Jökull


Jökull - 01.01.2012, Blaðsíða 187

Jökull - 01.01.2012, Blaðsíða 187
Society report Minningar úr ferð til Dyngjufjalla 1962 Halldór Ólafsson Suðurbraut 2, 220 Hafnarfjörður, hallo@hi.is Haustið 1961 urðu ferðamenn varir við jarðhita og hveramyndun skammt innan við Öskjuop í Dyngju- fjöllum. Einnig varð vart við jarðskjálfta sem áttu upptök á þessum slóðum. Atburðirnir urðu til þess að tveir jarðvísindamenn fóru á vegum Rannsókna- ráðs ríkisins inn í Dyngjufjöll til athugana á fyrirbær- unum. Þetta voru þeir Tómas Tryggvason, jarðfræð- ingur á Atvinnudeild Háskóla Íslands og Guðmundur Ernir Sigvaldason jarðefnafræðingur, en hann var þá nýkominn frá námi og störfum í Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Er þeir félagar komu á vettvang um miðjan október, var leirhveravirkni orðin töluverð undir mó- bergshlíðinni sunnan Öskjuops. Á meðan staldrað var við urðu þeir vitni að því þegar stór goshver mynd- aðist á svæðinu og áttu fótum fjör að launa því við sprenginguna þeyttist leir, möl og grjóthnullungar yfir þá. Þeir þóttust góðir að sleppa lifandi og að feng- inni þessari lífsreynslu kom þeim saman um að gefa hvernum nafnið Hrekkur. Þeim Tómasi og Guðmundi var nú orðið ljóst að stóratburður var í burðarliðnum og fóru fljótlega til byggða að gefa skýrslu um rann- sóknir sínar. Er skemmst frá því að segja að eldgos hófst rétt norðan hverasvæðisins nýja nokkrum dög- um síðar eða 26. október. Ég hafði um nokkurra ára skeið aðstoðað Sigurð Þórarinsson jarðfræðing við öskulagarannsóknir hans í frístundum mínum. Hann bauð mér því að vera með í leiðangri sem fara átti að gosstöðvunum í Öskju daginn eftir eldsuppkomuna. Til fararinnar var feng- inn tveggja drifa bíll frá Guðmundi Jónassyni fjalla- bílstjóra og ók hann sjálfur til skiptis við starfsmann sinn, Heiðar Steingrímsson. Er komið var norður á Fljótsheiði var farið að rökkva og þegar litið var inn til hálendisins sáum við greinilega bjarmann frá gos- inu. Haldið var viðstöðulítið áfram uns við komum til Herðubreiðarlinda þar sem leiðangursmenn hvíld- ust litla stund áður en ekið var suður að Dyngjufjöll- um. Í Reykjahlíð við Mývatn og á leiðinni suður í Lindir, höfðu fleiri bílar bæst í hópinn svo töluverð umferð var þarna á hálendinu. Þegar við nálguðumst Dyngjufjöll sást að hraunið frá eldstöðinni var komið niður úr mesta brattanum austast í Öskjuopi og farið að hægja á hraunrennslinu. Var nú farartækjum komið fyrir á öruggum stað og gengið til eldanna eftir mó- bergshryggjum sunnan Öskjuops. Þetta haust frumsýndi Þjóðleikhúsið „Strompleik- inn“ eftir Halldór Kiljan Laxnes. Hafði Sigurður ætlað að sjá leikritið, en töf varð á því vegna þeirra atburða sem blöstu við augum er við gengum fram á móbergskolla við enda gossprungunnar. Þessi vísa varð til er Sigurður leit það mikla sjónarspil: Í Þjóðleikhús ei fá þeir tíma að fara en Frón, það skemmtir jarðfræðingum öllum. Með gleðibros á vör þeir standa og stara á strompleikinn hér upp í Dyngjufjöllum. En það var ekki meiningin að þetta greinarkorn fjallaði um eldgosið í Öskju, heldur ætla ég að segja frá ferð á sömu slóðir sumarið eftir. Ferðin sú var farin að frumkvæði Guðmundar Sigvaldasonar til að kanna afleiðingar eldanna og fékk hann til liðs við sig Sigurð Þórarinsson. Guðmundur, sem var orðin starfsmaður Atvinnudeildar Háskóla Íslands, lagði til farartækið, stuttan Land Rover sem hann var nýbúinn að kaupa. Aðstoðarmaður Guðmundar var Björn Johnsen, síðar læknir, sem starfaði þá einnig hjá Atvinnudeild Há- skóla Íslands. Ég var sem fyrr aðstoðarmaður Sigurð- ar enda „þræll“ hans síðan mér varð það á að handar- brjóta hann upp á Vatnajökli nokkrum árum áður, en það er önnur saga. JÖKULL No. 62, 2011 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.