Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2018, Qupperneq 39

Læknablaðið - 01.05.2018, Qupperneq 39
LÆKNAblaðið 2018/104 259 Í framfarasamfélögum víða um heim virðist allri leiðsögn snúið á hvolf og sið- venjum kastað fyrir róða. Það sem áður sneri upp snýr nú niður. Hjarðir allt eins leiddar af kálfum. Fullorðið fólk situr eins og barðir hundar undir yfirgangi og ósvífni afkvæma sinna og mælir hér einn iðrandi syndari. Í leiðsagnarleysi nútímans vex úr grasi fjöldi meðalskussa sem hafa heyrt það alla sína tíð að þeir séu Guðs útvaldir snillingar. Persónuleg þægindi í valfrjálsum og þjáningarlausum heimi er krafa ofar öllum kröfum. Í slík- um heimi fær hinn frómi gyðingur aldrei hljómgrunn með þá skoðun að reglufesta með tilheyrandi þjáningum sé ekki bara mikilvægur hluti lífsins heldur búi þar lífið sjálft! Er hægt að ræða af einhverri stillingu við fólk sem ekki þekkir slíkan hugarheim og útskýra að umskurður sveinbarna sé kjarni umfangsmikils aga- kerfis sem krefst þess að ungum sé það allra best að sverjast til samfélags með kostum og göllum og hlíta afdráttarlausri leiðsögn þeirra sem á undan ganga. Ég hljóp framhjá Kaffivagninum og út á Granda. Við norðvesturhorn hans stóð kunningi minn og reykti. Hann er fyrrum fréttamaður og glöggur samfélagsrýnir. Á leið minni að Þúfunni hafði lostið niður í höfuð mér vitrun líkt og hjá Páli forðum. Vitrunin var í formi rökleiðslu sem var nokkurn veginn á þessa leið: Það er óvit- laust að blíðka almættið í hvikulum og óvissum heimi. Slík er veröld akuryrkju- manna, hirðingja og veiðimanna. Mann- fórnir eru sennilega ævaforn siður til þess að sýna staðfastan ásetning og freista þess að lenda gæfumegin í lífinu. Það getur þó ekki verið sjálfbær gjörningur að fórna lífi sonar. Með slíkri flónsku kæm- ist erfðaefnið aldrei spönn frá rassi. Hér mundi í staðinn duga að fórna einhverjum táknrænum parti sonarins og sýna um leið staðfestu. Ekki er verra að slík fórn snerti mikilvægan líkamshluta og hver fer nær því en sproti og stafur erfðaefnisins. Umskurð tel ég því ígildi sonarfórnar Abrahams þótt í smáu sé. Þessum kunningja mínum, við Kaffi- vagninn, trúði ég umsvifalaust fyrir vitr- un minni og honum fannst ég þyrfti að skrifa um hana lærða ritgerð. Ég spurði hvort hann myndi styðja afstöðu mína og röksemdafærslu ef hún birtist sjónum al- mennings. Ég taldi fullvíst að afstaða mín gæti valdið miklu uppnámi í íslensku sam- félagi. „Munt þú verja hana með lífi þínu?“ spurði ég. Hann hikaði við og sagðist fyrst ætla að klára sígarettuna og máltíðina áður en hann hugleiddi að gangast undir svo bindandi sáttmála. B R É F T I L B L A Ð S I N S Dagskrá mótaraðarinnar ❍ 18. maí Hvaleyrarvöllur, Hafnarfirði ❍ 29. júní Hlíðavöllur, Mosfellsbæ ❍ 25. júlí Brautarholtsvöllur, Kjalarnesi ❍ 31. ágúst Leirdalsvöllur, Garðabæ Mynd úr langri golfsögu lækna, tekin sólarmegin í lífinu í Skotlandi. Á myndinni eru vanir menn, frá vinstri: RÞ, SH, FV, SJ, MJ, PS, ÓE, GB, BG, RS, KJ, ÓZÓ. Úr myndasafni Ólafs Z. Ólafssonar. Félagsmenn Læknafélags Íslands sem spila golf ættu að gleðjast því golf- mótaröðin 2018 verður enn veglegri en áður. Fjögur golfmót verða haldin á árinu, á fjórum frábærum golfvöllum. Mótaröðin hefst í maí á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili, júnímótið verður í Mosfellsbæ hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, í júlí verður mót á Kjalarnesi hjá Golfklúbbnum Brautarholti og lokamótið verður í Garðabænum hjá Golfklúbbi GKG. Allir keppendur fá teiggjafir. Veglegir vinningar verða í boði fyrir efstu sætin. Nánari upplýsingar þegar opnað verður fyrir skráningu. GOLF LÍ Í SUMAR

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.