Jökull - 01.01.2012, Side 15
Sigurður Þórarinsson (1912–1983)
jöklafræðingur. Einnig var þar Gerard de Geer sem
fundið hafði upp hvarfleirs-aldursgreiningu sem þá
var eina þekkta „absólút“ aðferðin til að aldursgreina
ungar jarðmyndanir. Doktorsgráðu við Stokkhólms-
háskóla hlaut hann 1944 og hélt síðan heim til Ís-
lands. Þar starfaði hann hjá Rannsóknaráði ríkisins
og við stundakennslu í M.R. uns hann var skipaður
frá ársbyrjun 1947 yfirmaður jarð- og landfræðideild-
ar Náttúrugripasafns Íslands. Árið 1952 var hann sett-
ur stundakennari í landfræði við H.Í. og 1968 skipað-
ur prófessor í jarð- og landfræði við nýstofnaða verk-
og raunvísindadeild Háskóla Íslands. Áður hafði hann
tvisvar verið kallaður í stöðu prófessors og forstjóra
Landfræðistofnunar Stokkhólms, árin 1950–1951 og
1953.
Fyrstu tvö sumur sín í Svíþjóð stundaði Sigurð-
ur vettvangsvinnu með prófessor von Post, en þegar
fréttir bárust snemma árs 1934 um að eldur væri uppi
í Vatnajökli beið hann ekki boðanna og hélt heim.
Gosinu var þá lokið en Sigurður kannaði verksum-
merki þess og jökulhlaupsins á Skeiðarársandi og þar
um kring. Þar eystra hitti hann Jóhannes Áskelsson
og Guðmund frá Miðdal sem komið höfðu að gos-
stöðvunum meðan eldurinn var uppi. Í júní var Sig-
urður svo á Akureyri þegar Dalvíkurskjálftinn reið yf-
ir. Hann hélt þegar til Dalvíkur að kanna afleiðingar
skjálftans og eyddi síðan talsverðum tíma um sumarið
í að safna upplýsingum um skjálftann víða um land.
Þeirri vinnu lýsti hann í fyrstu vísindaritgerð sinni,
Das Dalvik-Beben in Nordisland 2. Juni 1934 sem
birtist í Geografiska Annaler 1937. Þessi rannsókn
var hin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, og Sigurður
þá 22ja ára.
Hvorki Grímsvatnagos né Dalvíkurjarðskjálfti
höfðu verið hluti af rannsóknaráætlun Sigurðar sem
hann lýsti í útvarpsfyrirlestri vorið 1934. Í fyrirlestr-
inum, Mýrarnar tala sem birtist síðar í Náttúrufræð-
ingnum, lýsti hann þeirri áætlun sinni að beita frjó-
kornagreiningu til að lesa 10.000 ára sögu jarðvegs
og gróðurs á Íslandi. Með það í huga tók hann upp
samvinnu við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra um
könnun á gosöskulögum í jarðvegi, en báðir höfðu átt-
að sig á gildi þeirra sem leiðarlaga. Árangur þeirrar
samvinnu birtist í Geografisk Tidsskrift 1940 þar sem
útbreiðsla þriggja efstu ljósu öskulaganna á Norður-
og Austurlandi var sýnd á korti og þau talin vera Askja
1875, Öræfajökull 1727 og Hekla 1300 – síðarnefndu
lögin tvö greindi Sigurður síðar sem Ö 1362 og H
1104 (1. mynd).
Jöklafræði
Grímsvatnagosið og jökulhlaupið 1934 mörkuðu upp-
haf hálfrar aldar samskipta Sigurðar og Vatnajökuls,
íss hans og elda. Jöklarnir urðu næst-mikilvægustu
viðfangsefni rannsókna hans á eftir eldfjöllum lands-
ins. Sumarið 1935 tók hann þátt í leiðangri Pálma
Hannessonar á Eyjabakkajökul, og mestallt vorið og
sumarið 1936 í miklu sænsk-íslensku jöklafræðiátaki
á austanverðum Vatnajökli undir stjórn Jóns Eyþórs-
sonar og Hans Ahlmann. Íslensku jöklarnir rýrnuðu
nú óðum eftir að hafa náð mestri útbreiðslu síðustu
10.000 ára á efri hluta 19. aldar, og Alþjóðlega jökla-
nefndin hvatti til þess að reglubundnar mælingar væru
gerðar á framskriði og hopi skriðjökla. Þeir Jón og
Ahlmann stefndu þó hærra: að leita veðurfars- og
jöklafræðilegra orsaka þessara breytinga og þannig
jafnvel að varpa ljósi á orsakir ísalda og hegðun ís-
aldarjökla.
Besta leiðin, og raunar hin eina áreiðanlega til að
mæla afkomu jökuls, er sú að grafa gryfjur eða bora
gegnum árlag snævarins. Sumarið 1936 var heppi-
legt til þessa, því askan frá Grímsvatnagosinu 1934
myndaði auðþekkjanlegt lag. Frá maíbyrjun til miðs
júní voru leiðangursmenn sex og grófu m.a. 12 djúp-
ar gryfjur, allt að 7 m, gegnum vetrarlagið frá 1935–
1936 og boruðu síðan með kjarnabor niður á öskuna
frá 1934. Auk snjóþykktarinnar mældu þeir í gryfjun-
um hitastig og eðlisþyngd snævarins og gerðu ýmsar
athuganir á ástandi hans. Jafnframt gerðu þeir reglu-
legar veðurmælingar, grófu ótal grynnri gryfjur og
ráku niður bambusstikur til að fylgjast með afkom-
unni frá degi til dags. Um miðjan júní fóru allir til
byggða nema Sigurður og sænskur samstúdent hans
sem voru á jökli til 15. ágúst að fylgjast með gryfjum
og stikum.
Sigurður hélt áfram rannsóknum á Vatnajökli
næstu tvö sumur, 1937 og 1938, og saman birtu þeir
Ahlmann níu greinar um niðurstöðurnar í Geogra-
fiska Annaler. Þeirra á meðal voru tvær prófritgerðir
Sigurðar, um Hoffellsjökul (1937) og um jökulstífluð
JÖKULL No. 62, 2012 13