Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2018/104 247 þá smitast sjúkdómurinn í móðurkviði. Sjúkdómurinn smitast annars við kynmök.14 Alvarleg dæmi um sullaveiki fundust einnig. Sullaveiki kallast það þegar ákveðin tegund af ormi (echinococcus granulosus) tekur sér bólfestu í líffærum fólks og býr þar til blöðru sem kallast sull- ur. Hægt er að ganga lengi með sull án einkenna en ormurinn fer fljótt að ganga á orku sjúklingsins. Kona sem lést á miðjum aldri eftir vist í Skriðuklaustri gekk með svo stóra sullblöðru í kvið- arholi að hryggjarsúla hennar hafði skekkst. Sullblaðran hafði síðan kalkgerst í moldinni en hún mældist þá að minnsta kosti 17 cm í þvermál (mynd 6). Það var ekki allt, því konan var líka með sárasótt. Önnur miðaldra kona gekk með sömu sjúkdóma en það var hún sem einnig var lömuð upp að brjósti.3,15 Það er greinilegt að í mörg horn var að líta í klaustrinu á Skriðu. Lífsgæði þeirra heilsulausu sem leituðu sér hjálpar þar voru þó vafalítið meiri en heimafyrir hjá fjölskyldu og ættingjum. Þar var svo ótal margt í boði til að lina þjáningar, líkna og jafnvel lækna. Alltént mátti skýrt greina gróanda á sumum beinum þar sem sárasóttin hafði étið sig inn.12 Einnig fundust mörg dæmi um gróin beinbrot og sjá mátti að búið var um sum þeirra, eins og til dæmis lærbrot þar sem stúfarnir höfðu gengið til.16,17 Þá skipti trúin örugglega miklu og þeir helgu menn og konur sem hægt var að heita á til betra lífs. Hvað var í boði? Það kom á óvart hversu mikið var hægt að gera fyrir hina veiku sem leituðu til bræðranna á Skriðu, jafnvel fyrir alvarlega veika og rúmfasta. Samkvæmt Ágústínusarreglunni skipti matur miklu máli í bataferlinu en sjá mátti á hvers kyns matarleifum úr uppgreftinum að í Skriðuklaustri var fjölbreyttara og betra fæði í boði en almennt gerðist og gekk. Þar voru kjöt, fiskur, ferskt grænmeti og innflutt epli í boði en samkvæmt reglunni þurftu hinir sjúku ekki að fasta á mat, eins og aðrir – vígðir og óvígðir – í klaustrinu.3 Þá mátti baða sjúka en böð voru að öðru leyti ekki stunduð nema til hreinsunar á sál og þá aðeins með vígðu vatni.18 Hér eru ótalin lyfjagrösin, læknisáhöldin og líkneskið af heil- agri Barböru sem heita mátti á til að lækka sótthita eða sporna gegn því að smitast af svarta dauða eins og hjónin sem nefnd eru hér að framan gerðu í erfðaskrá sinni árið 1494. Leifar alls þessa lágu grafin í rústum Skriðuklausturs. Frjókorn og fræ fundust af þremur ólíkum lækningaplöntum, þar af einni innfluttri. Það er brenninetla en hinar þekktu eru villilaukur og græðisúra.19 Græðisúra er til víða um land en ekki er útilokað að villilauk- urinn hafi komið frá Bæ í Borgarfirði þar sem klaustur var fyrst stofnað í landinu. Þar vex hann enn, en hvergi annars staðar á landinu. Líkneskið af heilagri Barböru var flutt inn alla leið frá Hollandi, svo til nýtt, steypt úr terracotta-leir.3 Þá fundust í rúst- um klaustursins að minnsta kosti 18 áhöld til lækninga, eins og til dæmis nálar og hnífar, auk tveggja lyfjaglasa. Hnífarnir voru væntanlega einna helst notaðir til þess að taka fólki blóð en það var vel þekkt aðferð sem notuð var jafnt til heilsubótar og lækn- inga (mynd 7). Vel má hins vegar vera að lyf hafi verið flutt inn í lyfjaglösunum en bæði komu þau erlendis frá.3 Merkilegast er þó að kvikasilfur hafi að öllum líkindum verið notað til lækninga í Skriðuklaustri, rétt eins og öðrum klausturspítölum í Evrópu. Var það greint með efnagreiningu í beinum sjúkra þaðan, einkum þá þeirra sem þjáðust af sárasótt. Kvikasilfrið hefur sennilega verið borið útvortis á sár þeirra og jafnvel líka til inntöku. Efnið var notað um aldir til lækninga og virkaði vel.20-23 Það er vel hugsanlegt að sárasóttarsjúklingarn- ir sem báru merki gróanda og bata í sárum á höfuðkúpu hafi einmitt verið meðhöndlaðir með þessu baneitraða efni. Ekki má nefnilega gleyma því að áhrifarík lyf, eins og við krabbameini, geta verið mjög eitruð. Allt hefur því verið reynt til að lækna og bjarga mannslífum, þá sem nú. Þá hefur umönnunin og líknin ekki síður en nærveran við almættið eða böð úr vígðu vatni skipt miklu fyrir hina mest þjáðu og deyjandi. Allt sem var í boði í Mynd 6. Ein sullblaðran mældist 17 cm í þvermál (mynd: Lilja Laufey Davíðsdóttir, úr gröf 126.)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.