Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.2005, Page 210

Skírnir - 01.09.2005, Page 210
leyndardómur og það er þess virði „að það sé tekið gilt eins og það er“ (167). Lausn Laxness er þjónustan og lífið með fólkinu en ekki átökin við það. Í þessu riti eru komnar fram á sjónarsviðið þær persónur sem Jesú talar til í Fjallræðunni. Jón Prímus, Úa og Umbi og sóknarbörnin eru þau sem lifa með almættinu í skugga jökulsins. Þau eltast ekki við fjársjóði sem mölur og ryð eyða heldur „helga sig þjónustunni við einstaklinga og samfélag af lífi og sál“ (173). Þau skynja að Guð er að baki öllum veru- leika „ofar öllum guðum, nafnlaust hyldýpi“ (172). Í Kristnihaldinu eru átökin sem voru á milli hugmynda og veruleika, þjáningar og lífs, leyst sem samhygð og þjónusta við menn og líf. Gunnar rekur sig þannig í gegnum rit Laxness og sýnir hvernig tilvist- arvanda mannsins er veitt svar í sátt sem maðurinn skynjar í dulúð kristn- innar. Hún virðir þverstæður lífsins og yfirvinnur tvíhyggjuna sem veru- leiki mannsins er mótaður af. Lokaorð Aðferð Gunnars veitir lesandanum óneitanlega góða innsýn í heildarverk Laxness og sérstaklega þau trúarlegu þemu sem hann vinnur með. Því er ekki að neita að „trúarheimspekin“, sem túlkun trúarinnar fyrir samtím- ann, skipar virðulegan sess í verkum Laxness. Gunnar vísar oft til þess hve Halldóri var í mun að tala og skrifa á þann hátt að það væri aldrei full- komlega ljóst hvort skáldið sjálft talaði eða þær persónur sem hann skap- aði. Þekkt er gagnrýnin og átökin um pólitíska afstöðu Laxness og sér- staklega þær áherslubreytingar sem er að finna í verkum hans. Það er því ekki að undra að persónur sem Gunnar tengir við vissa trúarsýn hjá Lax- ness, eða réttara sagt mannskilning, taki breytingum. Harðneskjuna og afdráttarlausa afstöðuna í Vefaranum mikla frá Kasmír, sem felur um leið í sér vissa gagnrýni á hörku, er hvorki að finna í Heimsljósi né Kristnihaldi undir Jökli. Afneitun á því sem heimsins er fyrir æðri gæði trúarinnar í Vefaranum mikla frá Kasmír er ekki að finna í Kristnihaldi undir Jökli. Þar er presturinn holdtekning þeirrar kristnu mannúðar sem boðuð er í Fjallræðunni og birtist í eftirfylgdinni við Krist. Í því verki telur Gunnar að kristsgervingurinn sé hvað skýrastur. Bók Gunnars vekur óneitanlega áhuga lesandans á að skoða verk Laxness með þetta í huga. Athyglisvert er að sjá hvernig tvíhyggjan milli hugmynda og veruleika þróast í verkum Laxness eins og Gunnar sýnir fram á. Sú aðferð sem Gunnar notar á verk Laxness er nýstárleg, en hins veg- ar mætti spyrja hvers vegna hann tekur ekki á og greinir betur samband sigurjón árni eyjólfsson440 skírnir Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 440
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.