Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
uðu búskap þar, því að Magnús Gíslason, seni hafði búið
þar, var á förum iil Ameríku. Magnús þessi Gíslason var
sonur Gisia Gunnarssonar og' Guðrúnar Magnúsdóttur,
Einarssonar bónda í Skáleyjum bróður Eyjólfs í Svefn-
eyjum. Systkini Magnúsar voru Eggert bóndi i Fremri-
Langey, Sigríður kona Björns Brynjólfssonar í Efri-
Langey, Helga fyrri kona .Tóns bónda í Bauðseyjum, er
fluttist til Ameríku, og Niels Breiðfjörð, er drukknaði
undir Jökli 1907.
í Rúfeyjum bjuggu þau þar til Þorlákur andaðist í ág-
úst 1920. Þeim mun hafa þótt jörðin fremur koslarýr, þó
fylgdu henni bæði Djúpeyjar og Hafnareyjar. Eftir að
Ebenezer sonur þeirra gifti sig 1903, bjó hann á móti
þeim og síðari árin mun hahn liafa haft bústjórn á hendi
fyrir þau. Alsystkin átti Þorlákur engin, en móðir Iians
átti Bergsvein með Jóni Eyjólfssyni, bróður Berg-
sveins Eyjólfssonar, sem bún missti. Bergsveinn Jónsson
ólst upp bjá Þórarni í Hvallátrum, móðurbróður sínum,
en Bergsveinn var faðir Jóns Bergsveinssonar erindreka
Slysavarnafélagsins.
Um leið og ég lýk þessum þætti af Þorláki, sem ég á
fjölmargar lilýjar endurminningar um, læt ég fylgja tvær
vísur um hann. Fyrri vísan er eftir Sighvat Grímsson,
Borgfirðing, en hin síðari eftir Kristínu Jónsdóttur, konu
Jakobs Þorsteinssonar, verzlunarstjóra í Flatey:
Fleina sveigir fræknastur
frá Svefneyjum Þorlákur,
áls á teiginn alvanur
ýtir fleyi hugdjarfur.
Þorlákur við stýrið stendur,
þótt stormur sé og hríð,
sá hefir kappinn hraustar hendur
haft á fvrri tíð.
6*