Læknablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2018/104 233
Þegar jákvæðu berklaprófin eru sundurliðuð eftir sjúklingahóp-
um kemur í ljós að 5,2% sóragigtarsjúkinganna voru með jákvætt
próf, 5,8% iktsýkisjúklinganna og 5,0% hrygggiktarsjúklinganna,
þannig var ekki marktækur munur á jákvæðri svörun á milli eins-
taka sjúklingahópa.
Alls voru 119 af þátttakendum rannsóknarinnar skráðir í Berkil.
Fjórtán þeirra höfðu fyrri sögu um berklaveiki en þrír þeirra veikt-
ust á rannsóknartímabilinu. Jákvætt berklapróf var skráð hjá 72
einstaklingum, en þar af höfðu 38 einnig sögu um BCG-bólusetn-
ingu. Alls höfðu 55 einstaklingar úr rannsóknarhópnum fyrri
sögu um BCG-bólusetningu samkvæmt Berkli. Efst í töflu III má
sjá hversu margir úr rannsóknarhópnum voru taldir vera með já-
kvætt berklapróf, jákvæða svörun vegna BCG-bólusetningar og
hversu margir voru greindir með berkla samkvæmt upplýsingum
úr sjúkraskrám. Samhliða kemur fram hversu margir hafa sögu
um jákvætt berklapróf, BCG-bólusetningu og berklagreiningu í
Berkli. Neðar í töflunni eru síðan þeir sem voru skráðir bólusettir
og verið greindir með berkla í Berkli sundurliðaðir eftir svörun
á berklaprófi þegar skimað var fyrir upphaf meðferðar með TN-
Fα-hemil annars vegar og fyrri svörun á berklaprófi samkvæmt
Berkli hins vegar.
Þeir þrír sem veiktust af berklaveiki eftir að lyfja meðferð hófst
voru allir með sóragigt. Allir voru með neikvætt Mantoux-próf
og hreina lungnamynd við skimun í upphafi TNFα- hemla með-
ferðinnar. Fyrsta tilfellið var 45 ára karlmaður sem var settur á
infliximab í október 2003 og greindist með lungnaberkla í júlí
2007. Hann fór í framhaldinu aftur á etanercept eftir að hafa lokið
lyfjameðferð við berklaveikinni í janúar 2008. Annað tilfellið var 51
árs karlmaður sem hóf meðferð með infliximab í september 2008.
Hann greindist með lungnaberkla í maí 2009 og fór á etanercept í
október 2013. Þriðja tilfellið var 46 ára kona sem hóf adalimumab
meðferð í nóvemer 2007 og greinist með lungnaberkla í júlí 2012.
Meðferð með TNFα-hemlum hefur ekki verið hafin á ný.
Alls náðust 4524,7 persónuár í eftirfylgd en miðað við þrjú
berklatilfelli í hópnum gefur það uppreiknað nýgengi berklaveiki
í þýðinu upp á 66,3/100.000 persónuár. Var þá miðað við tímabilið
frá fyrsta degi meðferðar með TNFα-hemli hjá hverjum sjúklingi
fram til loka rannsóknartímabilsins.
Umræða
Nýgengi berklaveiki á Íslandi í almennu þýði frá 2000-2014 var á
bilinu 2,0-7,9/100.000 íbúa á ári samkvæmt tölum frá Alþjóðlegu
heilbrigðisstofnuninni15,16 en nýgengi berklaveiki í rannsóknarhóp
okkar var 66,3/100.000 persónuár. Þessi hópur er því í verulega
aukinni hættu á berklaveiki og því mikilvægt að skimað sé fyrir
berklasmiti hjá öllum þeim sem meðhöndla á með líftæknilyfjum.
Þessi lyf hafa gjörbreytt lífi gigtarsjúklinga til hins betra sem þýðir
að þeir geta til dæmis ferðast mun meira en áður og dvalið lengri
tímabil erlendis á svæðum með mun hærri tíðni berkla en þekkist
hér á landi þar sem hægt er að ferðast með lyfin og voru dæmi um
þetta innan rannsóknarhópsins.
R A N N S Ó K N
Tafla II. sýnir fjölda þeirra einstaklinga sem hófu meðferð á hverju ári flokkaða eftir TNFα-hemlum.
1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Alls
Infliximab 0 4 5 16 31 37 46 39 39 34 35 42 75 42 29 9 483
Etanercept 8 4 0 0 5 7 14 18 19 21 4 9 21 34 14 5 183
Golimumab 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 31 22 53
Adalimumab 0 0 0 0 0 0 1 6 18 6 2 0 0 2 0 2 37
Alls 8 8 5 16 36 44 61 63 76 61 41 51 96 78 74 38 756
Tafla III. Taflan sýnir fjölda einstaklinga með jákvætt húðpróf, húðprófssvör-
un vegna BCG-bólusetningar og virka berkla í rannsóknarhópnum og fjölda
einstaklinga með sögu um jákvætt húðpróf, BCG-bólusetningu eða berkla í
Berkli. BCG og berklatilfellin úr Berkli eru síðan flokkuð niður eftir svörun við
húðprófi samkvæmt sjúkraskrá og Berkli.
ICEBIO Berkill
TST + 41 72
BCG 8 55
Berklar 3 14
BCG og TST + 15 38
BCG og TST - 29 5
BCG og TST ? 11 12
Berklar og TST + 5 10
Berklar og TST - 8 0
Berklar og TST ? 1 4
Mynd 1. Sýnir fjölda berklaprófa hvert ár (jákvæð eða neikvæð svörun) á rannsóknar-
tímabilinu. Einnig sýnir myndin fjölda einstaklinga þar sem skráning um berklaprófið
vantaði í sjúkraskrá.
Mantoux-niðurstöður á tímabilinu
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
20
14
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Vantar
Jákvætt
Neikvætt