Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 14
Rannsókn frá Svíþjóð3 sýnir að nýgengi berkla hjá iktsýkisjúk- lingum á TNFα-hemlum lækkaði um allt að 70% eftir að skimun var tekin upp og önnur rannsókn hefur sýnt að hættan á berklum er allt að sjöföld ef skimunar- og meðferðarráðleggingum er ekki fylgt í þessum sjúklingahópi.17 Því má áætla að nýgengi væri mun hærra í hópnum ef hann hefði ekki verið skimaður og fengið varn- andi meðferð þegar þörf var á. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi berklaveiki hjá iktsýkisjúklingum sem eru á TNFα-heml- um í Svíþjóð var 37/100.0003 og í Grikklandi var talan 449/100.000.18 Þessar tölur eru ekki fyllilega samanburðarhæfar við niðurstöður þessarar rannsóknar þar sem okkar niðurstöður ná yfir sjúklinga með iktsýki, hrygggikt og sóragigt, á meðan í þessum rannsókn- um eru iktsýkisjúklingar eingöngu viðfangsefnið en þær gefa þó vísbendingu um stöðuna hér á landi samanborið við önnur lönd. Í þessu sambandi er rétt að árétta að enginn sjúklingur með iktsýki greindist með berklaveiki eftir meðferð með TNFα- hemlum hér á landi á þessu 15 ára rannsóknartímabili. Athygli vekur að allir þrír sem veiktust af berklum á rann- sóknartímanum hafa greininguna sóragigt og vekur það spurn- ingar um hvort þennan sjúklingahóp þurfi að skima sérstaklega. Þegar jákvæðu berklaprófin eru skoðuð kemur í ljós að sjúklingar með sóragigt voru ekki með hlutfallslegra hærra berklasmit miðað við iktsýki- eða hrygggiktarsjúklingana. Það kemur einnig í ljós að það er aðeins eitt tilfelli sem veikist innan 8 mánaða frá því að meðferð með TNFα-hemli hófst. Ekki lágu fyrir öruggar upplýsingar um hversu mörg þeirra sem greind voru með dulda berkla, það er voru með jákvætt húðpróf við skimun, fengu varnandi lyfjameðferð eða hvernig þau voru meðhöndluð en þó er hægt að fullyrða að ekkert þeirra þróaði með sér berklaveiki eftir að líftæknilyfjameðferðin hófst. Í þessu sambandi er rétt að árétta að þeir þrír einstaklingar sem greindust með berklaveiki meðan á TNFα-meðferðinni stóð voru með neikvætt Mantoux-próf við upphaf meðferðar. Sykursterar auka hættuna á falskt neikvæðu Mantoux-prófi þar sem sterar bæla niður bólguviðbragðið sem kemur fram við prófið og ráðleggur Miðstöð sjúkdómavarna í Bandaríkjunum (Centers for Disease Control and Prevention) að tekið sé tillit til þessa við túlkun berklaprófa og að við þessar aðstæður sé unnt að túlka 5 millimetra þrota sem jákvætt próf.19 Þar kemur einnig fram að 5 mm þroti sé jákvætt próf hjá einstaklingum meðhöndluðum með TNFα-hemlum en í rannsóknarhópnum voru dæmi um að berklaskimun var framkvæmd eftir að meðferð var hafin. Sjaldn- ast var skráður aflestur berklaprófs í millimetrum í sjúkraskrá þessara einstaklinga, heldur aðeins túlkunin, það er jákvætt eða neikvætt. Á heimasíðu Embættis landlæknis koma fram tilmæli þar sem gert er ráð fyrir að þroti undir 10 millimetrum sé túlk- aður sem neikvætt próf.20 Það er óljóst hvaða viðmið voru notuð við túlkun prófanna hér á landi. Líklegt er að einhver þeirra sem skimuð voru séu með falskt neikvæð próf, það er þrota minni en 10 mm vegna meðferðar með sykurstera og eða TNFα-hemils þegar skimun var framkvæmd. Í okkar rannsókn fundust ekki dæmi um að niðurstöður úr myndgreiningu leiddu til gruns um virka berkla, en í ljósi þess að hægt er að vera með falskt neikvætt Mantoux-próf er mikilvægt að allir séu einnig skimaðir með myndgreiningu af lungum áður en meðferð með TNFα-hemlum hefst. Helsti styrkur rannsóknarinnar er að notast er við gagna- grunna sem ná yfir heila þjóð. Áætlað hefur verið að yfir 95% allra þeirra einstaklinga sem fengið hafa TNFα-hemlameðferð vegna gigtarsjúkdóma hér á landi séu skráðir í ICEBIO. Þá eru berkla- tilfelli tilkynningarskyld og ætla má að flestir eða allir sem eru á meðferð með TNFα-hemlum og andast vegna skyndilegra veik- inda séu krufðir en ógreind berklatilfelli ættu því að koma fram þar. Við teljum okkur því hafa náð öllum berklatilfellum inn í rannsóknarhópinn. Helstu annmarkar rannsóknarinnar eru að ekki var leitast við að skilgreina nákvæmlega hversu lengi einstaklingar voru á TN- Fα-hemla meðferðinni. Þetta þýðir að nýgengi berkla í rann-sókn- arhópnum gæti í raun verið hærra þar sem þessi aðferðafræði býður upp á að lengd tímabils sem sjúklingum er fylgt eftir sé of- metin. Ekki var heldur leitast við að útiloka aðra áhættuþætti sem aukið geta hættuna á berklaveiki. Rannsóknarhópurinn er einnig lítill, þó að hann nái yfir allt landið, sem þýðir að hvert berklatil- felli veldur miklum sveiflum í niðurstöðum. Nýgengi berkla í rannsóknarhóp okkar er hærra en rannsókn- ir frá Svíþjóð hafa sýnt.3 Það verður að túlka þennan mun mjög varlega vegna þeirra takmarkana á rannsókninni sem rædd eru hér að framan. Hins vegar vekur samanburður á niðurstöðum frá berklaskimun fyrir meðferð og skráningu í Berkli spurningar um hvort ástæða sé til að endurskoða skimunarferlið á Íslandi. Klínískar leiðbeiningar fyrir meðferð iktsýki í Noregi10 mæla með skimun fyrir berklum með blóðprufum, til dæmis með QuantiFER- ON®-TB gold In-Tube-prófinu, og notast við þau í stað Mantoux- prófa. Þessi próf minnka líkurnar á falskt jákvæðum prófum þar sem þau svara neikvætt við ódæmigerðum berklabakteríum og BCG-bólusetningum. Eins gætu þessi próf hugsanlega minnkað líkurnar á falskt neikvæðum prófum þar sem bólgusvar er skert vegna undirliggjandi sjúkdóms og lyfjameðferðar. Það virðist því auka gæði skimunarinnar til muna að taka upp notkun á þessu prófi. Mikilvægt er að skráning á niðurstöðum berklaprófa og fram- kvæmd þeirra sé stöðluð og því er ef til vill nauðsynlegt að einn eða fáir aðilar hér á landi sjái um framkvæmd skimuninnar til að auka gæði þjónustunnar. Ennfremur mæla höfundar með að IGRA verði tekið upp við skimun í völdum tilfellum fyrir meðferð með TNFα-hemlum samhliða Mantoux-prófun. Hins vegar er óljóst um ávinning samhliða skimun, en það gæti mögulega minnkað lík- ur á falskt neikvæðum prófum, ef skilyrt er að svörun við báðum prófum sé neikvæð. 234 LÆKNAblaðið 2018/104 R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.