Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2018/104 231 R A N N S Ó K N Inngangur Þegar TNFα-hemlar komu á markað rétt fyrir síðustu aldamót varð bylting í meðferð liðbólgusjúkdóma svo sem iktsýki, hrygggiktar og sóragigtar og loksins raunhæft að stefna að sjúkdómshléi með meðferðinni. Strax frá upphafi var grunur um að aukin áhætta væri á tækifærissýkingum við meðferð með TNFα-hemlum þar sem meðferðin felur í sér ónæmisbælingu og fór fljótlega að bera á tilkynningum um berklatilfelli í meðferðarhópum.1,2 Það er um deilt hvort iktsýki ein og sér auki hættuna á berklaveiki en rannsóknir hafa sýnt allt frá tvöfalt upp að tífalt aukinni hættu á berklaveiki meðal iktsýkisjúklinga samanborið við almennt þýði.3- 5 Þessar tölur eiga þó við tímabilið fyrir tíma TNFα-hemlanna. Ekki hefur verið sýnt fram á að gigtarsjúklingar á Íslandi séu í aukinni hættu á að fá berkla, enda berklar tiltölulega sjaldgæfir á Íslandi. Það er þó óumdeilt að TNFα-hemlar auka hættu á endur- vakningu dulinna berkla og hafa erlendar rannsóknir sýnt allt að áttfalda áhættu á berklum hjá iktsýkisjúklingum á TNFα-hemlum samanborið við ómeðhöndlaða iktsýkisjúklinga3,6 og einnig hef- ur verið sýnt fram á það að skimun fyrir berklum og varnandi Inngangur: Sjúklingar með liðbólgusjúkdóma sem fá líftæknilyfjameðferð eiga aukna hættu á endurvakningu dulinna berkla. Því ráðleggja klínískar leiðbeiningar berklaskimun áður en meðferð með TNFα-hemlum hefst. Hérlendis er berklasmit sjaldgæft og almennt ekki BCG-bólusett. Megin- markmið þessarar rannsóknar var að fá yfirlit yfir berklaskimun þessa sjúklingahóps og kanna hvort breyta þurfi verkferlum. Efniviður og aðferðir: Gögn allra sjúklinga með iktsýki, hrygggikt eða sóragigt, sem skráðir voru í ICEBIO (1999-2014) vegna fyrirhugaðrar með- ferðar með TNFα-hemli voru skoðuð með tilliti til aldurs, kyns og húðprófs fyrir berklum (TST). Niðurstaða lungnamyndar var einnig skráð sem og hvenær TNFα-hemla meðferðin hófst. Þá voru niðurstöðurnar samkeyrðar við upplýsingar í Berkli, sem er landsskrá um berklasmit á Íslandi. Niðurstöður: Alls voru skráðir 756 einstaklingar (meðalaldur 54 ár, 58% konur) í ICEBIO. Húðpróf (TST) reyndist neikvætt hjá 614 einstaklingum (81%), 41 höfðu jákvætt TST-próf (5,4%), 9 voru með falskt jákvætt húð- próf (1,2%), ekki var unnt að finna niðurstöður á TST frá 92 einstaklingum (12%). Í Berkli reyndust 119 þessara 756 einstaklinga einnig vera skráðir; 72 með sögu um jákvætt húðpróf og 55 höfðu fengið bólusetningu, á meðan 14 sjúklingar höfðu verið greindir með berkla (þar af voru 7 með neikvætt TST við skimun). Þrír sjúklingar voru greindir með berklasýkingu eftir að TNFα-hemla meðferðin hófst. Ályktun: Niðurstöður þessar endurspegla mikilvægi berklaskimunar áður en meðferð með TNFα-hemlum er hafin. Mikilvægt er að skrá betur niður- stöður húðprófa við skimun og íhuga má í völdum tilfellum að framkvæma ítarlegri berklaskimun með IGRA. Skimun fyrir berklum meðal gigtar- sjúklinga sem hófu meðferð með TNFα-hemlum á Íslandi 1999-2014 Þórir Már Björgúlfsson1 læknir, Gerður Gröndal1 læknir, Þorsteinn Blöndal2 læknir, Björn Guðbjörnsson3,4 læknir, fyrir hönd ICEBIO* 1Gigtarlækningar Landspítala, 2göngudeild sóttvarna, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum. *ICEBIO: