Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 25
BREIÐFIRÐINGUR
23
í Hvammi 1670. Hann ól upp dótturson sinn Árna ass-
essor.
5. Séra Páll Ketilsson frá 1668—1692, sonur séra Ketils
prófasts. Hann var 3 ár, frá 1665, aðstoðarprestur
föður síns og fékk prestakallið og prófastsdæmið
eftir hann.
6. Séra Magnús Magnússon frá 1692—1720, dótiurson-
ur séra Ketils próf. Jörundssonar og bróðir Iiins
mikla fræðimanns Árna assessors. Kona lians var
systir Páls lögmanns Vídalíns. Séra Magnús varð pró-
fastur 1699 og var það til dauðadags. Hann dó í
Hvammi 1720.
Séra Ólafur Eiriksson var aðstoðar- og millibils-
prestur í Hvammi frá 1719—1722.
7. Séra Þórður Þórðarson frá 1721—1738, var prófastur
frá 1731 til dauðadags. Hann dó í Hjarðarliolti 1739,
55 ára. Hann ritaði annál yfir árin 1700—1738 og
ættartölubók.
8. Séra Þorsteinn Þórðarson frá 1739—1734, sonur séra
Þórðar prófasts Þórðarsonar. Hann gat ekki vígzt
aldurs vegna fvr en 17 !0, en tók við stað og kirkju
1739 eftir lát föður síns. Var settur prófastur 1752—
1753. Dó i Hjarðarholti 1754, aðeins 39 ára.
9. Séra Einar Þórðarson frá 1751—1800, bróðir séra
Þorsteins. Iiann kom fyrst að Hvammi á 1. ári með
föður sínum og ólst þar upp hjá bonum. Hann var
prestur á Tjöru í Svarfaðardal áður en bann kom að
Hvammi. Síðari kona bans var Björg Pálsdóttir,
systir Bjarna landlæknis. Hann stundaði lækningar.
Dó í Hvammi 1801, 80 ára gamall. Séra Einar bélt
4 aðstoðarpresta.
Séra Jón Sigurðsson hluta úr árinu 1757.
Séra Benedikt Pálsson, bróður konu sinnar 1764—
1767.
Séra Markús Eyjólfsson, bróðurson sinn 1776, er
þjónaði Staðarfellssókn í 7x/2 ár.