Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2018/104 253
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Það eru ekki mörg ár síðan byrjað var að
sinna þessu á kerfisbundinn hátt og það
hafði strax góð áhrif. Það voru til dæmis
í minni tíð sem framkvæmdastjóri gerðar
úttektir innan Landspítala með því að
taka út starfsemi afmarkaðra eininga og
unnar ítarlegar skýrslur sem draga ekkert
undan, hvorki það sem vel er gert né það
sem betur má fara. Þetta hefur reynst mjög
gagnlegt og hjálplegt varðandi forgangs-
röðun verkefna.“
Það hefur komið í ljós að skráning læknis-
aðgerða hefur verið ábótavant. Skemmst er að
minnast brjóstapúðamálsins svokallaða.
„Það er ekki aðeins að skráningunni
hafi verið ábótavant heldur eru lögin um
þetta ekki nægilega skýr. Þau hafa gefið
tilefni til að aðilar hafa vísað hver á ann-
an og um þetta hefur staðið ágreiningur
í mörg ár. Mig langar sannarlega til að
lenda þessu máli og að menn komist að
samkomulagi um hvernig skráningar eigi
að vera.“
Er ekki nánast sjálfsagt að allar aðgerðir og
rannsóknir sem gerðar eru á fólki skuli skráðar
skilmerkilega af þeim sem framkvæma slíkt?
„Auðvitað finnst manni það en í
ákveðnum tilfellum strandar þetta á lög-
um um persónufrelsi og friðhelgi einstak-
lingsins. Þar hefur sérstaklega verið bent
á skráningar geðrænna vandamála og
einnig lýtalækningar. Í mörgum tilfellum
eru það sjúklingarnir sjálfir sem vilja ekki
að rannsóknin eða aðgerðin sé færð í skrá
og banna hreinlega lækninum að gera
það.“
Þó hlýtur það að vera sjúklingnum í hag að
aðgerðin sé skráð ef eitthvað fer svo úrskeiðis
eins og við höfum dæmi um?
„Það er hárrétt en þarna eru lögin ekki
nægilega skýr og þetta þarf að klára svo
öryggi sjúklinganna sé tryggt og jafnframt
gætt að friðhelgi þeirra og persónufrelsi.
Ég geri mér grein fyrir að þetta er flókið
mál en þó hlýtur að vera hægt að sam-
ræma þetta með viðunandi hætti.“
Opinber rekstur og einkarekstur í heil-
brigðiskerfinu hefur verið mikið til umræðu og
forveri þinn í þessu embætti, Birgir Jakobsson,
lá ekki á skoðunum sínum um þetta efni. Hver
er þín skoðun?
„Ég vil fyrst og fremst sjá öflugt
opinbert heilbrigðiskerfi. Það er hins vegar
ekkert að því að útvista ákveðnum verk-
efnum eins og gert hefur verið. Það skiptir
mestu að hafa hagsmuni notendanna,
almennings, í forgrunni. Það skiptir líka
máli að þetta sé gert samkvæmt skýrum
kröfulýsingum, bæði hvað varðar gæði
og magn. Kostirnir við útvistun verkefna
er að aðgengi og valfrelsi eykst fyrir bæði
sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Þetta
getur einnig létt álagi af opinberum stofn-
unum. Ókostirnir eru hins vegar þeir að
í svona fámennu landi getur verið slæmt
að dreifa sérhæfðum verkefnum of mik-
ið. Útvistun getur einnig veikt opinberu
stofnanirnar og dæmin um slíkt eru þekkt,
því með útvistun fer þjálfað starfsfólk og