Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2018/104 239
orsakist af fleiðurmyndun eða skellurofi með núverandi tækni á
Landspítala. Gagnasöfnun fór fram í Microsoft Excel.
Unnið var úr niðurstöðum í tölfræðiforritinu RStudio 1.0.136.
Töflur og flæðirit voru búin til í Microsoft Word og gröf voru búin
til í RStudio.
Samfelldar breytur eru birtar sem fjöldi og samanburður milli
hópa gerður með Students t-prófi og Mann Whitney U-prófi.
Flokkabreytur eru birtar sem hlutföll og samanburður með kí-
kvaðrat prófi. Tölfræðileg marktækni var ákveðin ef p<0,05.
Niðurstöður
Á árunum 2012 til 2016 voru framkvæmdar 8385 hjartaþræðingar
á Landspítala en af þeim voru 1708 hjá sjúklingum sem fengu
vinnugreininguna NSTEMI eða STEMI. Af þessum 1708 voru 225
sjúklingar (13,2%) með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar í
hjartaþræðingu og voru því skilgreindir sem MINOCA. Alls voru
36 (16%) af þessum MINOCA-sjúklingum sem höfðu fengið vinnu-
greininguna STEMI og 189 (84%) vinnugreininguna NSTEMI fyrir
hjartaþræðingu.
Nýgengi MINOCA-sjúklinga yfir rannsóknartímabilið var 13,7
á hverja 100.000 íbúa en jókst þegar leið á tímabilið og var í kring-
um 20 á hverja 100.000 íbúa á árunum 2014 til 2016. Á því 5 ára
tímabili sem rannsóknin nær til fjölgaði MINOCA-sjúklingum
töluvert milli áranna 2012 til 2014 en stóð nokkurn veginn í stað á
árunum 2014 til 2016 eins og sjá má á mynd 2.
Grunngildi og áhættuþættir þeirra 225 sjúklinga sem reynd-
ust vera með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar voru borin
saman við gildi þeirra 1483 sjúklinga sem voru með marktækar
þrengingar í kransæðum á rannsóknartímabilinu og höfðu stað-
festa greiningu STEMI eða NSTEMI. Samanburður var gerður
á kynjahlutfalli, aldri, líkamsþyngdarstuðli og fjórum helstu
áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Við þann samanburð kom í
ljós að hlutfall kvenna var töluvert hærra á meðal MINOCA-sjúk-
linga en hjá þeim sem höfðu marktæk kransæðaþrengsli. Konur
voru 52,4% af þeim sem reyndust vera með eðlilegar eða nær
eðlilegar kransæðar miðað við 24,3% þeirra sem voru með mark-
tækar þrengingar í kransæðunum. MINOCA-sjúklingar reynd-
ust vera marktækt yngri samanborið við sjúklinga með marktæk
kransæðaþrengsli. Einnig kom í ljós að reykingar voru fátíðari
meðal MINOCA-sjúklinga en þeirra sem höfðu marktæk þrengsli
í kransæðum en aðrir áhættuþættir voru sambærilegir milli hópa.
Niðurstöðurnar eru settar fram í töflu I.
Við skoðun á nýjum sjúkdómsgreiningum sjúklinganna reynd-
ust flestir falla undir greiningarskilmerki fleiðurmyndunar /
skellurofs, eða 72 (32%). Skiptingin var síðan nokkuð jöfn á milli
annarra sjúkdómsgreiningaflokka. Niðurstöður nýju sjúkdóms-
greininganna ásamt innbyrðis skiptingu greininganna milli kynja
sjást í töflu II.
Tafla II. Niðurstöður nýrra sjúkdómsgreininga hjá MINOCA-sjúklingum á árun-
um 2012-2016 og innbyrðis hlutfall milli kynja, n (%).
Greining Allir Konur Karlar P-gildi
Fleiðurmyndun / skellurof 72 (32,0) 39 (33,1) 33 (30,8) 0,55
Hjartavöðvabólga 33 (14,7) 11 (9,3) 22 (20,6) 0,082
Harmslegill 28 (12,4) 26 (22,0) 2 (1,9) <0,01
Afleitt hjartavöðvadrep 30 (13,3) 15 (12,7) 15 (14,0) 1
Kransæðakrampi 31 (13,8) 15 (12,7) 16 (14,9) 1
Annað og óútskýrt 31 (13,8) 12 (10,2) 19 (17,8) 0,28
Samtals 225 (100) 118 (100) 107 (100)
Mynd 2. Stöplarit sem sýnir hlutfall sjúklinga með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæð-
ar af öllum sem fengu vinnugreininguna STEMI / NSTEMI á árunum 2012-2016.
0
5
10
15
2012 2013 2014 2015 2016
Ár
H
lu
fa
ll
%
Hlutfall STEMI / NSTEMI með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar (< 50% þvermálsþrengsli)
Tafla I. Samanburður á kynjahlutfalli, aldri, líkamsþyngdarstuðli og áhættuþáttum kransæðasjúkdóma hjá sjúklingum með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar sam-
anborið við sjúklinga með marktækar þrengingar, n (%).
STEMI / NSTEMI greiningar á árunum 2012 – 2016 Allir Eðlilegar kransæðar Þrengingar í kransæðum P-gildi
Fjöldi 1708 (100) 225 (13,2) 1483 (86,8)
Konur 479 (28,0) 118 (52,4) 361 (24,3) <0,01
Karlar 1229 (72,0) 107 (47,6) 1122 (75,7) <0,01
Meðalaldur ár 65,0 62,9 65,4 0,01
Líkamsþyngdarstuðull - meðaltal kg / m2 28,4 28,0 28,5 0,20
Áhættuþættir kransæðasjúkdóma
Háþrýstingur 963 (56,4) 124 (55,1) 839 (56,6) 0,69
Hátt kólesteról 734 (43,0) 90 (40,0) 644 (43,4) 0,31
Sykursýki 288 (16,9) 29 (12,9) 259 (17,5) 0,11
Reykingar 500 (29,3) 45 (20,0) 455 (30,7) <0,01
Hættir að reykja fyrir meira en mánuði síðan 724 (42,4) 102 (45,3) 622 (41,9) 0,22
R A N N S Ó K N