Jökull


Jökull - 01.01.2012, Blaðsíða 191

Jökull - 01.01.2012, Blaðsíða 191
Ferð til Dyngjufjalla 1962 Sigurði og Guðmundi lék forvitni á að vita hvort breyting hefði orðið á sprengigígnum Víti við eld- gosið, en að athugun lokinni og skoðun á umhverfi hans töldu þeir svo ekki vera. Eftir hvíld við Kneb- elsvörðu héldum við í könnunarleiðangur vestur með Öskjuvatni allt að Mývetningahrauni en urðum ekki varir við neitt óvenjulegt. Á bakaleiðinni skoðuðum við gíga sem liggja undir hamrabeltinu við norðvest- urhorn Öskjuvatns. Þeir eru því greinilega yngri en myndun öskjunnar frá 1875. Löngu seinna er við Ey- steinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur vorum við mæl- ingar á þessum slóðum, gáfum við gígum þessum nafnið Ólafsgígar til heiðurs Ólafi Jónssyni ráðunaut, en hann mun fyrstur manna hafa lýst þeim við könn- un Ódáðahrauns. Það nafn hefur nú öðlast gildi á nýjustu kortum. Á leiðinni í tjaldstað stoppuðum við enn um stund við Vikraborgir til að fylla í sýnasafnið og njóta litadýrðarinnar hjá nýorpnum „Surtshaugum“ sem gígarnir vissulega voru. Næsta dag skoðuðum við mikið gljúfur sem geng- ur langt inn í austurhluta Dyngjufjalla. Þetta gljúfur fékk seinna nafnið Drekagil eftir stórum steindröng- um sem rísa upp af suðurbarmi þess. Ekki veit ég hvenær nafnið varð til né hver á þá nafngift, en þegar ég kom fyrst á þessar slóðir 1955 var gljúfrið nafn- laust. Reyndar var annað gil mun minna, um 3 km sunnar með fjöllunum, sem ekki hafði heldur hlotið nafn sumarið 1962, en það var Nautagil. Nafnið kom þannig til, að Sigurður og Guðmundur voru fengnir nokkrum árum seinna til að sýna væntanlegum tungl- förum svipað landslag og hugsanlega bæri fyrir þá er þangað kæmi. Einnig var þeim ætlað að prófa kunn- áttu geimfaranna í jarðfræði og var þetta gil ásamt fleiri stöðum í Dyngjufjöllum vettvangur þeirra. Þar sem gilið var nafnlaust fannst Sigurði og Guðmundi upplagt að nefna það eftir geimförunum, og kalla það upp á enska tungu Astronautagil sem þeir svo styttu í Nautagil. Þannig var nú það. Eftir drjúga stund í Drekagili ókum við sem leið lá austur vikrana og svo norður á milli Miðfells og Upp- typpinga í Herðubreiðarlindir. Þar hittum við fyrsta fólkið síðan við fórum frá Svartárkoti. Hópurinn var á vegum Ferðafélags Akureyrar, aðalega konur og var leiðsögumaður þeirra fyrrnefndur Ólafur Jónsson, sá er mest hafði kannað Ódáðahraun fyrr á árum og skrifað um það þriggja binda verk. Þetta ágæta fólk tók okkur fagnandi og bauð til veislu sem við þáð- um með þökkum. Á meðan við nutum gestrisni þess voru konurnar í hópnum ósparar á spurningar sem þær beindu til fræðinganna og voru þeir einnig ólatir að láta ljós sitt skína. Ein kát kona hafði á orði glettin á svip og uppskar hlátur allra hinna, að þeim stöllum þættu Upptyppingar engu tilkomu minni en Herðu- breið! Þegar við vorum sestir inn í bíl og höfðum kvatt þessar glaðværu konur og fylgdarlið þeirra, skaut Sig- urður þessari stöku að okkur hinum: Mæltu svinnar meykerlingar og mændu yfir hraun ógreið: Okkur finnast Upptyppingar engu síðri en Herðubreið. Þótt liðið væri á daginn ákváðum við að halda til byggða og ná náttmálum í Mývatnssveit, þar sem við áttum vísan næturgreiða. Þetta fannst okkur yngri mönnunum góð hugmynd, enda höfðum við heyrt að ung fegurðardrottning, sem seinna varð fræg sjón- varpskona og menntagyðja, gengi um beina í Reyni- hlíð þetta sumar. Ferðin úr Herðubreiðarlindum til byggða varð ekki hnökralaus, því Land Roverinn nýji varð bens- ínlaus í Lindahrauni. Mátti Guðmundur þess vegna sætta sig við að vera tekinn í tog af Ferðafélagsrút- unni sem hafði lagt af stað fljótlega á eftir okkur. Við hinir fluttum okkur hinsvegar í rútuna og nutum fé- lagsskapar fólksins alla leið til Reykjahlíðar. Daginn eftir var haldið frá Mývatnssveit til Reykjavíkur en ekkert markvert kom fyrir okkur á þeirri leið. Læt ég því lokið frásögn af eftirminnilegri ferð til Dyngjufjalla sumarið 1962. JÖKULL No. 62, 2011 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.