Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 36
256 LÆKNAblaðið 2018/104
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Runólfur Pálsson lyf- og nýrnalæknir
hefur um langt skeið verið í forystu fyrir
íslenska lyflækna og gegnir nú embætti
forseta Evrópusamtaka lyflækna. Lækna-
blaðið ætlar á næstu mánuðum að kynna
alþjóðlegt samstarf á vegum íslenskra
læknasamtaka og fagfélaga í læknisfræði
og hefst sú yfirferð með þessu viðtali.
„Það er ótvíræður ávinningur fólginn í
alþjóðlegu samstarfi bæði fyrir fagfélög
lækna og einnig fyrir Læknafélag Íslands,“
segir Runólfur Pálsson sem verið hefur
forseti Evrópusamtaka lyflækna frá því í
september 2016.
„Afskipti mín af alþjóðlegu samstarfi
hófust eftir að ég varð formaður Félags
íslenskra lyflækna 2001 og félagið gekk í
Evrópusamtök lyflækna (European Feder-
ation of Internal Medicine, eða EFIM)
2003. Við fundum strax mikinn ávinning
af þeirri aðild, ekki síst vegna mikillar
áherslu á framhaldsmenntun í lyflækning-
um og á símenntun lækna. Reyndar eru
félög lyflækna í Evrópu nokkuð breytileg
að samsetningu þar sem ýmist getur
verið um að ræða ein heildarsamtök allra
lyflækna eða félög sem bundin eru við lyf-
lækna sem ekki búa yfir annarri sérgrein.
Fyrrnefnda fyrirkomulagið er algengt í
Norður-Evrópu en hið síðarnefnda í Suð-
ur-Evrópu. Evrópusamtök lyflækna eru
skipuð fagfélagi lyflækna í hverju landi
og með því verða allir félagar í Félagi
íslenskra lyflækna sjálfkrafa meðlimir í
Evrópusamtökunum. Í flestum öðrum
tilvikum eru alþjóðleg fagfélög lækna
bundin einstaklingsaðild eingöngu og
það eru alls ekki allir sem gerast félagar.
Evrópusamtökin sem ég veiti forstöðu eru
frábrugðin að þessu leyti. Síðan eru önnur
samtök sérgreinalækna (European Union
of Medical Specialists, eða UEMS) sem
eiga aðsetur sitt í Brussel, þau eru nokkur,
og þar eiga landssamtök lækna einsog
Læknafélag Íslands beina aðild. Þetta er
töluvert margbrotin flóra og fagfélögin eða
einstaklingar innan þeirra eiga oft aðild
að fleiri en einu með beinum eða óbeinum
hætti,“ segir Runólfur.
„Það er einnig misjafnt hversu hlutlaus
samtökin eru og fer það eftir því hvort þau
njóta stuðnings stjórnvalda eða fyrirtækja.
UEMS eru samtök sem halda sig algjörlega
utan við slíkt og leggja þau megináherslu á
að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins
en þau sem njóta stuðnings, sem yfirleitt
er algjörlega gagnsær, leggja meiri áherslu
á ráðstefnuhald og símenntun svo eitthvað
sé nefnt. Eitt af hlutverkum UEMS er að
meta gæði og símenntunargildi ráðstefna
og málþinga, til dæmis Læknadaganna hér
á Íslandi.“
Ávinningur á báða bóga
„Evrópusamtök lyflækna eru dæmigerð
fagsamtök og ég áttaði mig fljótt á því
þegar ég fór að sækja fundi þeirra að við
höfðum ýmislegt fram að færa. Styrkleiki
okkar er hinn breiði bakgrunnur íslenskra
lyflækna sem stafar af því hvað þeir sækja
framhaldsmenntun sína víða um heim og
geta því komið inn með sjónarmið sem
vel er tekið. Við lifum á tímum mikilla
breytinga á vettvangi heilbrigðisþjón-
ustunnar og við getum alveg lagt þar til
málanna eins og aðrir. Ávinningurinn
fyrir okkur er sá sami og fyrir alla aðra
sem stunda sérhæfðar greinar læknisfræði
að þar er þróunin svo ör að það er algjört
lykilatriði að fylgjast grannt með því sem
er efst á baugi hverju sinni. Alþjóðlegt
samstarf byggir að verulegu leyti á því
að skiptast á skoðunum og deila reynslu
með öðrum, auk þess að fást sameiginlega
við krefjandi málefni. Þetta er sérlega
mikilvægt fyrir okkur þar sem við eru fá,
við erum með eina læknadeild, eitt há-
skólasjúkrahús og fáa vinnustaði. Að sama
skapi eiga læknar að standa fyrir faglegri
umræðu hér heima, um læknisfræði en
einnig að hafa skoðanir á opinberum
vettvangi um stefnu og þróun heilbrigðis-
mála. Það höfum við læknar alls ekki gert
í nægilega miklum mæli að mínu mati.
Ástæðurnar geta verið margvíslegar, en
sumum finnst að ekki sé hlustað á þá og
ekki tekið nægilega mikið tillit til skoðana
þeirra. Það skiptir reyndar ekki öllu máli
því læknar eiga ekki endilega að ráða öllu
en þeir eiga að vera óþreytandi að leggja
til málanna því þeir búa sannarlega yfir
mikilli þekkingu og reynslu.“
Íslensk fagfélög leggja
lítið til opinberrar umræðu
„Uppbygging félaga og samtaka íslenskra
lækna er að nokkru leyti orsök þessa.
Fagfélög lækna hafa verið frekar veik
og þegar horft er til systurfélaga þeirra
erlendis blasir allt önnur mynd við. Í ná-
grannalöndunum blanda fagfélög sér mun
meira í opinbera umræðu en hér og eru
mun meira áberandi og sjálfstæðari. Hér
hefur þróunin hins vegar orðið sú að fag-
Margþættur ávinningur
af alþjóðlegu samstarfi
– segir Runólfur Pálsson
forseti Evrópusamtaka lyflækna
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson