Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 34
254 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R tekur með sér þekkingu sem það hefur aflað sér í starfi. Það er reyndar tekið fram í reglugerð um samninga Sjúkratrygginga Íslands að ekki má semja við einkaaðila um verkefni ef það veikir opinberu stofn- anirnar. Aðalatriðið er að íhuga þarf vel og vandlega hverju er útvistað til einkaaðila.“ Þú nefndir magn. Á það hefur verið bent að hér á Íslandi er verið að gera mun fleiri aðgerðir af ákveðnum toga en á hinum Norður- löndunum. Kerfið hér virðist vera hvetjandi að þessu leyti. „Landlæknisembættið tók þetta saman fyrir ári síðan og þar kemur í ljós að hér eru framkvæmdar mun fleiri til dæmis hálskirtlatökur en á hinum Norðurlöndun- um. Einnig voru skoðaðar liðspeglanir, rör í eyru og ristilspeglanir. Mér finnst þetta stinga í augu og það þarf að skýra í hverju þessu munur felst. Aðgerðastofurn- ar úti í bæ fá greitt fyrir hverja aðgerð frá Sjúkratryggingum og það er ekki þak á fjölda aðgerða sem greitt er fyrir. Þetta er því hvetjandi kerfi að þessu leyti og mér finnst vanta fullnægjandi læknisfræði- legar skýringar á því í hverju þessu mikli munur felst.“ Alma bendir á að hlutverk Sjúkra- trygginga varðandi eftirlit með gæðum þeirrar þjónustu sem greitt er fyrir sé skilgreint í lögum um Sjúkratryggingar Ís- lands og verkaskipting og ábyrgð embætt- anna tveggja að þessu leyti sé ekki nægi- lega skýrt afmörkuð og tilgreind í lögum. „Samkvæmt 45. grein laganna er eftirlitshlutverk Sjúkratrygginga með gæð- um þjónustunnar talsvert stórt og ég á eft- ir að funda með forstjóra Sjúkratrygginga Íslands um það því þarna er augljós skör- un og mikilvægt að skýra hvernig fram- kvæmdin á að vera.“ Bygging nýs Landspítala hefur verið í um- ræðunni í minnst tvo áratugi og enn er verið að þrefa um staðsetningu, hvað þá annað er að þessu snýr. Þú kemur af Landspítalanum og hefur eflaust skoðanir á þessu. „Já, ég byrjaði að skrifa greinar fyrir meira en 10 árum um nauðsyn þess að byggja nýjan spítala því þá þegar voru húsnæðismál spítalans í algjörum ólestri. Síðan hefur ástandið bara versnað. Ég hef engar tilfinningar bundnar við eina staðsetningu frekar en aðra, mikilvægast er að byggja spítalann og Hringbraut- arsvæðið hefur orðið ofan á og ég rengi ekki sérfræðingana sem komist hafa að þeirri niðurstöðu. Ég er læknir en ekki sérfræðingur í skipulagsmálum eða um- ferðarstjórnun. Málið er orðið það brýnt að það þýðir ekki að þrasa um þetta lengur, heldur drífa upp þessa byggingu og fara svo í framhaldinu að huga að næsta spítala sem yrði þá væntanlega staðsettur annars staðar.“ Áhugi einkaaðila á byggingu einkaspítala virðist talsverður og húsnæðismál Landspítal- ans hafa kannski ýtt undir þá umræðu. „Ég sé ekki að þetta litla land með 345.000 manns þurfi á sérhæfðum einka- spítala að halda. Það er talað um að til þess að háskólasjúkrahús standi undir nafni þurfi upptökusvæði að vera ein milljón manns. Ég sé því ekki ástæðu til að dreifa þessum verkefnum meira en orðið er. Ef menn vilja létta álaginu af Landspítala eins og margir hafa nefnt ætti að byrja á því að huga að öldrunarþjón- ustunni. Hún fer ekki vel inni á háskóla- sjúkrahúsi og ætti að fara fram annars staðar en skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða kemur í veg fyrir það.“ Þú nefndir í upphafi lýðheilsu og forvarnir. Hvar viltu leggja áherslurnar? „Lýðheilsa snertir í rauninni svo marga þætti samfélagsins og ákvarðanir stjórn- valda á svo mörgum sviðum hafa áhrif á lýðheilsu. Embætti landlæknis á að sjálf- sögðu að sinna fræðslu um heilbrigðan lífsstíl, mataræði og slíkt og stjórnvöld geta stutt við það eða unnið gegn því með ákvörðunum um skattlagningu á ákveðna matvöru og þjónustu. Hér á vegum embættisins er verið að vinna að verkefni sem heitir lýðheilsustefna og á að vera leiðbeinandi fyrir stjórnvöld varðandi all- ar stefnur þess og ákveðin verkefni. Hvað varðar forvarnir hafa skimanir verið í umræðunni undanfarið og verður á vegum embættisins skipað skimun- arráð sérfræðinga sem ákveður hvernig skimunun skuli háttað og á hvað skuli leggja áherslu, hvaða hópa eigi að skima, hverjir eigi að sjá um framkvæmdina og hvernig eigi að framkvæma.“ Þú nefndir skattlagningu og aðgengi. Þá kemur strax upp í hugann frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum. „Mín afstaða byggir algjörlega á sjón- armiðum lýðheilsu og það er vitað að með auknu aðgengi að áfengi eykst neyslan. Það er margbúið að sýna fram á það. Að- gengi, verðlagning og auglýsingar eru mikilvægustu þættirnir sem hafa áhrif á neyslu og ég er algjörlega á móti því að áfengi verði selt í verslunum af þessari ástæðu. Við þekkjum nú þegar afleiðingar af neyslu áfengis. Áfengi er hluti af tilurð fjölda krabbameina, auk annarra sjúk- dóma, og síðan eru áhrif áfengisneyslu vegna ofbeldis og slysa gríðarlega kostn- aðarsöm fyrir samfélagið, svo ekki sé minnst á harmleikina sem slíku fylgja. Embætti landlæknis hefur alltaf lagst gegn rýmkaðri sölu áfengis og það mun ekki breytast meðan ég er hér.“ Að lokum, hvenær fórstu að hugsa um þetta embætti? „Það er nú ekki svo langt síðan, það hafa aðilar nefnt þetta við mig síðustu árin en ég tók nú ekki ákvörðun fyrr en auglýsingin birtist en þá fékk ég hvatn- ingu víða að sem ég er afskaplega þakklát fyrir. Hins vegar sagði Sigrún Gísladóttir, sem er ekkja Guðjóns Magnússonar sem kenndi mér í lýðheilsu- og stjórnunarnám- inu, blessuð sé minning hans, mér að hann hefði nefnt það við sig fyrir 10 árum að hann sæi mig í þessu embætti. Hún sagði mér frá þessu á dögunum og það þótti mér sérstaklega vænt um að heyra enda Guðjón heitinn fyrirmynd.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.