Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 46
266 LÆKNAblaðið 2018/104 Hjalti Már Björnsson bráðalæknir og Unnur Steina Björnsdóttir ofnæmis- læknir hafa undanfarið unnið í starfs- hópi að þýðingu og útgáfu á íslensku á alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum við bráðaofnæmiskasti. Þau segja mikil- vægt að allir læknar kynni sér leiðbein- ingarnar þar sem bráðaofnæmiskast sé sjúkdómur sem flestir læknar þurfi ein- hvern tíma að fást við. „Að baki þessum leiðbeiningum liggur sú staðreynd að nánast allir læknar lenda einhvern tíma í því að meðhöndla einstak- ling með bráð ofnæmiseinkenni. Hér hafa verið í notkun leiðbeiningar sem voru unnar í kringum síðustu aldamót en árið 2011 tók Alheimssamband ofnæmislækna (World Allergy Organization – WAO) sig saman og skrifaði leiðbeiningar sem voru síðan samþykktar af sennilega öllum landsfélögum í ofnæmisfræðum í heim- inum. Við höfum nánast aldrei sé slíka breiðfylkingu landsfélaga sem hefur sett nafn sitt við sömu leiðbeiningarnar. Okkur hér á Íslandi í Félagi íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna og Félagi bráðalækna þótti því nauðsynlegt að þýða þessar leiðbein- ingar og kynna þær hér á landi, að fengnu leyfi WAO,“ segir Hjalti Már. „Leiðbeiningarnar eru dálítið öðruvísi uppsettar en aðrar leiðbeiningar vegna þess að þær eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar er fjallað um hvernig maður greinir bráðaofnæmiskast og hins vegar hvernig það er meðhöndlað. Þetta er dá- lítið snúinn sjúkdómur og það er auðvelt að þekkja dæmigerðu einkennin en til eru óvenjulegar birtingarmyndir sem geta samt verið hættulegar. Með þessum leið- beiningum vonumst við til að betur gangi að finna þá sem eru með bráðaofnæm- iskast en hins vegar líka að forða þeim frá meðferð sem eru með svipuð einkenni en af öðrum toga, til dæmis vegna þinu eða ofsabjúgs. Bráðaofnæmiskast þarf að upp- fylla ákveðin skilmerki sem er lýst nánar í leiðbeiningunum en byggir yfirleitt á að einkenni séu frá að minnsta kosti tveimur líffærakerfum. Í þessum leiðbeiningum er lögð enn meiri áhersla en áður á að auka notkun adrenalíns við bráðaofnæmiskasti. Á adrenalín ávallt að vera fyrsta úrræði þegar brugðist er við bráðaofnæmiskasti. Það hefur tíðkast hér sem annars staðar að nota antihistamín og stera sem fyrstu meðferð en þessar leiðbeiningar leggja áherslu á notkun adrenalíns sem fyrstu meðferð. Við höfum séð nýleg dæmi þar sem einstaklingar í bráðaofnæmiskasti koma í sjúkrabíl þar sem ekki er til adrenalín- penni eða bráðaliðarnir hafa ekki treyst sér til að nota pennann sem fyrstu með- ferð við bráðaofnæmiskasti. „Einnig er minni áhersla lögð á að gefa andhistamín eða stera við bráðaofnæmiskasti, enda hefur ekki verið sýnt fram á að sú meðferð bæti horfur eða einkenni sjúklinga með bráð einkenni,“ segir Unnur Steina. „Í leiðbeiningunum er einnig búið að endurskíra sjúkdóminn anaphylaxis á íslensku og hann heitir nú bráðaofnæm- iskast í stað eldra heitisins bráðaofnæm- islost. Að okkar mati er rangt að nota heitið bráðaofnæmislost sem samheiti yfir „anaphylaxis“ þar sem lost er sérstakt ástand sem getur stafað af ýmsum ástæð- um og einkennist af ónógu blóðflæði til að viðhalda líkamsstarfseminni. Til þess aðgreina þetta þá tölum við um bráðaof- næmiskast sem „anaphylaxis“ en ef það veldur síðan losti er það orðið bráðaof- næmislost,“ segir Hjalti Már. „Leiðbeiningarnar eru settar fram á mjög myndrænan hátt svo það á að vera auðvelt fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn að kynna sér bæði hvernig greina á bráða- ofnæmiskast og hvernig á að meðhöndla það. Leiðbeiningarnar verða settar á vef bæði Embættis landlæknis og Landspítala og við viljum hvetja allt heilbrigðisstarfs- fólk til að kynna sér þessar leiðbeiningar og mælumst til þess að þær séu hengdar upp þar sem líklegt er að þetta geti komið fyrir. Einnig ættu allir heilbrigðisstarfs- menn sem geta þurft að sinna þessu bráðavandamáli að fara yfir einu sinni á ári hvernig bregðast skuli við. Við viljum líka auka útbreiðslu á þessari þekkingu með því að útbúa fyrirlestur um þetta efni sem heilbrigðisstarfólk getur hlaðið niður og notað til kynningar og fræðslu á sínum vinnustað,“ segir Unnur Steina. Epi-penninn er fyrsta úrræðið við bráðaofnæmiskasti ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Mynd úr klínísku leiðbeiningunum um bráðaofnæmi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.