Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 26
246 LÆKNAblaðið 2018/104 Skriðuklausturs kom frá einum af stofnendum þess, Halldóri ríka. Hann gaf því enn fremur umtalsvert af lausafé. Verðmæta gripi fékk það líka snemma að gjöf. Ein slíkra gjafa barst strax árið árið 1494 frá hjónum tengdum stofnandanum, Sesselju Þor- steinsdóttur, en í gjöfinni voru, fyrir utan þrjár jarðir, gylltar kertapípur, glóðarker, nisti og gullhringur.4 Í gjafabréfinu, sem er í raun erfðaskrá hjónanna, er heitið á þetta nýja klaustur og heilaga Barböru vegna svarta dauða sem þá hafði gosið upp á ný í landinu, eftir tæplega aldarlangt hlé.4 Líkneski af Barböru fannst síðan við uppgröftinn á rústum klaustursins en á hana mátti heita til varnar gegn sótthita (mynd 1). Hún hefur því gegnt mikilvægu hlutverki fyrir spítalann þar.3 Hvaða sjúkdómar hrjáðu fólk sem dó í spítalanum á Skriðuklaustri? Svarti dauði kemur ítrekað fyrir í heimildum tengdum stofnun Skriðuklausturs en það kann að vera að þessi mannskæði sjúk- dómur hafi ýtt á opnun klausturspítala fyrir austan. Það var einnig eftir langvarandi hörmungar af ýmsu tagi. Svarti dauði hefur raunar ekki verið greindur á mannabeinum úr kirkjugarði klaustursins enn sem komið er en aðeins er hægt að greina hann með DNA-greiningum og það hefur ekki verið gert ennþá. Sjúk- dómar sem draga fólk til dauða á skömmum tíma, eins og svarti dauði gerði, skilja sjaldnast eða aldrei eftir sig sýnileg einkenni á beinum. Það gera aðeins sjúkdómar sem hrjá fólk í langan tíma. Enda þótt svarti dauði hafi ekki verið greindur í beinagrinda- safninu frá Skriðuklaustri má segja að flestir – ef ekki allir – þeir kvillar sem gengu meðal Evrópubúa hafi fundist þar. Um er að ræða smitsjúkdóma, jafnt sem meðfædda fötlun, áverka vegna áfalla, líkamsmeiðinga eða slysa. Þar á meðal má helst nefna sárasótt (bæði áunna og meðfædda), sullaveiki og berkla, einnig hörgulsjúkdóma eins og beinkröm og skyrbjúg. Líka krabba- mein, klofinn góm og erfðasjúkdóminn Pagets. Þá eru áberandi alvarlega hamlandi beinbrot sem hafa valdið skerðingu á hreyfi- getu eða lömun en einnig dauða. Í sumum tilvikum hafði slit í tönnum valdið alvarlegum sýkingum í gómi. Kona nokkur hafði látist vegna ítrekaðra höfuðhögga með eggvopni og önnur lifað lömuð upp að brjósti um nokkurt skeið. Ungur maður hafði lifað með brotin herðablöð í nokkra daga en látist síðan af völdum áverkanna (mynd 3). Unglingur með klofinn góm hafði búið við langvarandi barsmíðar til unglingsaldurs en fengið greftrun í kirkjugarði klaustursins (mynd 4). Hann hefur varla getað lifað af bernskuna án mikillar aðstoðar við að næra sig. Svona mætti lengi telja en öll hafa þau verið óvinnufær vegna veikinda sinna og því varla unnið fyrir vistinni í klaustrinu.3,6-13 Af beinagrindasafninu má ímynda sér að sárasóttin hafi leikið fólk verst en að minnsta kosti 19 beinagrindur báru skýr merki hennar, mörg hver langt gengin og alvarleg. Svo dæmi sé tekið var gat komið í höfuðkúpu ungrar konu sem var með áunna sárasótt en sárin (caries sicca) sem sóttin myndar á húð grafa sig smám saman inn í beinin ef ekkert er að gert (mynd 5). Þegar sjúkdómurinn nær þessu síðasta stigi sínu af fjórum koma oft í ljós fylgikvillar eins og geðveiki og hjartasjúkdómar. Önnur kona á þrítugsaldri hafði augljóslega verið þakin sárum og hrúðri áður en yfir lauk, en hægt er að lifa með sjúkdóminn í allt að 30 ár. Dæmi eru um meðfædda sárasótt í beinagrindasafninu en Mynd 5. Gat hafði komið í höfuðkúpu ungrar konu sem var með áunna sárasótt en sárin sem henni fylgja geta étið sig í gegnum húð og inn í bein. Þegar talað er um áunna sárasótt er átt við smit við kynmök. Þegar barn fæðist með sárasótt er hins vegar talað um meðfædda sárasótt. Hægt er að greina þarna á milli af því að smit í móðurkviði kem- ur síðar fram á tönnum hinna sárasóttarsjúku en þær verða skörðóttar. (Mynd: Steinunn Kristjánsdóttir, úr gröf 29.) Mynd 4. Dæmi um klofinn góm á beinagrind unglings. (Mynd: Guðný Zoëga, úr gröf 22.) Mynd 3. Brotið herðablað úr beinagrind ungs manns sem jarðaður var í kirkjugarði Skriðuklausturs. (Mynd: Guðný Zoëga, úr gröf 43.)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.