Jökull


Jökull - 01.01.2012, Blaðsíða 15

Jökull - 01.01.2012, Blaðsíða 15
Sigurður Þórarinsson (1912–1983) jöklafræðingur. Einnig var þar Gerard de Geer sem fundið hafði upp hvarfleirs-aldursgreiningu sem þá var eina þekkta „absólút“ aðferðin til að aldursgreina ungar jarðmyndanir. Doktorsgráðu við Stokkhólms- háskóla hlaut hann 1944 og hélt síðan heim til Ís- lands. Þar starfaði hann hjá Rannsóknaráði ríkisins og við stundakennslu í M.R. uns hann var skipaður frá ársbyrjun 1947 yfirmaður jarð- og landfræðideild- ar Náttúrugripasafns Íslands. Árið 1952 var hann sett- ur stundakennari í landfræði við H.Í. og 1968 skipað- ur prófessor í jarð- og landfræði við nýstofnaða verk- og raunvísindadeild Háskóla Íslands. Áður hafði hann tvisvar verið kallaður í stöðu prófessors og forstjóra Landfræðistofnunar Stokkhólms, árin 1950–1951 og 1953. Fyrstu tvö sumur sín í Svíþjóð stundaði Sigurð- ur vettvangsvinnu með prófessor von Post, en þegar fréttir bárust snemma árs 1934 um að eldur væri uppi í Vatnajökli beið hann ekki boðanna og hélt heim. Gosinu var þá lokið en Sigurður kannaði verksum- merki þess og jökulhlaupsins á Skeiðarársandi og þar um kring. Þar eystra hitti hann Jóhannes Áskelsson og Guðmund frá Miðdal sem komið höfðu að gos- stöðvunum meðan eldurinn var uppi. Í júní var Sig- urður svo á Akureyri þegar Dalvíkurskjálftinn reið yf- ir. Hann hélt þegar til Dalvíkur að kanna afleiðingar skjálftans og eyddi síðan talsverðum tíma um sumarið í að safna upplýsingum um skjálftann víða um land. Þeirri vinnu lýsti hann í fyrstu vísindaritgerð sinni, Das Dalvik-Beben in Nordisland 2. Juni 1934 sem birtist í Geografiska Annaler 1937. Þessi rannsókn var hin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, og Sigurður þá 22ja ára. Hvorki Grímsvatnagos né Dalvíkurjarðskjálfti höfðu verið hluti af rannsóknaráætlun Sigurðar sem hann lýsti í útvarpsfyrirlestri vorið 1934. Í fyrirlestr- inum, Mýrarnar tala sem birtist síðar í Náttúrufræð- ingnum, lýsti hann þeirri áætlun sinni að beita frjó- kornagreiningu til að lesa 10.000 ára sögu jarðvegs og gróðurs á Íslandi. Með það í huga tók hann upp samvinnu við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra um könnun á gosöskulögum í jarðvegi, en báðir höfðu átt- að sig á gildi þeirra sem leiðarlaga. Árangur þeirrar samvinnu birtist í Geografisk Tidsskrift 1940 þar sem útbreiðsla þriggja efstu ljósu öskulaganna á Norður- og Austurlandi var sýnd á korti og þau talin vera Askja 1875, Öræfajökull 1727 og Hekla 1300 – síðarnefndu lögin tvö greindi Sigurður síðar sem Ö 1362 og H 1104 (1. mynd). Jöklafræði Grímsvatnagosið og jökulhlaupið 1934 mörkuðu upp- haf hálfrar aldar samskipta Sigurðar og Vatnajökuls, íss hans og elda. Jöklarnir urðu næst-mikilvægustu viðfangsefni rannsókna hans á eftir eldfjöllum lands- ins. Sumarið 1935 tók hann þátt í leiðangri Pálma Hannessonar á Eyjabakkajökul, og mestallt vorið og sumarið 1936 í miklu sænsk-íslensku jöklafræðiátaki á austanverðum Vatnajökli undir stjórn Jóns Eyþórs- sonar og Hans Ahlmann. Íslensku jöklarnir rýrnuðu nú óðum eftir að hafa náð mestri útbreiðslu síðustu 10.000 ára á efri hluta 19. aldar, og Alþjóðlega jökla- nefndin hvatti til þess að reglubundnar mælingar væru gerðar á framskriði og hopi skriðjökla. Þeir Jón og Ahlmann stefndu þó hærra: að leita veðurfars- og jöklafræðilegra orsaka þessara breytinga og þannig jafnvel að varpa ljósi á orsakir ísalda og hegðun ís- aldarjökla. Besta leiðin, og raunar hin eina áreiðanlega til að mæla afkomu jökuls, er sú að grafa gryfjur eða bora gegnum árlag snævarins. Sumarið 1936 var heppi- legt til þessa, því askan frá Grímsvatnagosinu 1934 myndaði auðþekkjanlegt lag. Frá maíbyrjun til miðs júní voru leiðangursmenn sex og grófu m.a. 12 djúp- ar gryfjur, allt að 7 m, gegnum vetrarlagið frá 1935– 1936 og boruðu síðan með kjarnabor niður á öskuna frá 1934. Auk snjóþykktarinnar mældu þeir í gryfjun- um hitastig og eðlisþyngd snævarins og gerðu ýmsar athuganir á ástandi hans. Jafnframt gerðu þeir reglu- legar veðurmælingar, grófu ótal grynnri gryfjur og ráku niður bambusstikur til að fylgjast með afkom- unni frá degi til dags. Um miðjan júní fóru allir til byggða nema Sigurður og sænskur samstúdent hans sem voru á jökli til 15. ágúst að fylgjast með gryfjum og stikum. Sigurður hélt áfram rannsóknum á Vatnajökli næstu tvö sumur, 1937 og 1938, og saman birtu þeir Ahlmann níu greinar um niðurstöðurnar í Geogra- fiska Annaler. Þeirra á meðal voru tvær prófritgerðir Sigurðar, um Hoffellsjökul (1937) og um jökulstífluð JÖKULL No. 62, 2012 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.