Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 97
BREIÐFIRÐINGUR
95
ur um aðra skólastaði, reifaðar ýmsum miður hlýjum um-
mælum um Staðarfellsgjöfina.
Auk þessa liefir forseti efri deildar Alþingis leyft sér, i
þingræðu árið 1923, að hafa þau ummæli um þetta mál frá
ýmsum hliðum, er ég get ekki unað við. Aðaltilgangur ræðu
lians var auðsjáanlega að reyna að sýna fram á, að'Stað-
arfell sé minna virði, en látið liafi verið í veðri vaka og að
gjöfin sé og muni verða framvegis,ómagi á ríkissjóði, með
öðru fleiru, sem ég hirði ekki um að taka fram eða endur-
taka.
Við þetta get ég ekki unað og leyfi mér því, með erindi
þessu, að gera þá fyrirspurn til hins háttvirta stjórnarráðs,
hvort það eða liið liáa Alþingi líti líkum augum á þetta
mál, sem háttvirtur forseti efri deildar Alþingis. Sé svo,
krefst ég þess hér með, að mér verði skilað Slaðarfelli aft-
ur í sama ásigkomulagi og ég afhenti það árið 1921 jafn-
framt lausu úr áhúð. Skal ég, þá ég hefi veitt jörðinni mót-
töku, fúslega afsala mér þeim lífeyri, er ég nú nýt frá
ríkissjóði.
En lýsi þing og stjórn sig sömu skoðunar á þessu máli,
sem þau virðast liafa haft 1921, þá það tók með ánægju á
móti þessari gjöf, þá leyfi ég mér að að æskja þess, að þessi
umræddi kvennaskóli verði reistur á Staðarfelli innan
skanims, helzt á næsta ári, svo að endir verði bundinn á
allan reipdrátt um þetta mál og ákvörðun skólastaðarins.“
Svo sem sjá má af hréfi þessu og öðru hér að framan,
átti ég í vök að verjast út af þessari gjöf okkar hjónanna.
Frá ýmsum hliðum var að mér ráðist og ég jafnvel lítils-
virtur fyrir liana. Eg hjóst við, að einhver viríur minn í
Dalasýslu liefði þann metnað fyrir liéraðið að skrifa um
þetta mál og rekja það satt og rétt frá upphafi. En svo
varð ekki og mátti af því draga þá ályktun, að þeir væru
ekki margir, sem fögnuðu þvi að fá þessa menntastofnun
inn i Iiéraðið án nokkurs framlags sýslusjóðs né héraðs-
húa. Við hjónin ætluðumst ekki til lofs né þakklætis fyrir