Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2018/104 245
um en önnur kirkja reist í klaustrinu, enda hlutverk þeirra afar
ólík. Skóli var þar fyrir börn, bæði stúlkur og drengi, ef marka
má heimild þess efnis í Fornbréfasafni Íslands.2 Í sömu heimild
kemur fram að klausturhúsunum hafi verið skipt í misheilög
rými, sum opin öllum en önnur aðeins reglubræðunum sjálfum.
Þessi skipting kom einnig fram þegar rústir klausturhúsanna
voru grafnar upp en rýmin í þeim voru að minnsta kosti 13. Þau
rými sem opin voru almenningi voru sjúkraskáli, gestaskáli, auk
annarra veraldlegra rýma eins og til dæmis geymslur, eldhús,
matsalur og búr. Reglubræðurnir höfðu hins vegar einir aðgang
að innsta hluta kirkjunnar, eigin svefnskála, stofu príors og sam-
talsherbergi, svo eitthvað sé nefnt (mynd 2).3
Fram kemur í skjali um vígslu klausturkirkjugarðsins að
klaustrið hafi átt að þjóna sem gististaður fyrir ferðamenn,
eins og pílagríma og sjúka, og öðluðust þeir rétt til greftrunar í
kirkjugarði þess ef þeir dóu meðan á dvölinni stóð þar.4 Af upp-
greftinum mátti sömuleiðis ráða að gistiskálinn hafi verið reistur
fyrstur af öllum rýmum klaustursins en á efri hæð hans – sem
var eins konar baðstofuloft – var lokaður sjúkraskáli. Þar bjuggu
einnig gamalmenni og fátækir, auk sjúkra, sem áttu þar athvarf
samkvæmt reglu Ágústínusar en Skriðuklaustur starfaði sam-
kvæmt henni. Þá eru hér ótaldir fjölmargir leikmenn af báðum
kynjum og á öllum aldri sem störfuðu við klaustrið og höfðust að
líkindum við í gestaskálanum.
Uppgröftur á gröfum innan kirkjugarðsins á Skriðuklaustri
sýndi alltént að þar voru bæði skjólstæðingar og leikmenn jarð-
aðir, rétt eins og reglubræðurnir sjálfir. Þannig var það alla jafna
í klaustrum.5 Af tæplega 300 gröfum sem grafnar voru upp þar
voru um það bil 130 grafir leikmanna, 150 grafir sjúklinga og loks
um 20 grafir vígðra. Kirkjugarðurinn var jafnframt deildaskiptur,
samkvæmt áðurnefndri skiptingu. Þá vakti athygli að sjúklingar
með samskonar kvilla og mein voru jarðaðir saman.
Ljóst þykir að Skriðuklaustur hafi fljótt vaxið til vegs og
virðingar, ef horft er til þess fjölda fólks sem jarðaður var í kirkju-
garði þess á aðeins 60 ára rekstrartíma þess. Eins átti klaustrið
jarðir um allt Austurland og einnig í Suðursveit sem bendir
sömuleiðis til þess að almenningur hafi borið traust til þess. Það
færði því ýmsar verðmætar gjafir sem nýttar voru til að styrkja
rekstur þess til frambúðar. Bókaeign þess var mikil, samanbor-
ið við bókasöfn í öðrum klaustrum. Ein stærsta bókagjöfin til
Mynd 2. Uppdráttur af húsaskipan á Skriðuklaustri (mynd: Steinunn Kristjánsdóttir og Vala Gunnarsdóttir).