Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
Þorlákur stundaði útræði ýmist frá Dritvík, Látrum
eða Bjarneyjum og var jafnan aflasæll og' sérlega hepp-
inn, því að aldrei varð hann fyrir slysi, þótt oft væri
djarft teflt við Ægi. Eftir þeim upplýsingum, sem ég
hef fengið, mun Þorlákur hafa verið fyrs ti hafnsögumaður
við Breiðafjörð og' lieppnaðist það starf prýðilega og
væri gaman að segja lítils háttar frá því, en rúmsins vegna
verð ég að sleppa því. Hann var lireppsstjóri í 20 ár, með-
an liann var á Melum og naut i hvívetna trausts og virð-
ingar í því starfi, enda mun hann hafa verið jafnaðar-
maður i þess orðs beztu merkingu. Oft kom það fyrir,
að hann tók þurfalinga á heimili sitt endurgjaldslaust.
Hann þótti stórhrotinn og höfðingi i lund og oft ómyrk-
ur í máli, ef því var að skipta. Þvi er sú saga sögð, að
eitt sinn, er hann var staddur í Stykkishólmi og heyrði
er kaupmaður gekk hart eftir skuld hjá fátækri ekkju
og hótaði að taka aðra kúna hennar upp í skuldina, snéri
liann sér að kaupmanni og bað liann að færa skuldina yfir
á sinn reikning en hætta að hrella konuna, þvi að hann
hefði vist nógan ósóma á samvizkunni samt. Kaupmað-
ur brást reiður við en varð þó feginn greiðslunni. Þannig
var háttur Þorláks ætíð, ef fátækir áttu i hlut. En slóða-
skap gat hann alls ekki þolað og var þá harður í horn
að taka, ef því var að skipta.
Með seinni konu sinni eignaðist Þorlákur 4 börn, eins
og hinni fyrri. Þau voru öll fædd á Melum.
a) Hóhnfríður f. 14. októher 1871. Hún giftist Einari
Jóhannssyni, skipstjóra frá Hallsteinsnesi og býr nú í
Rvík hjá börnum sínum.
b) Bergsveinn f. 1875, hann dó 6 mánaða gamall.
c) Ebenezer f. 2. október 1877. Hann giftist Mai'gréti
Magnúsdóttur, og' bjuggu þau í Rúfeyjum til 1928 en fluttu
þá í Stykkishólm. Menn munu vera sammála um, að hann
liafi verið sannur arftaki föður sins í sjómennsku.
d) Sigríður f. 21. jan. 1886, tannsmiður í Rvík.
Vorið 189-1 fluttust þau Þorlákur í Rúfeyjar og hvrj-