Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 32
252 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Alma D. Möller var skipuð í embætti landlæknis frá 1. apríl. Hún veitir viðtal fúslega en segist þó enn vera að kom- ast inn í starfið, kynnast starfsfólki embættisins og átta sig á umfanginu. Hún er blátt áfram og hreinskilin, kveðst auðmjúk fyrir því stóra verkefni sem bíður hennar en þó er augljóst af öllu fasi hennar að ákveðni og einbeitni eru með- al hennar helstu kosta. Um hæfni hennar til að gegna embættinu efast enginn og hún kveðst ekki hafa fundið fyrir öðru en velvilja frá því hún tók við starfinu. Alma er með sérfræðiviðurkenningu og doktorsgráðu í svæfinga- og gjörgæslu- lækningum, meistarapróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu og sér- fræðiviðurkenningu í heilbrigðisstjórnun. Hún hefur frá árinu 2014 verið fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala og um árabil var hún yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeildum Landspítala í Foss- vogi og við Hringbraut. Á árunum 1993- 2002 starfaði Alma við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og gegndi þar stjórnunar- störfum á svæfingadeildum og starfaði sem sérfræðingur á gjörgæsludeildum, meðal annars barnagjörgæslu við sjúkra- húsið. Hún stundar núna nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Þú ert fyrsta konan sem gegnir embætti landlæknis. Skiptir það þig máli? „Ef þú hefðir spurt mig fyrir ári síðan hefði ég líklega svarað þessu neitandi. En síðan hefur ýmislegt gerst og #metoo byltingin hefur breytt viðhorfi mínu. Sjálf hef ég aldrei þurft að gjalda fyrir það að vera kona og fengið mín tækifæri, allt frá því ég var fyrsta konan í þyrlusveit lækna og í gegnum tíðina fengið yfirlæknisstöð- ur og annan framgang. Ég hef satt að segja ekki verið að hugsa mikið um hvort það skipti máli að ég væri kona. En augu mín hafa sannarlega opnast fyrir því að margar konur hafa ekki fengið þau tækifæri sem þeim bar og með #metoo byltingunni hef ég orðið femínisti. Þess vegna finnst mér mikilvægt að kona sé í embætti landlækn- is, enda tími til kominn þar sem það eru 258 ár síðan Bjarni Pálsson var skipaður fyrsti landlæknirinn. Ég gleðst yfir því að vera fyrsta konan, er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt og að fá þetta tækifæri. Ég er líka auðmjúk gagnvart verkefninu sem bíður mín í þessu starfi.“ Hafðirðu einhverjar ákveðnar skoðanir á þessu embætti áður en þú ákvaðst að sækjast eftir því? „Þeir fjórir einstaklingar sem gegnt hafa þessu embætti frá því ég hóf störf sem læknir hafa haft ólíkar áherslur. Ég var alveg meðvituð um verkefni embætt- isins og fannst þau mjög spennandi, bæði ráðgjafahlutverk landlæknis gagnvart stjórnvöldum og eftirlit með heilbrigðis- þjónustunni en ekki síst þykir mér lýð- heilsuhlutverk embættisins mikilvægt. Ég lærði lýðheilsufræði og finnst spennandi að koma að heilbrigðisþjónustunni þeim megin frá þar sem ég er gjörgæslulæknir sem er efsta og dýrasta úrræði heilbrigð- isþjónustunnar. Lýðheilsufræðin snúast um að fyrirbyggja sjúkdóma með heilsu- eflingu og forvörnum svo þarna mætast andstæður sem þó tengjast með skýrum hætti.“ Alma hugsar sig um og segir svo að hún hafi lengst af starfað sem læknir „á plani“ undir því álagi sem slíku fylgir og lítið velt því fyrir sér hvort eða hvernig Embætti landlæknis væri að sinna verk- efnum sínum. „Það var ekki fyrr en ég kom inn í framkvæmdastjórn Landspítala sem framkvæmdastjóri aðgerðasviðs að ég velti mikið fyrir mér hlutverki Embættis landlæknis. Það er helst að manni fyndist að efla mætti eftirlitshlutverkið en það er líka í samræmi við tíðarandann og flestir eru jú sammála um að það sé mikilvægt. Eftirlit embættisins snýr bæði að einstak- lingum sem starfa í heilbrigðisþjónustunni og einnig að fyrirtækjum og stofnunum. Ég tel að mikilvægt sé að efla það á öllum sviðum og ekki síst gagnvart stofnunum. „Sé ekki að þetta litla land þurfi á sérhæfðum einkaspítala að halda“ – segir nýr landlæknir, Alma Möller ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.