Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 64
62
BREIÐFIRÐINGUR
Á VAÐALFJÖLLUM
Eftlr GUÐJÓN JÓNSSON
Það var eitt af þessum yndislegu júlíkvöldum. Blíð-
viðri hafði verið undanfarna daga. Tún voru þegar al-
slegin og hirt að mestu, því að þurviðri liöfðu verið af
og til. Fólkið var léttklætt á vellinum. Heyinu var ýtt
saman; piltarnir settu galta úr kösinni, og stúlkurnar
rökuðu dreifinni, svo verkið gekk vel fram og létt var
yfir fólkinu. Þetta var á laugardagskvöldi og á morgun
var hvíldardagur.
Ungmennafélagið hafði boðað til skemmtiferðar vest-
ur í Reykhólasveit, og um leið skyldi gengið á Vaðal-
fjöll. Þangað hafði ekkert okkar stigið fæti. Og nú var
mest um vert, hversu veðri yrði háttað á morgun. Þó
ekki væri annað en þokuband um fjöllin, var ekkert
gaman að koma þar. Um þetta ræddum við og gerðum
áætlun um hversu veður mundi ráðast.
Degi var tekið að halla, og sólin huldist á bak við lif-
rauðar skýjaslæður í vestrinu, kögraðar gullnum töfra-
ljóma, og purpurarauðri slikju sló á liáloftin. Kvöldroð-
inn bætir, sagði fólkið, og við verðum heppin með veðr-
ið ó morgun, sagði það. Og síðustu tuggurnar létu pilt-
arnir upp á sætin. Síðan var gengið til bæjar, og tækin
lögð á bæjarvegginn. Nú máttu þau vonandi bvíla sig til
mánudags.
Hrossin voru komin inn i girðinguna sína og skvldu
nú verða til taks á morgun, ef veður væri gott. Spóinn
vall á hjallanum, háfættur og rennilegur, lóan sveif í
loftinu með gleðihrag, eða hún tyllti sér á balann og loftið
ómaði af söng hennar, dýrðin, dýrðin, steindepillinn
skríkti í hlíðinni, og stelkurinn gelti i flóanum. Það var