Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 42
262 LÆKNAblaðið 2018/104 B R É F T I L B L A Ð S I N S Ásdís Bergþórsdóttir sálfræðingur asb23@hi.is Læknar fá oft til sín sjúklinga á einhverfu- rófi, bæði einstaklinga með greiningu og án hennar. Lítið hefur verið fjallað um hvernig heilbrigðisstarfsmenn geta komið til móts við þarfir þeirra. Þessari grein er ætlað að bæta úr þessum upplýsingaskorti. Skynjunarvandi Skynjunarvandi er algengur í einhverfu- rófsröskunum. Þannig getur sterk birta frá flúorljósum og kliður og hávaði á biðstofum reynst erfiður fyrir fólk á ein- hverfurófi. Viðkvæmni fyrir lykt er einnig vel þekkt og sterk sótthreinsunarlykt sem er algeng á heilbrigðisstofnunum getur valdið vanlíðan. Dæmi eru líka um að snertiskyn geti valdið erfiðleikum. Þannig getur snerting við hluti sem við teljum ekkert óeðlilega eins og tannlæknasmekk valdið mjög mikilli og sterkri vanlíðan eða skoðun með höndum eða snerting heil- brigðisstarfsmanna.1,2 Fólk á einhverfurófi upplifir oft að heilbrigðisstarfsmenn geri lítið úr skynj- unarvanda þess og að ekki sé brugðist við kvörtunum þess.1 Ef ekki er tekið tillit til skynjunarvanda getur sjúklingur fengið skynjunarofhleðslu (sensory overload) og brugðist við með miklum kvíða, ógnandi hegðun, aukinni áráttuhegðun eða annarri erfiðri hegðun. Það er því full ástæða til að taka það alvarlega ef einstaklingur segist eiga í skynjunarvanda. Það er mikilvægt að muna að sérfræðingurinn í skynjunar- vanda sjúklingsins er sjúklingurinn sjálfur og því er mikilvægt að hlusta á hann, spyrja og taka mark á honum.1,2 Mögulegar lausnir á skynjunarvanda eru til dæmis að minnka ljós í herbergjum, leyfa fólki að bíða á afviknum stað fyrir utan biðstofuna og senda þá textaskilaboð þegar komið er að þeim.1-2 Í innlögnum eru fámennar stofur eða rólegir stofufé- lagar æskilegir auk leiðbeininga um hvert sé hægt að leita til að fá að vera í friðsælu umhverfi. Skynjunarvandi fólks á einhverfuróf- inu nær líka til skynjunar á eigin líkama og líðan.3,4 Þannig eiga einstaklingar á einhverfurófi almennt erfitt með að lýsa líðan, bæði líkamlegri og andlegri. Sumir geta einnig skynjað sársauka á óvenju- legan hátt. Þannig lýsa sumir á einhverfu- rófi sársauka sem hita.5 Spurningar eins og „Hvernig líður þér?“ eða „Hvernig sársauki er þetta? Stingandi?“ geta verið fólki á einhverfurófi mjög flóknar og sjúk- lingurinn getur brugðist við með því að þegja eða segjast ekkert vita. Samskipti Það er mikilvægt að muna að margir á einhverfurófinu þurfa langan tíma til að meðtaka og melta munnlegar upplýsingar. Fólk á einhverfurófi upplifir oft að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tali of hratt og veiti sér of lítinn tíma.3 Heilbrigðis- starfsmenn þurfa að gefa sér góðan tíma og spyrja lokaðra, skýrra spurninga og ekki spyrja annarra spurninga fyrr en svar við fyrstu spurningunni er komið. Helstu upplýsingar um hvernig best sé að haga spurningum eru gefnar upp í töflu I.6 Algeng viðbrögð við of miklum munnlegum upplýsingum er þögn.7 Þetta getur valdið misskilningi. Sé til dæmis samþykkis sjúklings óskað er slík þögn oft rangtúlkuð sem samþykki. Heilbrigð- isstarfsmenn geta svo orðið undrandi einhverjum dögum síðar þegar einstak- lingurinn er búinn að hugsa málið og er þá ósáttur við meðferð eða framkomu starfsmanna. Þannig er mikilvægt að gefa einstaklingum á einhverfurófinu tíma til melta allar upplýsingar og skilja að þeir þurfa lengri umhugsunartíma en aðrir. Margir á einhverfurófinu viljar frekar skriflegar upplýsingar af því að þær eru varanlegar og óbreytanlegar og hægt er að gefa sér góðan tíma til að velta upplýs- ingunum fyrir sér. Fólk á einhverfurófinu leitar því oft að upplýsingum á netinu til að geta lesið sér til. Þetta getur valdið heil- brigðisstarfsmönnum vandkvæðum af því að það er mikið af vafasömum og jafnvel skaðlegum upplýsingum um heilbrigðis- mál á netinu. Sumir heilbrigðisstarfsmenn upplifa þessa leit sem vantraust. Það er hins vegar ekki vantraust heldur leið til að afla sér upplýsinga á skiljanlegan hátt. Góð lausn er að benda á öruggar síður sem eru með réttum upplýsingum og gefa fólki á einhverfurófinu bæklinga eða annað ritað efni til að kynna sér.7 Mikilvægt er að muna að einstaklingar á einhverfurófi eiga oft erfitt með að setja sig í spor annarra.8 Það veldur því að þeir geta verið óvissir um hvaða atriðum á að deila með heilbrigðisstarfsmönnum og hverjum ekki. Þannig gæti einstaklingur á einhverfurófinu þulið upp öll einkenni frá meltingarfærum hjá húðsjúkdómalækni. Þetta kann að virðast sérkennileg hegðun en er heppilegri en þögn eða ágiskun um hvað læknir þarf að vita því hún tryggir að allar upplýsingar komi fram. Fyrirsjáanleiki Fyrirsjáanleiki er flestum á einhverfu- rófinu nauðsynlegur.9 Það getur verið erfitt fyrir fólk á einhverfurófinu að skilja af hverju heilbrigðisstarfsmaður segir eitt einn daginn og annað hinn daginn. Þannig getur verið að heilbrigðisstarfs- maður telji barn vera á batavegi einn daginn og fer að tala um útskrift við foreldri. Næsta dag hrakar barninu og starfsmaðurinn fer þá að ræða alvarleg inngrip. Fyrir mörgum einhverfum for- eldrum kemur þetta út eins og starfsmað- urinn hafi skipt um skoðun og jafnvel að hann viti ekki hvað hann er að gera. Gott er að láta fólk á einhverfurófinu vita hver meðferðaráætlunin sé núna en einnig að hún geti breyst og útskýra af hverju. Ef möguleiki er að búa til flæðirit yfir ferli er slíkt æskilegt þar sem myndræn framsetning er oftast skýrari fyrir fólki á einhverfurófi en munnleg. Fyrirsjáanleiki hjálpar til við að mynda trúnaðarsamband milli meðferðaraðila og fólks á einhverfu- rófinu.7 Fólk á einhverfurófi vill stundum ekki leggjast inn á spítala vegna þess að það þolir illa breytingar. Leiðir til að auðvelda innlögn eru til dæmis að leyfa fólk að sjá deildina áður en það leggst inn, úthluta þeim ákveðnum starfsmanni á hverri vakt sem það getur leitað til og fela starfsmann- inum að athuga reglulega með viðkom- Þarfir og þjónusta við sjúklinga á einhverfurófi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.