Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 28
248 LÆKNAblaðið 2018/104 Skriðuklaustri var þeim vafalaust bót á tímum þegar litið var svo á að hvers kyns veikindi væru til komin vegna synda mannkyns. Lokaorð Af minjum klaustursins sem grafnar voru upp á árunum 2002- 2012 má ráða að þeir sem stóðu fyrir lækningum í Skriðuklaustri hafi ekki verið eftirbátar samstarfsmanna sinna í öðrum spítala- klaustrum í Evrópu. Aðferðir þar til lækninga voru þær sömu og stundaðar voru ytra. Notast var við heimagerð lyf sem unnin voru úr innfluttum plöntum en líka innflutt meðal eins og kvika- silfur. Þetta var vafalaust það besta sem völ var á. Í Jónsbók er kveðið á um að hreppar og ættingjar ættu að sinna þurfamönnum en það voru sjúkir, fátækir, heimilislausir og örvasa.14 Vegna þessa ákvæðis hefur meginskoðun meðal íslenskra fræðimanna verið sú að klaustrin hafi ekki sinnt þess- um málaflokki. Til stuðnings hefur verið bent á skort á rituðum heimildum um beina þátttöku klaustranna í þurfamannahjálp hérlendis.25-27 Skortur á rituðum heimildum getur þó varla ver- ið staðfesting á því. Uppgröfturinn á Skriðuklaustri sýndi að minnsta kosti, svo ekki verður um villst, að þar var fólki í neyð hjálpað. Engar beinar ritaðar heimildir eru samt til varðveittar um að þurfamenn hafi leitað þangað, eins og til dæmis samn- ingur um vist sjúkra eða umönnun örvasa fólks. Vissulega get- ur reynst örðugt að greina bein fátækra eða heimilislausra úr beinagrindasöfnum, með eins óyggjandi hætti og bein sjúkra og örvasa. Afar ólíklegt er aftur á móti að sumum nauðstöddum hafi verið neitað um vist, á meðan tekið var við öðrum óvinnufærum vegna sjúkdóma eða örkumla. Þá má ekki horfa fram hjá því sem stóð í reglum klaustranna, eins og til dæmis reglum Ágústínusar sem Skriðuklaustur fylgdi, að þeim bæri að taka við öllum þurf- andi þegnum samfélagsins og gera engan greinarmun þar á.18 Þá eru vísbendingarnar í raun margar aðrar, eins og líkneskið af heilagri Barböru og sérákvæði í samningum um greftrun þeirra sem dóu af sótt í klaustrinu. Frá hinum klaustrunum á Íslandi eru og til varðveittir samningar um vist heilsulausra í þeim og líka talað um gjafir til fátækrahjálpar á vegum klaustranna.4 Það má þannig ljóst vera að tvöfalt heilsuverndarkerfi hafi verið rekið í landinu á miðöldum, rétt eins og víðast var gert meðal kaþólskra í Evrópu. Veraldleg yfirvöld hvöttu landsmenn augljóslega til þess að sinna þurfandi ættingjum að því marki sem kostur var á en klaustrin tóku á hinn bóginn við þeim allra verst settu. Þetta er ekki ólíkt því sem tíðkast í samfélögum nútímans. Ættingjar reyna af fremsta megni að aðstoða veik skyldmenni sín en þegar aðstæður leyfa það ekki lengur, er leitað sérhæfðrar aðstoðar á spítölum, líknardeildum og heimilum fyrir aldraða. Þessi mikilvæga viðbót sem í boði var á kaþólskum tíma hérlendis hvarf við siðaskiptin og lokun klaustranna. Aldir liðu síðan þar til aðstæður þurfamanna breyttust aftur til hins betra. Heimildir 1. Kristjánsdóttir S. Leitin að klaustrunum. Sögufélag/Þjóðminjasafn, Reykjavík 2017. 2. Diplomatarium Islandicum IX/Íslenzkt fornbréfasafn. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1909-1913: 245. 3. Kristjánsdóttir S. Sagan af klaustrinu á Skriðu. Sögufélag, Reykjavík 2012. 4. Diplomatarium Islandicum VII/Íslenzkt fornbréfasafn. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1909-1913. 309-10. 5. Gilchrist R, Sloane B. Requiem. The Medieval Monastic Cemetery in Britain. Museum of London Archaeological Service, London 2005: 63; 205-6. 6. Zoëga G. Fornmeinafræðileg rannsókn á fimm beinagrindum úr klausturgarðinum á Skriðu. No. 23, 29, 30, 33 og 43’ (report, 2007). Byggðasafn Skagfirðinga, Sauðárkrókur. 