Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2018/104 261 Áfengisnotkun og neysla lyfja getur einnig orðið sumum að fótakefli og þá reynist læknum sérlega erfitt að leita sér aðstoðar. Þeir óttast umtal og glatað traust og því er mjög mikilvægt að bjóða þeim úrræði þar sem þeir upplifa sig örugga. Í Noregi hefur verið sett á laggirnar sérstök lækningamiðstöð fyrir lækna þar sem þeir geta leitað sér lækninga án þess að slíkt sé skráð í almenna sjúkraskrá og þeir njóta fullkomins trúnaðar. Þetta hefur gefið mjög góða raun. Heilsustofnunin í Hvera- gerði hefur bryddað upp á svipuðu kerfi þar sem læknar geta dvalið í aðskildu húsnæði en eru þó þátttakendur í dagskrá með öðrum. Hugsanlega mætti ganga lengra í þessum efnum. Það hefur einnig gefið góða raun að stofna stuðningshópa meðal lækna, þar sem hópurinn kemur saman reglulega og læknarnir geta rætt sín mál í fullkomnum trúnaði. Allt er þetta til umræðu meðal lækna og heilsustyrkur FOSL er eitt lóð á þessar vogarskálar en á undanförnum árum hef- ur orðið róttæk viðhorfsbreyting til starfs- ins meðal yngri lækna en þeir vilja meira jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs, reglur um vinnutíma hafa einnig breyst og yngra fólkið er ekki tilbúið til að vinna heilu og hálfu sólarhringana eins og tíðk- aðist hér stundum áður. Staðreyndin er sú að veikur eða þreyttur læknir er hættu- legur þar sem hann er líklegri til að gera mistök og um það er enginn ágreiningur. Við vitum þetta öll. Góð heilsa lækna er því einstaklega dýrmæt bæði þeim sjálf- um og sjúklingunum. Hluti af vanda lækna er að þeir eru að bauka við að lækna sjálfa sig eða ráðfæra sig óformlega við kunningja í læknastétt, svokallaðar gangalækningar, sem eru mjög óheppilegar og hvort tveggja hefur reynst afar illa,“ segir Gerður Aagot Árna- dóttir heimilislæknir. Tvær leiðréttingar Við mynd Kristjáns A. Einarssonar á bls. 191 í síðasta blaði vantaði nafn læknisins sem er að sprauta starfsmann í álverinu í Straumsvík. Örn Bjarnason fyrrum ritstjóri Lækna- blaðsins hringdi og vakti athygli blaðsins á þessu. Læknirinn er Ólafur Jónsson (1924- 1987) sem var trúnaðarlæknir Búnaðarbankans, Verslunarbankans, álversins og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Í síðasta pistil frá Embætti landlæknis í aprílblaðinu (bls. 208) vantaði eitt mikilvægt orð, það er feitletrað hér: Með gildistöku síðar á árinu verður óheimilt að ávísa ávana- og fíknilyfjum til afgreiðslu hér á landi á pappírsformi. Læknablaðið biðst velvirðingar á þessu. Guð Loks þegar vorið vaknar, veit ég, að hann er til. Guð, sem gaf öllu lífið, en gerði það hættuspil. Fuglarnir fara að verpa, fæðast þá lömbin smá. Gróðurinn tekur að grænka, allt glaðnar um land og sjá. En handan við höf og granda býr haustið með kulda og byl. Allt á sitt upphaf og enda. Af hverju erum við til? 208 LÆKNAblaðið 2018/104 Nýjar reglur um lyfjaávísanir Magnús Jóhannss on læknir magnus@ landlaeknir.is, Anna Björg Aradóttir sv iðsstjóri, Jón Pétur Einarss on lyfjafræðingur, Ó lafur B. Einarsson sérfræðingur F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 2 3 . P I S T I L L Á næstu mánuðu m mun ganga í gi ldi ný reglugerð um lyfj aávísanir og afhe ndingu lyfja nr. 1266/2017 .1 Ýmsar breyting ar eru frá eldri reglugerð og segja má að þ essar nýju reglur veiti l æknum meira aðh ald í lyfjaávísunum e n þær eldri. Þessu m breytingum er æt lað að stuðla að sk yn- samlegri, markvi ssari og öruggari lyfja- notkun í landinu. Stefnt er að því að innan fárra ára v erði allar lyfjaávísanir rafrænar. Þess ve gna eru þær takmarka nir á notkun papp írslyf- seðla (á nýju eyðu blaði; sjá viðauka við reglugerðina) að e inungis má ávísa einu lyfi á hverjum lyf seðli og bara fyrir eina afgreiðslu. Með g ildistöku síðar á á rinu verður að ávísa áv ana- og fíknilyfju m til afgreiðslu hér á la ndi á pappírsform i. Frá 1. september 2018 má aðeins ávísa eftir- ritunarskyldum l yfjum til 30 