Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 47
LÆKNAblaðið 2018/104 267 „Við höfum einnig útbúið skriflegar leiðbeiningar til sjúklinga sem er hand- hægt að prenta út og afhenda sjúklingi við útskrift og hann getur þá lesið þær í ró og næði heima og kynnt sér hvernig bráða- ofnæmiseinkenni lýsa sér og hvað á þá að gera. Frumskilyrði þess að þessar leið- beiningar nái tilgangi sínum er að notkun adrenalínpenna verði skilyrðislaust fyrsta meðferð og að sjúklingar sem fengið hafa bráðaofnæmiskast séu útskrifaðir með adrenalínpenna og kennt að nota þá rétt. Heilbrigðisstarfsmenn þurfa einnig að fá þjálfun í notkun þeirra og þeim uppálagt að nota frekar einum penna of mikið en einum of lítið og ekki tefja gjöf með penna ef einkennin eru komin af stað. Þar sem sjúklingur getur verið í slíku ástandi að hann er ófær um nota pennann sjálfur þurfa ættingjar að kunna notkun hans. Adrenalínpennar eiga einnig að vera til staðar í leikskólum og grunnskólum og starfsmenn þar eiga að þekkja notkun pennans,“ bætir Unnur Steina við. „Það má einnig árétta að ef adrenalín- penninn er notaður rétt, með sprautun í lærvöðva, veldur hann ekki hættulegum aukaverkunum. Við mælum þó ekki með því að allir sem telja sig vera með ofnæmi af einhverju tagi gangi með adrenalín- penna á sér en allir sem greindir hafa verið með bráðaofnæmi og/eða fengið bráðaofnæmiskast eiga skilyrðislaust að hafa hann innan seilingar. Það er rétt að taka fram að ekki á að gefa adrenalín í æð við bráðaofnæmiskasti nema í algjörum undantekningartilfellum þar sem því geta fylgt lífshættulegar aukaverkanir. Það eru væntanlegir á markaðinn nýir pennar með lengri nál sem gera þá enn öruggari í notkun en áður og það er í rauninni lítið mál að nota adrenalínpennann þegar búið er að komast yfir óttann við að beita hon- um,“ segir Hjalti Már að lokum. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Inngangur Fornleifarannsóknir leiddu nýverið í ljós að sérhæfður spítali var rekinn í klaustrinu á Skriðu í Fljótsdal á fyrri hluta 16. aldar. Skriðuklaustur var stofnað seint á 15. öld af einkaaðilum í sam- starfi við Skálholtsbiskup eftir langvarandi hörmungar í landinu vegna náttúruhamfara og farsótta. Því var síðan lokað vegna siða- skiptanna eftir aðeins 6 áratuga rekstur. Á rekstrartíma þess voru 8 önnur klaustur starfandi í landinu en klausturstofnanir urðu alls 14 frá því fyrsta klaustrið var stofnað að Bæ í Borgarfirði árið 1030 þar til það síðasta, Skriðuklaustur, var stofnað árið 1493. Klaustrin náðu mörg – ekki öll – að festa sig í sessi eftir töluverða erfiðleika fyrstu aldirnar eftir kristnitöku og urðu ásamt biskupsstólunum Bót og betrun Lækningar í Skriðuklaustri á fyrri hluta sextándu aldar að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siða- skipta. Þau höfðu það hlutverk að þjóna almenningi með marg- víslegum hætti og tóku að sér þurfamenn, það er sjúka, fátæka, heimilislausa og örvasa gamalmenni. Ráku sum þeirra spítala, eins og gert var á Skriðuklaustri.1 Enn fremur gat almenningur allur, hvort sem það voru karlar, konur eða börn, kosið að flytj- ast í klaustrin án þess að taka vígslu og starfa fyrir þau í þágu almættisins og samfélagsins alls. Voru þeir kallaðir leikmenn til aðgreiningar frá hinum vígðu. 248 LÆKNAblaðið 2018/104 Steinunn Kristjánsdóttir Prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. sjk@hi.is Ágrip Rannsókn á beinagrindum, gripum og öðrum leifum sem grafnar voru upp á Skriðu í Fljótsdal á árunum 2002-2012 sýna að spítali var starfræktur í klaustri því sem þar var rekið frá 1493-1554. Hér verður sagt frá þeim sjúkdómum og kvillum sem hrjáði sjúkling- ana þar en einnig hvaða meðferðarúrræði og þjónusta stóð þeim til boða. Íslendingar glímdu augljóslega við sömu kvilla og aðrir Evrópubúar á tímum klaustursins og nutu samskonar lækninga. Notuð voru meðul eins og kvikasilfur en líka leitað í trúna. Niður- stöður rannsóknarinnar benda til þess að tvöfalt heilsuverndarkerfi hafi verið rekið í landinu á miðöldum, rétt eins og víðast hvar var gert meðal í Evrópu á sama tíma. Samkvæmt gildandi lögum þessa tíma, Jónsbók, áttu landsmenn að sinna þurfandi ættingjum sínum með hjálp hreppanna. Það hafa þeir vafalaust gert að því marki sem kostur var á en klaustrin tóku síðan augljóslega við þeim allra verst settu. Þetta er ekki ólíkt því sem tíðkast í samfélögum nútím- ans en leitað er eftir sérhæfðri aðstoð á spítölum, líknardeildum og heimilum fyrir aldraða þegar geta til að aðstoða skyldmenni heima fyrir þrýtur. Þegar klaustrunum var lokað við siðaskiptin var enginn spítali eða líknarstofnun rekin í landinu um langa hríð. Mynd 2. Líkneski af heilagri Barböru fannst við uppgröftinn. Það hefur gegnt mik- ilvægu hlutverki í spítalahaldinu í klaustrinu en hægt var að heita á hana til að lækka sótthita (mynd: Jónas Hallgrímsson). Hversu há? hvar varðveitt?

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.