Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 12
232 LÆKNAblaðið 2018/104 var hætt að bólusetja gegn berklum með BCG- bóluefni árið 1949 nema í undantekningartilfellum,12 en í öðrum löndum eins og Pól- landi er þátttaka við BCG-bólusetningu yfir 90% samkvæmt töl- um frá WHO.13 Til samanburðar eru 15.897 einstaklingar skráðir BCG-bólusettir í gagnagrunni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, einnig nefndur Berkill, en það eru aðeins 4,8% þjóðarinnar. Þetta auðveldar til muna skimun fyrir berklum hér á landi þar sem minni hætta er á falskt jákvæðum húðprófum vegna fyrri BCG-bólusetningar. Sjúklingar með gigtarsjúkdóma sem eru að hefja meðferð með TNFα-hemlum eru þó sérstakur undirhópur þegar kemur að berklaskimun þar sem töluverð hætta er á falskt neikvæðum húðprófum. Til dæmis er stór hluti þeirra þegar á ónæmisbælandi meðferð, svo sem langtímameðferð með sykur- sterum auk þess að sjúkdómurinn sjálfur felur í sér vissa ónæm- is röskun. Eins er þekkt að svörun við Mantoux-prófi dvínar með hækkandi aldri og að einstaklingar með virka berklaveiki eiga það til að svara ekki berklaprófi og því er mikilvægt að einnig sé gerð myndgreining af lungum til að útiloka virka berkla áður en með- ferð hefst.14 Hérlendis eru yfir 95% allra sem fengið hafa TNFα-hemla meðferð vegna gigtarsjúkdóma skráðir í ICEBIO. Þetta er stöðluð skráning þar sem skráðar eru víðtækar upplýsingar eins og fyrri lyfjameðferð, ýmsir lífsstílsþættir og rannsóknarniðurstöður, svo sem CRP-mælingar, færni og fjöldi bólgna og aumra liða. Þessar upplýsingar eru uppfærðar árlega. Eins eru öll berklatilfelli til- kynningarskyld og færð í berklaskrá sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis og hjá göngudeild sóttvarna hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Nýgengi berklaveiki og árangur af berklasmitsskimun í hópi gigtarsjúklinga á TNFα-hemlum hér á landi er óþekkt. Sérstaða landsins vegna lágs nýgengnis berklaveiki hér á landi og vís- bendingar um að skimun fyrir berklasmiti gæti verið skilvirkari en í nágrannalöndunum vegna minni hættu á falskt jákvæðum prófum hafa vakið upp spurningar um hvort yfirleitt sé þörf á að skima fyrir berklum áður en meðferð er hafin. Þessi rannsókn mun leitast við að svara þessum spurningum. Efniviður og aðferðir Þetta er afturskyggn rannsókn þar sem allir einstaklingar sem meðhöndlaðir hafa verið með TNFα-hemlum vegna iktsýki, hrygggiktar eða sóragigtar hérlendis frá upphafi meðferðar árið 1999 fram til 1. desember 2014 voru þátttakendur. Staðlaðar heil- brigðisupplýsingar voru sóttar í ICEBIO-gagnasafnið, Sögukerfi Landspítalans, pappírssjúkraskrár Landspítalans og sjúkraskrár á heilsugæslum og í Læknasetrinu. ICEBIO er rafræn sjúkraskrá gigtarlækna, hvort sem þeir starfa á Landspítala eða á sjálfstæðum stofum, sem notuð er til að skrá staðlaðar heilsufarsupplýsingar með tilliti til alvarleika gigtarsjúkdómsins og meðferðar þar sem markmiðið er að tryggja öryggi og gæði lyfjameðferðarinnar. Skráðar breytur voru aldur við upphaf meðferðar, kyn, ábending fyrir meðferð, lyfjameðferð þegar berklapróf var fram- kvæmt, tegund