daga notkun- ar í senn. Nokkrar nýjar tak markanir eru sett ar á lyfjaávísanir. Ef fyrir er gild ávísu n í lyfjaávísanagátt f yrir ávana- og fík ni- lyfi er einungis h eimilt að útbúa að ra ávísun á sama lyf ef ávísað er á ann an styrkleika eða ef f ella á úr gildi gild andi lyfjaávísun og útb úa nýja. Ennfrem ur er einungis heimilt a ð afgreiða metýlfe nídat (ATC flokkur N06 BA04) eða amfeta mín (flokkur N06BA01 ) ef sjúklingur er með gilt lyfjaskírteini frá Sjúkratryggin gum Íslands. Áfram ve rður heimilt að áv ísa lyfjum í síma en þ ó ekki til skömmt unar, ekki ávana- og fík nilyfi og einungis einni pakkningu í senn . Embættinu hafa b orist ábendingar frá heilsugæslulæknu m um að þeir haf i ver- ið settir á lyfjaskí rteini sjúklinga v egna ADHD-greininga sérfræðinga að þ eim for- spurðum. Embæt tið vill benda á að það sé eðlilegt að lækna r séu spurðir áðu r hvort þeir vilji taka að s ér að sjá um ávísa nir ADHD-lyfja. Nok kuð hefur borið á því að fólk sé að fá örvan di lyf umfram há marks- skammta og jafnv el á sama tíma og við- komandi er að fá önnur ávanabind andi lyf sem ekki eru æsk ileg með örvandi lyfjum. Heilsugæslulækn ar sem taka að sé r ávís- anir ADHD-lyfja þurfa að vera tilb únir að stýra meðferð þa nnig að ávísanir f ari eftir klínískum leiðbei ningum. Lengi hefur verið í gildi sú regla að sá sem leysir út eftir ritunarskylt lyf í l yfjabúð þarf að sýna skilr íki og kvitta fyrir mót- töku. Ekki eru næ rri öll ávanabinda ndi lyf eftirritunarsky ld og nokkuð hefu r borið á því að lyf hafi verið svikin út á nafn annarra. Til að hamla gegn slí kri misnotkun er nú tekin upp sú regl a að allir sem leysa út lyf í lyfjabúð, óhá ð lyfi og pakkningastæ rð, skuli sýna skil ríki. Ef grunsemd um misferli vaknar, e ftir að apótek afgreiðir l yfið, er því hægt að fletta upp hver leysti út viðkomandi lyf. Embætti landlæk nis rekur lyfjaáví s- anagátt sem teku r við rafrænum ly fja- ávísunum og held ur utan um afgre iðslur þeirra. Þessi ávísa nagátt tekur við r afræn- um lyfjaávísunum sem læknar send a úr sínum sjúkraskrá rkerfum eða af ve fsvæði Embættis landlæk nis (lyfsedlar.landla eknir. is/). Viðmót lyfjaá vísanagáttar er í s töðugri þróun og ný virkn i verður þróuð og virkj- uð eftir því sem e fni standa til. Ein nig má minna á að almen ningur hefur aðg ang að sinni eigin lyfjasö gu og hvaða lyf v iðkom- andi á óútleyst í g áttinni, á vefsvæð inu heilsuvera.is/ Mjög mikilvægt e r að læknar noti lyfjagagnagrunn landlæknis (lyfjaá vís- anagáttina) sem m est en upplýsinga r þar eru uppfærðar í r auntíma. Þetta er mikil- vægt til að sjá hva ða lyfjum aðrir læ knar eru að ávísa á sjú klinginn, til að fo rðast óheppilegar lyfjab löndur og almenn t til að fá yfirsýn yfir lyfjasögu. Lækna r geta einnig séð hvaða lyf skjólstæðingar þeirra eiga óútleyst í lyf jagátt og geta þeir fellt út sínar ávísanir og annarra lækna ef ástæða er til. Mikilvægi lyfjaga gnagrunnsins er ótvírætt og eins o g áður segir eru l æknar hvattir til að nota hann alltaf þegar til meðhöndlunar sk jólstæðinga kemu r en ónauðsynleg notk un er bönnuð (þa ð að einhverjum sé fle tt upp sem ekki e r til skoðunar/meðhön dlunar hjá viðkom andi lækni) og er Emb ætti landlæknis m eð eftirlitshlutverk g agnvart því. Nú e ru í þróun aðferðir vi ð það eftirlit og er rétt að læknar og heilbri gðisstarfsfólk viti af því. Heimildir 1. reglugerd.is/reg lugerdir/eftir-radu ntum/velferdar- raduneyti/nr/1266 -2017 Ertu með hugmynd að dagskrá fyrir Læknadaga 21.-25. janúar 2019 ? Þeir sem vilja leggj a til efni í dagskrá L æknadaga eru beð nir að fylla út umsóknarblað á inn ra neti Læknafélag sins og senda til Margrétar Aðalstein sdóttur margret@lis .is fyrir 10. maí næs tkomandi. Auðólfur Gunnarsson læknir og höfundur þessa ljóðs sem birt var í aprílblaðinu fann á því smávaxna hnökra í einu erindinu. Þess vegna birtir blaðið ljóðið á ný. Mynd frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.