Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 55
breiðfirðingur
53
spuna: „Hvaða fólk var nú þetta, sem reið framhjá, mér
sýndist kvenmaöur vera með í lestinni, hver var hún?“
Séra Jakob rak upp stuttan hlátur og svaraði samstundis:
Rjóðar mevjar með rauðan klút,
þær renna hreint eins og vatnið út;
og hvítar stúlkur með hvitan fald,
á karlmönnunum þær hafa vald;
dökkhærðar ekkjur svart með sjal,
við siðuga menn þær eiga tal;
en gular kvensur með gulan klút
sitt glaðasta hafa lifað út.
Þá man ég að móðir mín sagði: „Jæja, þá veit maður,
hver konan hefir verið.“
Þegar Böðvar kaupmaður Þorvaldsson á Akranesi fór
vestur til Hvítadals að giftast Helgu Guðbrandsdóttur,
reið hann um Dalina á suðurleið og kom að Sauðafelli.
Fylgdarmaður ungu hjónanna var kunnugur séra Jakob,
reið því lítið eitt á undan, hitti prest úti og segir honum,
að nýgiftu hjónin væru aðeins ókomin, og væri nú gam-
an, að tekið væri á móti þeim með vísu. t sömu svipan
riðu hjónin í hlaðið. Prestur gengur til þeirra og segir:
Þegar „forlofast“ víf og verar,
veit eg Danskurinn „gratúlerar“
og drekkur af glösum danskan bjór,
Dönum það hjá er æra stór.
En þegar trúlofast maður og mær,
í mínu hjarta óslc sú grær:
Auðnan þeim veitist öli betri,
aldrei í þeirra hjarta vetri,
heldur þar Ijómi sífellt sumar,
í sumarhlíðunum frúr og gumar
þeim ástarblómum safni sér,
sem að heita Ei-gleymdu-mér. —