Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2018/104 263 B R É F T I L B L A Ð S I N S andi. Það er mikilvægt í innlögnum eða í öðrum aðstæðum þar sem margir koma að málum að hafa það skýrt hver er með upplýsingagjöf, því það fylgir einhverfu að eiga í erfiðleikum með að leita eftir upplýsingum og hjálp. Sé óljóst hver fari með upplýsingagjöf eykur það ófyrirsjá- anleika og kvíða. Einnig þarf að muna að einhverfir foreldrar sem eiga barn í inn- lögn þurfa þessar upplýsingar og þá gæti líka verið gagnlegt að gefa þeim yfirlit yfir vaktir þannig að þeir viti hver er á vakt hvenær og þá við hvern á vaktinni þeir eigi að ræða.7 Samskiptavandi Stundum gerist það að samskipti heil- brigðisstarfsmanna og sjúklings eða að- standanda á einhverfurófinu lenda í öng- stræti. Ein ástæða fyrir slíku er hvað fólk á einhverfurófinu er lausnamiðað. Sumir vilja ekki ræða vandamál eða lýsa þeim heldur einfaldlega fá lausn á vandanum.3 Þeir mæta því stundum til lækna og eru búnir að greina vanda sinn og skilja ekki af hverju læknirinn spyr þá spurninga og vill ræða málin. Það er ekki hægt að gefa sér að einstaklingar skilji þörf á mismuna- greiningu eða öðrum ástæðum fyrir því að leysa ekki meint vandamál strax. Ef þetta kemur upp er einfaldast að útskýra af hverju þarf að spyrja spurninga og ræða málin. Heilbrigðisstarfsmenn eiga oft sam- skipti við mæður á einhverfurófi en ein helsta ástæðan fyrir því að vandamál koma upp í samskiptum heilbrigðisstarfs- manna og mæðra á einhverfurófi er að konur sýna önnur einhverfueinkenni en karlar. Þær sýna mjög mikla yfirborðs- færni þannig að það er auðvelt að útskýra hegðun þeirra með öðru en einhverfu- einkennum. Þannig er hegðun mæðra á einhverfurófinu oft túlkuð sem frekja og stjórnsemi, ímyndunarveiki, fjandsemi eða óeðlilegt kaldlyndi. Í töflu II er farið yfir helstu atriði sem geta valdið misskiln- ingi og hvernig gagnlegri túlkun á hegðun móður er möguleg. Það er mjög mikilvægt ef eitthvað er að í samskiptum heilbrigðis- starfsmanns og móður á einhverfurófinu að heilbrigðisstarfsmaðurinn skoði vel hvort hann sé að rangtúlka hegðun móð- urinnar. Það að koma á fyrirsjáanleika og jákvæðu viðhorfi til móður getur lagað erfiðar aðstæður.7 Hér hefur verið farið yfir nokkur atriði sem geta gagnast heilbrigðisstarfsmönn- um í samskiptum við einstaklinga á einhverfurófinu. Nýleg sænsk rannsókn sýndi fram á að fólk á einhverfurófi deyr frekar fyrir aldur fram en aðrir.10 Ekki er ljóst af hverju það er. Það er hins vegar ljóst að sökum hárrar ótímabærrar dánartíðni þarf fólk á einhverfurófi góða heilbrigðisaðstoð. Það er því mikilvægt að gera samskipti við fólk á einhverfurófi við heilbrigðisstarfsmenn eins ánægjuleg og auðveld og kostur er. Heimildir 1. Tint A, Weiss JA. A qualitative study of the service experiences of women with autism spectrum disorder. Autism 2017: 1362361317702561. 2. Buckley C. Consulting with a patient with autism. InnovAiT: Education and inspiration for general practice. 2016. 3. Hill E, Berthoz S, Frith U. Brief report: cognitive processing of own emotions in individuals with autistic spectrum disorder and in their relatives. J Autism Dev Disord 2004; 34: 229-35. 