Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 40
260 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna, FOSL, stóð fyrir málþingi um heilsu lækna á dögunum. Málþingið var vel sótt enda skyldi engan undra að læknum væri ekki síður annt um eigin heilsu en annarra. Á fundinum var sagt frá því að FOSL væri að hefja greiðslu heilsu- eflingarstyrks til félagsmanna og var því vel tekið. Gerður Aagot Árnadóttir er í stjórn FOSL og varð góðfúslega við beiðni um að segja frá hvað hefði kveikt hugmyndina að heilsueflingarstyrknum. „Málþingið var haldið að frumkvæði sjóðsins í framhaldi af því að á síðustu Læknadögum var haldið málþing um heilsu lækna og það var greinilega mik- ill áhugi fyrir að halda þessari umræðu áfram. Málþingið um daginn sýndi það einnig glöggt, svo vel sem það var sótt,“ segir Gerður. „Umræða um heilsu lækna hefur verið mjög vaxandi á alþjóðlega vísu og það hefur skilað sér hingað með ýmsum hætti. Fyrir nokkrum árum skipaði stjórn Læknafélags Íslands nefnd sem skyldi gera tillögur um þetta mál og ég sit í nefndinni ásamt Haraldi Erlendssyni, Benedikt Sveinssyni og Kristni Tómassyni og er sú nefnd enn starfandi. Innan stjórnar FOSL hefur verið umræða um þetta og nefnd LÍ og stjórn FOSL hittust á dögunum og ræddu hvernig hægt væri að haga sam- vinnu þarna á milli og hvað FOSL gæti lagt af mörkum og komið meira að málum sem varða heilsu lækna. FOSL hefur um hríð veitt styrki til félagsmanna til að dvelja á Heilsustofnuninni í Hveragerði en þar hefur um nokkurt skeið verið boðið upp á sérstakt prógram fyrir lækna sem hafa verið með kulnunareinkenni, depurð eða kvíða. Það er síðan nýjung í starfsemi FOSL að greiða félögum út heilsueflingarstyrk en mörg stéttarfélög hafa gert slíkt með ein- hverjum hætti. Þetta var ákveðið þar sem sjóðurinn hefur meira fjármagn til ráðstöf- unar núna en hann þarf til að sinna þeim skyldum sem honum eru lagðar á herðar. Stjórninni fannst einboðið að nýta þá fjár- muni til heilsueflingar félagsmanna. Þetta er gert með þeim hætti að hverjum og einum er greidd upphæð í hlutfalli við það sem hann hefur greitt í sjóðinn og síðan getur fólk ákveðið sjálft hvernig það ráð- stafar peningunum. Það er rétt að benda á að aðild að FOSL er ekki bundin við félagsaðild að LÍ, heldur er greitt í sjóðinn sem hlutfall af launum ef fólk starfar hjá ríkinu og þeir sem eru sjálfstætt starfandi geta óskað eftir að greiða í sjóðinn og njóta þá sömu hlunninda. Þetta er ein leið til að styrkja fólk í viðleitni til heilsueflingar og draga úr álagi. Allir þurfa að finna sitt jafnvægi milli starfs og fjölskyldu, heil- brigðs lífsstíls, áhugamála og ræktunar félagslegra tengsla. Þetta eru allt forsendur góðrar heilsu og hefur sannarlega verið rætt fram og aftur bæði í hópi lækna og annars staðar í samfélaginu.“ Eru einhver ákveðin heilsuvandamál sem læknar stríða við frekar en aðrir? „Í sjálfu sér ekki en þó má segja að álagið sem fylgir læknisstarfinu ýti undir streitueinkenni eins og kvíða og depurð og það hefur komið fram í rannsóknum að tíðni sjálfsvíga er hærri hjá ákveðnum hópi lækna en í hinu almenna þýði þó það hafi ekki verið rannsakað sérstaklega hér á landi. En almennt má segja að streituein- kenni séu það sem margir læknar glíma við. Þetta er það sem helst hefur verið lögð áhersla á og hvaða leiðir eru færar fyrir lækna til að ná heilsu sinni. Í hnotskurn má lýsa þessu þannig að læknar fái í mörgum tilfellum lélegri læknisþjónustu en sjúklingar þeirra. Það getur líka verið vandasamt að meðhöndla veika lækna þar sem kollegar eiga jafnvel erfitt með að líta á hver annan sem sjúklinga eingöngu. Það skiptir því miklu máli að allt sem snýr að heilsu lækna og læknisþjónustu fyrir þá sé mjög nákvæmlega skilgreint svo enginn vafi leiki á hvernig standa skuli að því. Góð heilsa lækna dýrmæt öllum ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson – Gerður Aagot Árnadóttir kynnir nýjar reglur Fjölskyldu- og styrktarsjóðs lækna Gerður Aagot Árnadóttir, heimilislæknir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.