TNFα-hemils, upphafsdagsetning meðferðar með TNFα-hemli, niðurstöður berklaprófs og niðurstöður mynd- greiningar af lungum. Þessar upplýsingar voru í framhaldinu samkeyrðar við Berkil, sem er berklagagnagrunnur og hýstur hjá göngudeild sóttvarna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samvinnu og samráði við sóttvarnalækni. Þar eru skráðar niður- stöður úr berklaprófum á síðustu öld, BCG-bólusetningar og öll þekkt berklatilfelli á landinu öllu frá opnun Vífilsstaðaspítala haustið 1910 fram til dagsins í dag. Þannig fékkst betri mynd af því hversu skilvirk berklaskimun í rannsóknarhópnum hafði ver- ið og eins var hægt að bera kennsl á öll berklatilfelli í hópnum á rannsóknartímabilinu. Öll skráning og úrvinnsla gagna fór fram í Microsoft Excel, þar sem gögnin voru ópersónugreinanleg eftir að gagnasöfnun lauk. Rannsóknin var unnin með leyfi Persónuverndar og Vísinda- siðanefndar (14-134). Verkefnið var styrkt af vísindasjóði Félags íslenskra gigtarlækna. Niðurstöður Þátttakendur voru alls 756, en þar af voru 439 (58,1%) konur, með- alaldur allra þátttakenda var 54 ± 14,5 ár, sá yngsti 13 ára og elsti 81 árs. Tafla I sýnir meðalaldur og kynjahlutföll í þessum þremur sjúklingahópum, það er iktsýki, hrygggikt og sóragigt. Algengasti fyrsti TNFα-hemill var infliximab en 483 einstak- lingar byrjuðu á því lyfi. Þar á eftir koma etanercept með 183, golimumab með 53 og loks adalimumab með 37 einstaklinga. Í töflu II má sjá hvernig val á ákveðnum TNFα-hemli sem fyrstu meðferð skiptist á milli ára, en lyfjaútboð og læknisfræðilegir þættir hafa áhrif á hvaða TNFα-hemill er notaður hverju sinni. Notkun líftæknilyfjahliðstæðna eða „biosimilars“ var ekki hafin hérlendis á rannsóknartímabilinu. Niðurstöður úr berklaprófum fundust í 87,8% tilvika en þar af var 41 túlkað sem jákvætt próf eða 5,4% allra sem meðhöndla átti. Algengast var að skimun gæfi neikvæða niðurstöðu en 614 einstaklingar, eða 81,2%, voru með skráð neikvætt húðpróf. Hjá 9 einstaklingum voru niðurstöðurnar túlkaðar sem falskt jákvætt próf en 7 þeirra voru talin jákvæð vegna fyrri BCG-bólusetningar og tvö túlkuð sem ofnæmissvörun. Niðurstöður úr berklaprófi fundust ekki hjá 92 einstaklingum. Í þeim hópi eru einhverjir einstaklingar þar sem berklaprófi var sleppt vegna fyrri sögu um BCG eða svörun við fyrri Mantoux- prófun, en í miklum meirihluta þessara tilfella vantaði upplýs- ingar um niðurstöðu berklaprófs. Á mynd 1 má sjá niðurstöður berklaskimunar sundurliðaða fyrir hvert ár á rannsóknartímabil- inu. Hlutfall þeirra sem voru á sykursterum þegar Mantoux-prófið var framkvæmt var 24,6% er litið var á allan rannsóknarhópinn. R A N N S Ó K N Tafla I. sýnir sjúkdómsgreiningar rannsóknarhópsins sundurliðaðar eftir kyni og meðalaldri við upphaf meðferðar með TNFα-hemli. Greining: Hrygggikt Sóragigt Iktsýki Alls Karlar (n) 138 90 89 317 Konur (n) 62 123 254 439 Alls (n) 200 213 343 756 Meðalaldur ±SD Karlar 48,9 ±12,1 53,9 ±13,7 57,9 ±15,0 52,9 ±13,9 Konur 50,2 ±13,3 53,1 ±13,7 56,8 ±15,1 54,8 ±14,7 Alls 49,3 ±12,5 53,5 ±13,7 57,1 ±15,1 54,0 ±14,5

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.