Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 18
Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn gagnarannsókn og náði til allra þeirra sjúklinga sem höfðu feng- ið vinnugreininguna NSTEMI eða STEMI við komu á Landspítala frá 1. janúar 2012 til 31. des- ember 2016 en reyndust vera með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar við kransæðaþræðingu í sömu legu. Skilgreiningin á eðlilegum eða nær eðlilegum kransæðum í rannsókninni var að allar kransæðar væru eðlilegar eða með minna en 50% þvermálsþrengsli. Hver sjúklingur var einungis rannsakaður einu sinni. Notast var við gæðaskrá hjartaþræðingarstofu LSH, SCAAR (Swedish Coronary Angiography and Angi- oplasty Registry) til að finna þessa einstaklinga. Allra tilskilinna leyfa var aflað hjá siðanefnd Landspítala (12/2017, dags. 13. mars 2017) og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala (til- vísun 16, LSH 31-7 dags. 15. febrúar 2017). Í hverju tilfelli fyrir sig voru sjúkdómsgrein- ingar endurskoðaðar og sjúklingar flokkaðir í 6 fyrirfram ákveðna sjúkdómsgreiningarflokka. Sjúkdómsgreiningaflokkarnir voru: 1) fleiður- myndun (plaque erosion) / rof á æðakölkunar- skellu (plaque rupture), 2) harmslegill (takotsubo cardiomyopathy), 3) hjartavöðvabólga (myocardit- is), 4) kransæðakrampi (coronary artery spasm), 5) afleitt hjartavöðvadrep (type II myocardial infarct- ion) og 6) annað og óútskýrt. Upplýsingum var safnað rafrænt úr sjúkra- skrám í sjúkraskrárkerfinu Sögu á Landspítala og úr SCAAR-gæðaskrá hjartaþræðingarstofu spítalans. Eftirfarandi breytur voru skoðað- ar: kyn, aldur sjúklinga við sjúkdómsgrein- ingu, hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðull, áhættuþættir kransæðasjúkdóma (reykingar, háþrýstingur, kólesteról, sykursýki), niðurstöð- ur hjartaþræðinga, niðurstöður hjartalínurita, niðurstöður hjartaómskoðunar, niðurstöður segulómskoðunar, trópónín T-gildi og nýju sjúk - dómsflokkarnir 6. Upplýsingar um útskriftargreiningu sjúk- linga voru sóttar úr Sögukerfinu og ef hún var ein af þessum 5 nýju greiningarflokkum rann- sóknarinnar var sjúklingur settur í þann flokk. Það voru einungis um 15% sjúklinganna sem höfðu staðfesta greiningu við útskrift. Í hinum tilfellunum voru sjúkdómsgrein- ingar metnar af rannsakendum þessarar rannsóknar með tilliti til sögu sjúklings, áhættuþátta, klínískra einkenna og niðurstaðna rannsókna. Til þess að staðfesta nýjar sjúkdómsgreiningar sjúklinganna var farið eftir fyrirfram ákveðnu flæðiriti sem rannsakendur bjuggu sérstaklega til fyrir þessa rannsókn (mynd 1). Stuðst var við flæðiritið svo greiningarvinnan yrði hlutlæg og svo að all- ir sjúklingarnir yrðu metnir á sambærilegan hátt með stöðluðu verklagi. Flæðiritið byrjaði á að skoða þá rannsókn sem er sér- tækust og nákvæmust á sjúkdómsgreiningar rannsóknarinnar sem var vinstri slegils æðamyndataka (left ventricular angiogram) ef klínískur grunur var um harmslegil, en annars var notuð segul- ómun. Flæðiritið fer síðan niður eftir sértækni rannsókna og ein- kenna. Í mörgum tilvikum fékkst skýr og ótvíræð greining til dæmis með vinstri slegils myndatöku í harmslegli eða segulóm- skoðun í hjartavöðvabólgu eða hjartavöðvadrepi. Hins vegar var greining á kransæðakrampa oftast byggð á klínískum einkennum þegar aðrar skýringar höfðu verið útilokaðar og var því ekki eins ótvíræð. Ekki er mögulegt að skera úr um hvort hjartavöðvadrep 238 LÆKNAblaðið 2018/104 Mynd 1. Flæðirit sem notað var til greiningar á undirliggjandi orsök einkenna. R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.