Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 24
Inngangur
Fornleifarannsóknir leiddu nýverið í ljós að sérhæfður spítali
var rekinn í klaustrinu á Skriðu í Fljótsdal á fyrri hluta 16. aldar.
Skriðuklaustur var stofnað seint á 15. öld af einkaaðilum í sam-
starfi við Skálholtsbiskup eftir langvarandi hörmungar í landinu
vegna náttúruhamfara og farsótta. Því var síðan lokað vegna
siðaskiptanna eftir aðeins 6 áratuga rekstur. Á rekstrartíma þess
voru 8 önnur klaustur starfandi í landinu en klausturstofnanir
urðu alls 14 frá því fyrsta klaustrið var stofnað að Bæ í Borgar-
firði árið 1030 þar til það síðasta, Skriðuklaustur, var stofnað
árið 1493. Klaustrin náðu mörg – ekki öll – að festa sig í sessi
eftir töluverða erfiðleika fyrstu aldirnar eftir kristnitöku og urðu
ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum
í landinu fram til siðaskipta. Þau höfðu það hlutverk að þjóna
almenningi með margvíslegum hætti og tóku að sér þurfamenn,
það er sjúka, fátæka, heimilislausa og örvasa gamalmenni. Ráku
sum þeirra spítala, eins og gert var á Skriðuklaustri.1 Enn frem-
ur gat almenningur allur, hvort sem það voru karlar, konur eða
börn, kosið að flytjast í klaustrin án þess að taka vígslu og starfa
fyrir þau í þágu almættisins og samfélagsins alls. Voru þeir kall-
aðir leikmenn til aðgreiningar frá hinum vígðu.
Klausturspítalinn á Skriðu
Skriðuklaustur var rekið í um 1500 fm stórri byggingu sem reist
var á túnflöt í hvarfi frá bænum á Skriðu í Fljótsdal. Voru klaust-
urhúsin að hluta til á tveimur hæðum. Heimakirkja var á staðn-
244 LÆKNAblaðið 2018/104
Bót og betrun
Lækningar í Skriðuklaustri
á fyrri hluta sextándu aldar
Steinunn Kristjánsdóttir
fornleifafræðingur við
Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands
sjk@hi.is
Þetta er ein þeirra greina sem Læknablaðið kallaði eftir
í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands.
Mynd 1. Líkneski af heilagri Barböru fannst við uppgröftinn. Það er aðeins 30 cm
á hæð en hefur eigi að síður gegnt mikilvægu hlutverki í spítalahaldinu í klaustrinu.
Hægt var að heita á það til að lækka sótthita. Líkneskið var illa brotið þegar það fannst
en hefur nú verið límt saman. Ekki tókst þó að líma turninn á það en hann er helsta ein-
kenni heilagrar Barböru. Líkneskið er nú varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.
(Mynd: Jónas Hallgrímsson.)