Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 37
BREIÐFIRÐINGUR
35
feSgar varla fært á sjó. — Er þá ekki um annað að ræða
en bíða byrjar. — Næsta dag er veður betra, en þó all rosa-
legt. — Er nú ýtt á flot sexæring fullbúnum að seglum og
lagt frá eyjunni. — Ekki erum við langt komnir, þegar
ágjafir aukast og kastar þá Jens til mín olíustakki og seg-
ir mér að láta liann hlífa mér. — Yar þá stefnt til lands í
Skarðsstöð undan sjó og vindi og fannst mér stundum nóg
um. — Við sigldum rétt bjá Ólafseyjum, þar sem nautið
var til beitar, er þeir sóttu fóstbræður og Grettir, og víst
hefði brotið á herðum Grettis að halda bát við eyna þann
daginn.
Þegar undir landið kom, kyrrði sjóinn, en lognaldan
vaggaði bátnum luntalega, og svo óþægilega, að ég, sem
bafði staðið mig eins og' hetja í ágjöfum og stórsjó, var nú
að því kominn að veita Ægi fórn, en áður en til þess kæmi
náðum við farsællega landi. — Við augum blasti hið forn-
fræga höfuðból Slcarð á Skarðsströnd, og þangað lagði
ég nú leið mína frá sjónum. —
Þessi sjóferð er mér minnisstæð, og fáir eiga þess nú
kost að fara slíka för. — Vélbátar stórir og smáir bruna
nú milli allra eyja, og víst létta þeir miklu erfiði af lún-
um handleggjum, en sigling á léttum bát í Ijúfum vindi er
unaðsleg. — ‘
Breiðafjarðarevjar eru undursamlegur töfraheimur.
Fjallasýn er bin fegursta, umliverfið iðandi af lifi, og fólk-
ið hjartahlýtt og traust. — Ég hef víða farið, síðan ég fór
þessa ferð á seglbát um Breiðafjarðareyjar, en mér er ó-
gleymanleg siglingin frá Bjarneyjum til Flateyjar, þeg-
ar sauð á keipum í suðaustan vindi, sólskini og bárulaus-
um sjó. — Sú sigling vakti tilfinningu, sem er skyld þeim
unaði, þegar lax kippir í færi eða fjörhestur lyftir sér á
báu tölti, það er tilfinning, sem vekur heillandi unað, sem
enginn fær lýst, nema hann sé skáld. —•
Stefán Jónsson.
3*