Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2018/104 237 R A N N S Ó K N Inngangur Birtingarmynd bráðs kransæðaheilkennis hefur verið að taka nokkrum breytingum síðustu misseri. Hlutfall NSTEMI (Non-ST- Elevation Myocardial Infarction) greininga af öllum sem greinast með brátt kransæðaheilkenni er að aukast á kostnað STEMI (ST- Elevation Myocardial Infarction).1 Dánartíðni af völdum kransæða- sjúkdóma hefur lækkað umtalsvert síðustu áratugi og það sem er sérstakt við það er að hlutfallslega hefur lækkunin orðið minni hjá yngra fólki en því eldra, sérstaklega ungum konum.2 Breytingar á áhættuþáttum, lifnaðarháttum og aukin notkun verndandi hjarta- lyfja á þessari öld eru talin hafa áhrif á þessar breytingar. Reyk- ingar hafa minnkað umtalsvert og heildarkólesteról hefur lækkað en sykursýki og offita hafa hins vegar aukist.3,4 Hin hefðbundna meingerð í bráðu kransæðaheilkenni hefur lengst af verið talin rof á æðakölkunarskellu sem leiðir til blóð- segamyndunar í kransæð og hjartavöðvadreps. Þessi sjúklinga- hópur reynist oft vera með eðlilegar kransæðar eða vægar vegg- breytingar án marktækra þrengsla (<50% þvermálsþrengsli) við kransæðaþræðingu. Á undanförnum árum hefur komið í ljós að hjá hluta þessara sjúklinga er ekki um að ræða rof á æðakölkunar- skellu heldur eru aðrar orsakir sem valda hjartadrepinu. Annars Inngangur: Hin hefðbundna meingerð í bráðu kransæðaheilkenni hefur lengst af vera talin rof á æðakölkunarskellu sem leiðir til blóðsegamynd- unar í kransæð og hjartavöðvadreps. Hjá hluta þessara sjúklinga er ekki um marktækt þrengdar kransæðar að ræða og aðrar orsakir en skellurof geta valdið þessum klínísku einkennum. Á undanförnum árum hefur verið vaxandi áhugi á að greina nánar undirliggjandi orsakir hjá þessum hópi sjúklinga. Nýverið var lýst sjúkdómsmyndinni MINOCA (Myocardial Infarction with Non-Obstructive Coronary Arteries) sem nær yfir þessa sjúklinga. Markmið rannsóknarinnar var að finna nýgengi MINOCA á Íslandi og að leita að undirliggjandi orsökum í íslensku þýði. Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn gagnarannsókn úr gagna- grunni hjartaþræðingarstofu Landspítalans (SCAAR). Allir sjúklingar sem fengu vinnugreininguna STEMI / NSTEMI við komu á Landspítala á árunum 2012 til 2016 en reyndust hafa eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar (<50% þvermálsþrengsli) við kransæðamyndatöku voru rann- sakaðir. Sjúkdómsgreiningar voru endurskoðaðar hjá öllum sjúklingum og flokkaðir samkvæmt flæðiriti sem sérstaklega var útbúið fyrir þessa rannsókn. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fóru 1708 sjúklingar í kransæðamyndatöku eftir að hafa fengið vinnugreininguna STEMI / NSTEMI. Af þeim reyndust 225 (13,2%) hafa eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar. Sjúkdómsgreiningar þessara sjúklinga skiptust þannig: fleiðurmyndun / rof á æðakölkunarskellu 72 (32%), hjartavöðvabólga 33 (14,7%), harmslegill 28 (12,4%), afleitt hjartavöðvadrep 30 (13,3%), kransæðakrampi 31 (13,8%) og 31 (13,8%) fengu greininguna annað og óútskýrt. Ályktun: Algengt er að sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni hafi eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar við kransæðaþræðingu. Nokkuð jöfn skipting reyndist á milli helstu mismunagreininga. Með markvissri segulómskoðun á þessum sjúklingahópi mætti bæta mismunagreingu á undirliggandi orsökum. Brátt kransæðaheilkenni hjá sjúklingum með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar Sævar Þór Vignisson1 læknanemi, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir2 læknir, Þórarinn Guðnason2 læknir, Ragnar Danielsen1,2 læknir, Maríanna Garðarsdóttir3 læknir, Karl Andersen1,2 læknir vegar getur verið um að ræða fleiðurmyndun á æðakölkunarskellu án þess að bandvefshjúpur skellunnar rofni (plaque erosion)5 og hins vegar geta aðrir sjúkdómar, til dæmis hjartavöðvabólga, harmsleg- ill eða kransæðakrampi lýst sér með svipuðum hætti og brátt hjartavöðvadrep. Nýverið hefur verið lýst sjúkdómsmyndinni MINOCA (Myocardial Infarction with Non-Obstructive Coronary Arteries) sem nær yfir þessa sjúkdómsmynd.6 Lítið er vitað um horfur, undirliggjandi orsakir og meingerð þessarar sjúkdóms- myndar, sem hafa lítið verið rannsakaðar. Hlutfall þeirra sem hafa MINOCA, af öllum sem fá brátt kransæðaheilkenni, hefur verið að aukast síðastliðna áratugi.7,8 Megintilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi MINOCA í íslensku þýði og hlutfall þeirra af öllum sem fá brátt kransæðaheilkenni, en einnig að greina undir- liggjandi orsakir þessarar sjúkdómsmyndar og flokka sjúklinga í undirhópa eftir nánar tilgreindum skilmerkjum. Einnig voru bornar saman grunnmælingar og áhættuþættir þessara sjúklinga við þá sem reyndust vera með marktæk þrengsli í kransæðum. Um er að ræða fyrstu rannsókn sem gerð hefur verið á þessum sjúk- lingahópi á Íslandi. Á G R I P 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild, 3röntgendeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Karl Andersen, andersen@landspitali.is Barst til blaðsins 19. mars 2018, samþykkt til birtingar 20. apríl 2018. doi.org/10.17992/lbl.2018.05.185

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.