4. Garfinkel SN, Tiley C, O'Keeffe S, Harrison NA, Seth AK, Critchley HD. Discrepancies between dimensions of inter- oception in autism: Implications for emotion and anxiety. Biol Psychol 2016; 114: 117-26. 5. Scottish Women with Autism - Swan. A guide for health professionals working with women with autism. autism- networkscotland.org.uk/files/2012/10/SWAN-HP-Flyer- FINAL.pdf - nóvember 2017. 6. Brook K. Supporting autistic parents. network.autism. org.uk/knowledge/insight-opinion/supporting-autistic- -parents - október 2017. 7. Blakemore M, Robertson G. The Experience of Autistic Women and Motherhood. Asia Pacific Autism Conference - APAC 2017, 2017 Sept 7-9; Sydney, Ástralíu. 8. Baron-Cohen S, Leslie AM, Frith U. Does the autistic child have a “theory of mind”? Cognition 1985; 21: 37-46. 9. Sinha P, Kjelgaard MM, Gandhi TK, Tsourides K, Cardinaux AL, Pantazis D, et al. Autism as a disorder of prediction. Proc Nat Acad Sci U S A 2014; 111: 15220-5. 10. Hirvikoski T, Mittendorfer-Rutz E, Boman M, Larsson H, Lichtenstein P, Bölte S. Premature mortality in autism spectrum disorder. Br J Psychiatr 2016; 208: 232-8. Tafla II. Það sem úrskeiðis getur farið í samskiptum við einhverfar mæður, byggt á upplýsingum frá Geraldine Robertson.7 Það sem þú upplifir sem heilbrigðisstarfsmaður Gagnlegri sýn Samskiptamáti hennar kemur í veg fyrir að gott meðferðarsamband myndist. Hún á erfiðleikum með félagsleg tjáskipti. Hún æpir og framkoma hennar er árásargjörn. Hún á í vandræðum með að stjórna raddstyrk sínum og skilur ekki hvernig þú upplifir framkomu hennar og breytir því ekki framkomu sinni í samræmi við það. Hún hefur ekki myndað eðlileg tilfinningatengsl við barn sitt á einhverfurófinu. Hún er að bregðast eðlilega við þörfum einhverfs barns síns. Hún virðist ekki hafa áhuga á því sem er að gerast. Hún er „frosin“ af kvíða. Hún er að skálda upp veikindi eða leggur ofuráherslu á veikindi. Hún er að reyna að skilja hvað hrjáir barn hennar. Hún er of stjórnsöm. Hún þarf fyrirsjáanleika og þar sem hann er ekki til staðar reynir hún að koma honum á. Hún vill ekki þiggja hjálp. Hún skilur ekki ferlið sem er í gangi og á erfitt með að skilja hvar og hvernig þátttöku hennar er krafist. Tafla I. Almennar leiðbeiningar um viðtöl við fólk á einhverfurófi.6 Talaðu rólega og skýrt og notaðu stuttar setningar. Spurðu beinna og lokaðra spurninga – forðastu að gefa of mikið val eða of miklar upplýsingar í einu. Bíddu eftir svörum við spurningum. Endurtaktu þig ekki og ekki umorða spurninguna. Skortur á augnsambandi þarf ekki að þýða að sjúklingurinn sé ekki að hlusta á þig. Notaðu eins bókstaflegt mál og hægt er – það getur verið erfitt fyrir fólk á einhverfurófinu að skilja brandara sem byggja á orðaleikjum, myndlíkingar eða háð. Athugaðu að sjúklingurinn hafi skilið það sem þú sagðir, ekki bara spyrja hvort hann hafi skilið það sem þú sagðir – munnleg færni eða samþykki getur dulið skertan skilning. Útskýrðu hvernig heimsókn, viðtal eða meðferð fer fram. Reyndu að útvega einstaklingnum skriflegar upplýsingar ef það er mögulegt. Í lok viðtals skaltu taka saman hvað á að gera, helst á skriflegu formi. Ef um endurkomu er að ræða er almennt betra að bóka hana strax frekar en að biðja viðkomandi að muna að bóka hana síðar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.