Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 44
264 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Davíð B. Þórisson sérfræðingur í bráðalækningum, klínískur ráðgjafi heilbrigðis- og upplýsingatæknideild og gæða- og sýkingavarna Landspítala david.thorisson@gmail.com Vinnuhólf er nýjung í Heilsugátt sem mun hafa víðtæk áhrif í heilbrigðiskerfi Íslendinga með því að rafvæða og straum- línulaga flókna verkferla. Vinnuhólf verður brátt hluti af daglegu starfi flestra lækna og því rík ástæða til að kynna hug- myndafræðina að baki og eiginleika þess. Vinnuhólf lokar öryggisleka Læknar verja í dag dýrmætum vinnu- stundum sínum í að smella á músatakka þegar þeir fara yfir fjöldann allan af vinnulistum, til dæmis til að staðfesta rannsóknarniðurstöður, fara yfir skilaboð og afgreiða nótur. Vinnuhólf einfaldar verulega yfirferð allra vinnulista með því að sameina þá alla í einu hólfi (one stop shop) og bæta viðmótið. Með því kemst læknir hraðar yfir og hefur betri yfirsýn yfir öll verkefni dagsins. Þannig er Vinnu- hólf alltaf tómt í lok vinnudags og notandi getur farið heim fullviss um að ekkert hafi gleymst. Fyrir þann sem ekki fer yfir vinnu- listana reglulega er tímasparnaðurinn ekki augljós en skýrist þegar skoðað er hversu mikil vinna fer í að halda utan um lausa enda með tossamiðum, óstaðfestum belgnótum og alls kyns plástrunum - eins og að troða tyggigúmmí í götóttan skips- skrokk. Gleymdar eða týndar niðurstöður geta hæglega kostað mikla aukavinnu og jafnvel valdið óbætanlegu tjóni fyrir sjúk- linga. Atvikaskráningar undanfarinna ára hafa sýnt að þetta vandamál er raunveru- legt og að því er virðist vaxandi í flestum stofnunum í dag. Tímasparnaðurinn felst því í fyrirbyggjandi vinnu. Hér er um að ræða flókna og tímafreka vinnu þar sem atriði til yfirferðar geta hæglega orðið óþægilega mörg í lok dags- ins. Því er mikil áhersla lögð á að gera notendaviðmót Vinnuhólfs sem best og forrituð sjálfvirkni nýtt til að notandi geti einblínt á það sem raunverulega þarf að bregðast við. Starfsmaður sem fer samviskusamlega yfir sína vinnulista getur samt lent í því að missa af atriðum og niðurstöður dagað uppi. Veikindi, sumarfrí eða skipti milli starfsstöðva eru dæmi um aðstæður þar sem vinnulistar eru óyfirfarnir. Vinnuhólf áframsendir ókláruð atriði innan ákveðins tímaramma á næsta viðtakanda í fyrirfram skilgreindri „keðju viðtakenda“ og er sein- asti af mörgum öryggisventlum Vinnu- hólfs sem tryggir móttöku. Þetta er byltingarkennt að því leyti að hvað sem sent er á starfsmann (niðurstaða, skilaboð eða áríðandi tilkynning) verður alltaf móttekið og má því kallast „rafrænt pósthólf“. Þetta er mikil framför frá því sem er nú þar sem ekki er hægt að treysta á móttöku og því fer dýrmætur tími til spillis við það eitt að fylgja eftir erindum sem óvíst er hvort hafi náð athygli viðtak- anda. Það má líkja þessu við muninn á því að senda skeyti með bréfdúfu eða DHL ábyrgðarsendingu. Týndar rannsóknarniðurstöður munu heyra sögunni til og Vinnuhólf er því mikilvægur áfangi í að tryggja öryggi sjúklinga. Einfaldar en öruggar samskiptaleiðir Skilaboðakerfi Heilsugáttar hefur þegar reynst vel innan Landspítala og hefur, rétt eins og farsíminn á sínum tíma, opnað á einfaldari og þægilegri leiðir í sjúklinga- tengdum samskiptum. Með tengingu við Vinnuhólf geta notendur nú treyst á viðtöku skilaboða. Þannig verður nota- gildi þeirra enn meira og nýtist nú fyrir ábyrgðarsendingar, til dæmis tilvísanir eða beiðnir um að sinna sjúklingatengd- um erindum. Sérstök eining Vinnuhólfs Vinnuhólf - gleymum engu, öndum léttar! Sýnishorn úr Vinnuhólfinu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.