Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 75
breiðfirðingur
73
lendar nauðsynjavörur, sem liann verzlaði með, svo sem
skreið, þorskur, ýsa og riklingur, kjöt, reykt og saltað,
ennfremur kornvara, rúgur og ef til vill bankabygg, sem
þá nefndist grjón. Munaðarvörur, sem þá voru nefndar,
mun liann jafnan liafa liaft á heimili sínu, svo sem brenni-
vín, tóbak, kaffi og svkur (kandís), en óvíst er, livort
hann hefir verzlað með það, svo að miklu hafi numið.
Lítið jarðagóss mun Sturlaugur hafa átt. Að sönnu skipt-
ust honum tvær jarðir úr dánarbúi föður lians: Reyni-
kelda á Skarðsströnd og Kýrunnarstaðir i Hvammssveit.
Siðar seldi hann Þórdísi, liústýru sinni, þá jörð eður arf-
leiddi liana að henni. Þórdís lifði mörg ár eftir það, að
Sturlaugur lézt. Haft var orð á því, að hver peningur af
Sturlaugs mikla auði liefði verið vei fenginn, eins og sagt
var um auðæfi Lofts rika Guttormssonar.
Rauðseyjar, ábýlisjörð þeirra feðga, Einars og Stur-
laugs, var tilheyrandi eignum þeim og eyjum, sem lágu
undir Iiöfuðbólið Skarð á Skarðsströnd. Þeir Rauðseyja-
feðgar voru því alltaf leiguliðar þeirra Skarðsfeðga,
Skúla og Kristjáns. Eyjarnar, sem tilheyra bújörðinni
Rauðseyjum, voru þrjár alls. Heimaeyjan ■— Rauðsey —
er lítið annað en túnið. Önnur er svo nefnd Reitarey.
Hún er allstór og vel grasgefin. Þar er mikið lundavarp.
Hin þriðja heitir Köngursey. Hún liggur um Li viku sjávar
austur af Rauðsev. I Reitarey má ganga lieimanað um
hverja smástraumsflæði. Ennfremur höfðu þeir Rauðs-
evjafeðgar jafnan svo nefnd Suðurlönd til slægna og beit-
ar. Þau liggja líka undir Skarð. Þau eru tvær eyjar, Tóey
og Langey og nokkrir hólmar.
Eitt með öðru og ekki hið sízta, sem Sturlaugur hagn-
aðist á i búskapnum, var vöruskiptaverzlun hans, bæði
við eyjabændur og landbændur, einkum Skarðstrendinga
og Bjarneyinga. Rjarneyingum seldi hann kjöt, smjör,
sýru — drykk — og sennilega kornmat fvrir fiskæti.
Landbændum seldi hann fiskæti, kornmat og fleira. Öll
eður flest þessi viðskipti sín miðaði hann við hið forna