Arnór Víkingsson, Björn Rúnar Lúðvíksson, Guðrún Björk Reynisdóttir, Gunnar Tómasson, Helgi Jónsson, Kristján Erlendsson, Kristján Steinsson, Ragnar Freyr Ingvarsson, Sigríður Valtýsdóttir, Þorvarður Jón Löve, Þórunn Jónsdóttir. Fyrirspurnum svarar Þórir Már Björgúlfsson, Thb1@hi.is Barst til blaðsins 8. mars 2018, samþykkt til birtingar 18. apríl 2018. Á G R I P meðferð fækkar berklatilfellum verulega hjá þeim einstaklingum.3 Að lokum eru vísbendingar um að 55% berklatilfella komi fram á fyrstu 90 dögum infliximab-meðferðar en eftir eitt ár hefur hlut- fallið hækkað upp í 80%.7 Ef hefja á meðferð með TNFα-hemlum þarf að sækja um með- ferðarleyfi til lyfjanefndar Landspítala eða Sjúkrahúss Akureyr- ar og er meðal annars sett sem skilyrði að búið sé að skima fyrir hugsanlegu berklasmiti áður en meðferð hefst. Í klínískum leið- beiningum um meðferð með TNFα-hemlum við iktsýki, hrygggikt og sóragigt hér á landi og í nágrannalöndum kemur fram að skima eigi fyrir berklum áður en meðferð er hafin og er það venjulega gert með Mantoux-prófi og/eða blóðprófi (IGRA, interferon gamma release assays) og myndgreiningu af lungum.8-11 Hætta er á falskt jákvæðum húðprófum vegna fyrri berklabólusetningar (BCG) og fyrri sýkingar af öðrum mýkóbakteríum. Þá er hætta á falskt neikvæðu prófi vegna dvínandi svörunar við prófinu með hækk- andi aldri, ónæmisbælingar og meðferðar með sterum, og ef ekki er rétt staðið að framkvæmd prófsins og/eða aflestri. Hér á landi https://doi.org/10.17992/lbl.2018.05.184 Heilmildir. 1: Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Ganfort® dags. 1. júní 2017. 2: Leske MC et al. Arch Ophthalmol 2003; 121: 48-56. Þegar meðferðarmarkmið næst ekki með einlyfjameðferð1 Hver einasti mmHg skiptir máli2 (bimatoprost/timolol) augndropar, lausn 0,3+5 mg/ml Stytt samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir Ganfort augndropa, lausn: GANFORT 0,3 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn. Virkt innihaldsefni: Hver ml af lausn inniheldur 0,3 mg bimatoprost og 5 mg timolol (sem 6,8 mg timololmaleat). Ábendingar: Til að lækka augnþrýsting hjá fullorðnum sjúklingum með gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) eða hækkaðan augnþrýsting, sem svara ekki nægilega vel meðferð með beta-blokkandi augnlyfjum eða prostaglandinhliðstæðum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Teppusjúkdómur í öndunarvegum (reactive airway disease), þ.e. astmi eða saga um astma, alvarlegur langvinnur teppulungnasjúkdómur. Gúlshægsláttur, sjúkur sínushnútur, leiðslurof í gáttum, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof án gangráðs. Greinileg hjartabilun, hjartalost. Markaðsleyfishafi: Allergan Pharmaceuticals Ireland. Fyrir frekari upplýsingar um lyfið má hafa samband við Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf., Dalshrauni 1, 220 Hafnarfjörður, sími 550 3300, www.actavis.is. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 1. júní 2017. Október 2017. Nálgast má upplýsingar um Ganfort, fylgiseðil lyfsins og gildandi samantekt á eiginleikum þess á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.isActa vi s 71 01 32 UMBOÐSAÐILI Á ÍSLANDI:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.