Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 65
breiðfirðingur
63
sumarlegt í sveitinni, og nú var hin friðsæla ró sumar-
kvöldsins að færast yfir lög og láð. Enginn andblær, en
dimmblá slæða breiddi sig um dalinn og bjúpaði hæðir
og drög í böfgum armi sinum, máttug og mild í senn.
Við námum staðar á bæjarbólnum, áður en við gengum
i bæinn, og virtum fyrir okkur lög og láð, gengum svo
Á Barðaströnd.
„Það var hann Eggert Ólafsson,
frá unnar-jónum hann stökk,
og niður í bráðan Breíðafjörð
í birúðar örmum sökk.“
M a 11 h. J o c h.
í bæinn, þvoðum okkur, og' nevttum kvöldverðar, og
röbbuðum um daginn og veginn, síðan var gengið til
náða, og svefninn seig fljótlega á brá vinnulúnum lýð.
Morguninn eftir vaknaði fólkið eftir væran blund,
teygði úr sér, geispaði og naut bvíldarinnar. Blátt himin-
tjaldið liafði tyllt sér á brúnir fjallsins, sem reis þarna tígið
og glæst, móti árroða dagsins, með livanngræna rinda sem
teygðu úr sér í hlíð fjallsins allt upp að brún.
Svona rétt hafði þá kvöldroðinn spáð í gærkvöldi. Fólk-
ið dreif sig í fötin, stúlkurnar til að sinna mat og mjöltum,
og piltarnir reiðtygjum, og' járningu brossa á hverjum bæ,