7. Pacciani E. Anthropological description of skeletons from graves no. 4, 62, 63, 65, 66, 67 and 68 at Skriðuklaustur Friary (report, 2006). Skriðuklaustursrannsóknir, Reykjavík. 8. Pacciani E. Anthropological description of skeletons from graves no. 5, 17, 27, 34, 54, 74, 75 and 80 at Skriðuklaustur Friary (report, 2008). Skriðuklaustursrannsóknir, Reykjavík. 9. Pacciani E. Anthropological description of skeletons from graves no. 83, 84, 85, 87, 88, 95, 96, 97 and 99 at Skriðuklaustur Friary (report, 2009). Skriðuklaustursrannsóknir, Reykjavík. 10. Pacciani E. Anthropological description of skeletons from graves no. 123, 124, 125, 126, 127, 128, 129, 130, 131, 132, 133, 134, 135, 136, 141, 142, 143, 145 and 146, at Skriðuklaustur Friary (report, 2010). Skriðuklaustursrannsóknir, Reykjavík. 11. Collins C. An Osteological Analysis of the Human Remains from the 2009 Excavation Season at Skriðuklaustur, East Iceland (report 2010). Skriðuklaustursrannsóknir, Reykjavík. 12. Collins C. An Osteological Analysis of the Human Remains from the 2010 Excavation Season at Skriðuklaustur, East Iceland (report 2011). Skriðuklaustursrannsóknir, Reykjavík. 13. Sundman EA. Osteological Analysis of the Human Remains – Skriðuklaustur 2011 (report, 2011). Skriðuklaustursrannsóknir, Reykjavík. 14. Kristjánsdóttir S. Poisoned Arrows of Amor. Scand J History 2011; 36: 406-18. 15. Kristjánsdóttir S, Collins C. Cases of Hydatid Disease in Medieval Iceland. Int J Osteoarchaeology 2011; 21: 479-86. 16. Pacciani E. Anthropological description of skeletons from graves no. 123, 124, 125, 126, 127, 128, 129, 130, 131, 132, 133, 134, 135, 136, 141, 142, 143, 145 and 146, at Skriðuklaustur Friary (report, 2010): 23-30. Skriðuklaustursrannsóknir, Reykjavík. 17. Sundman EA. Osteological Analysis of the Human Remains – Skriðuklaustur 2011 (report, 2011): 24, 50, 66-151. Skriðuklaustursrannsóknir, Reykjavík. 18. Ágústínusarreglur. Í fylgiriti Múlaþings 33 í þýðingu Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur (2006): 114-20. 19. Kristjánsdóttir S, Larsson I, Åsen PA. The Icelandic Medieval Monastic Garden – Did it Exist? Scand J History 2014; 39: 560-79. 20. Walser JW, Kristjánsdóttir S, Gowland R, Desnica N. Mercurial Medicine: Investigating the use of mercury as a treatment for syphilis in medieval Iceland. Int J Osteoarchaeology (in print). 21. Rasmussen KL, Skytte L, Ramseyer N, Boldsen JL. Mercury in soil surrounding medieval human skeletons. Heritage Sci 2013; 1: 16. 22. Rasmussen KL, Skytte L, Pilekær C, Lauritsen A, Boldsen JL, Leth PM, et al. The distribution of mercury and other trace elements in the bones of two human individuals from medieval Denmark – the chemical life history hypothesis. Heritage Sci 2013; 1: 10. 23. Rasmussen K, Skytte L, Jensen A, Boldsen J. Comparison of mercury and lead levels in the bones of rural and urban populations in Southern Denmark and Northern Germany during the Middle Ages. J Archaeol Sci Rep 2015; 3: 358-70. 24. Ólafsson D, Jónsson M, Magnússon SG (ritstj.). Jónsbók. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2004. 25. Þorláksson H. Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds. Saga Íslands VI. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2003: 124-41. 26. Guttormsson L, Kjartansson HS. Siðaskiptin og fátækraframfærslan. Athugasemdir í tilefni af nýlegum útleggingum. SAGA 2014; LII (1): 119-43. 27. Guðmundsson GJ. „Item fatige folck ... j vett smor“. Nokkur álitamál varðandi fátækrahjálp eftir siðaskipti. SAGA 2017; LV( 2): 177-86. Mynd 7. Hnífur til að taka fólki blóð, fundinn í rústum Skriðuklausturs. Það var gert til lækninga og almennrar heilsubótar. Eins var blóðtaka talin vera áhrifarík leið til að hreinsa sig af syndum (mynd: Giuseppi Venturini, nr. 2003-36-498).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.