám án þess að skilgreina hvað eigi að fel- ast í marklýsingu (curriculum) en leggur áherslu á að kennslustofn- anir séu vel skilgreindar og formlega metnar. Þarf íslenskt sérnám því að uppfylla eftirfarandi þrjá þætti: Sérnám lækna og sérfræðileyfisveitingar á Íslandi • Fara eftir samþykktri íslenskri marklýsingu. • Fara fram á samþykktri kennslustofnun (innlendri eða erlendri). • Vottað af mats- og hæfisnefnd heilbrigðisráðherra. Efla þarf sérnám á Íslandi í öllum sérgreinum sem hægt er skipu- leggja út frá íslenskum heilbrigðisstofnunum. Útbúa þarf marklýs- ingar fyrir allt nám sem fer fram hér á landi. Innan marklýsingar getur meðal annars verið skilgreindur tími til rannsókna, annað sérnám og tími erlendis. Skipuleggja þarf fullt nám þar sem hægt er. Annars bjóða upp á hlutanám sem raunhæft er að fá metið til erlends sérfræðileyfis. Næstu skref Til að bregðast við framtíðaráskorunum heilbrigðiskerfisins verður Ísland að veita öflugt sérnám með áherslu á breiða menntun og þjálf- un ásamt því að hlúa að vísindastarfi. Sérnám þarf að skipuleggja út frá heilbrigðiskerfi hvers lands, heilbrigðisstofnunum sem sérnám fer fram á og faglegum þáttum. Stjórn FAL hefur með stuðningi Læknafélags Íslands unnið að því að greina vandann og leggja fram tillögu að lausn til skemmri og lengri tíma. Hefur þessi tillaga verið kynnt heilbrigðisráðherra, nýj- um landlækni og þeim sem bera mesta ábyrgð á framhaldsmenntun lækna. Tillagan felur í sér leið til að gera landlæknisembættinu kleift að halda strax áfram að veita íslensk sérfræðileyfi og gefa kerfinu lengri tíma til að bregðast við þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað. Efla þarf alla aðila sem koma að framhaldsnámi lækna og veita fjármagn til uppbyggingar. Markmiðið er áframhaldandi veiting íslenskra sérfræðileyfa um ókomna tíð sem Íslendingar geta verið stoltir af og notað á EES-svæð- inu. Á aldarafmæli fullveldis Íslands og Læknafélags Íslands verðum við að líta raunsæjum en bjartsýnum augum til framtíðar. Stöndum keik frammi fyrir því göfuga verkefni að efla og bæta framhalds- menntun lækna.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.