Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 4
231 Þórir Björgúlfsson, Gerður Gröndal, Þorsteinn Blöndal, Björn Guðbjörnsson Skimun fyrir berklum meðal gigtarsjúklinga sem hófu meðferð með TNFα-hemlum á Íslandi 1999-2014 Nýgengi berklaveiki og árangur af berklasmitsskimun í hópi gigtarsjúklinga á TNFα- hemlum hér á landi er óþekkt. Sérstaða landsins vegna lágs nýgengis berklaveiki og vísbendingar um að skimun fyrir berklasmiti gæti verið skilvirkari en í nágrannalöndunum vegna minni hættu á falskt jákvæðum prófum hafa vakið upp spurningar um hvort yfirleitt sé þörf á að skima fyrir berklum áður en meðferð er hafin. 177 Sævar Þór Vignisson, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, Þórarinn Guðnason, Ragnar Danielsen, Maríanna Garðarsdóttir, Karl Andersen Brátt kransæðaheilkenni hjá sjúklingum með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar Dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hefur lækkað talsvert síðustu áratugi og það sem er sérstakt við það er að hlutfallslega hefur lækkunin orðið minni hjá yngra fólki en því eldra, sérstaklega ungum konum. Breytingar á áhættuþáttum, lifnað- arháttum og aukin notkun verndandi hjartalyfja á þessari öld eru talin hafa áhrif á þessar breytingar. Reykingar hafa minnkað og heildarkólesteról hefur lækkað en sykursýki og offita hafa hins vegar aukist. 224 LÆKNAblaðið 2018/104 F R Æ Ð I G R E I N A R 5. tölublað ● 104. árgangur ● 2018 227 Karl Andersen Þegar þokunni léttir Með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er þeim sem kjósa að nota rafsígarettur frjálst að gera það. Hins vegar felur það ekki í sér leyfi til að útsetja aðra fyrir veipgufu sem hefur ófyrirséð heilsufarsleg áhrif á þá sem fyrir því verða. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að anda að sér hreinu og ómenguðu lofti. Sá réttur vegur þyngra en réttur manna til óheftrar notkunar rafsígarettna. 229 Steinunn Þórðardóttir Alzheimer-sjúk- dómur faraldur 21. aldarinnar Það gætir mikils úrræða- leysis í málaflokknum sem veldur sjúklingum með heilabilunarsjúkdóma og að- standendum þeirra ómæld- um þjáningum. Nú eru 200 einstaklingar að bíða eftir sérhæfðri dagþjálfun á höf- uðborgarsvæðinu og munu þurfa að bíða í allt að tvö ár. L E I Ð A R A R LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 100 ÁRA 246 Steinunn Kristjánsdóttir Bót og betrun. Lækningar í Skriðuklaustri á fyrri hluta sextándu aldar Rannsókn á beinagrindum, gripum og öðrum leifum sem grafnar voru upp á Skriðu í Fljótsdal á árunum 2002-2012 sýna að spítali var starfræktur í klaustri því sem þar var rekið frá 1493-1554. Íslendingar glímdu augljóslega við sömu kvilla og aðrir Evrópubúar á tímum klaustursins og nutu samskonar lækninga. Notuð voru meðul eins og kvikasilfur en líka leitað í trúna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tvöfalt heilsu- verndarkerfi hafi verið rekið í landinu á miðöldum, rétt eins og víðast hvar var gert meðal í Evrópu á sama tíma. 249 Ritrýnar Læknablaðsins 2014-2017

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.