Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 7
BREIÐFIRÐINGUR
5
mér sárnaði það stundum. Mér fannst ég ekki vera fylli-
lega hlutgengur þarna á milli manna fyrr en ég fór að
vera með þeim á sjó. Þar kom margra ára æfing mín
og reynsla mér í góðar þarfir. Breiðafjörður lientar illa
þeim, sem eru deigir við sjóinn. Eitt fyrsta viðurkenn-
ingarorð, sem mér hlotnaðist sem presti þarna vestra,
átti ég sjómennsku minni frá æskuárunum að þakka.
Það var verið að flytja mig á milli eyja og lagzt við gler-
hálar þarahleinar. Þegar ég steig á skipsfjöl, lieyrði ég
roskinn mann segja í hálfura hljóðum við annan og var
talsverð aðdáun i röddinni: „Þessi prestur stígur þó eklci
um horð eins og belja, það má hann eiga.“ Mér þótti
vænt um orðin. Það er mjög fátt, sem gerir mann að eins
litlum karli í augum sannra Breiðfirðinga og það að stíga
um borð í bát eins og belja.
Einna minnisstæðastur al’ra manna yestra er mér
öðlingurinn og göfugmennið, Ólafur bóndi í Hvallátr-
um. Ólafur var orðinn roskinn að aldri, er ég kynntist
honum, en þó ennþá hinn ernasti. Hann var mikill vexti,
heliarmeTmi að hurðum, fríður sýnum, karlmannlegur
og mikilúðleeur og liafði mikið alskég'g. Hafði hann alizt
unn við mil’1a fátækt en var nú löngu kominn í stórbænda-
tölu, afburða bátasmiður og hamlileypa til verka á með-
an he:isa e^tist. Olafnr var áhugamaður mikill oe ákafa-
maður í skani, en nærgætinn og ástúðlegur dýrum og
barnavinur mikill og óbrigðull drengskaparmaður í hverri
raun. Höfðu honum borið að hendí miklir liarmar í slvs-
um,hann hafði misst sonu sina nokkra og mág sinn,en bor-
ið það allt af mikilli karlmennsku. Alið hafði Ólafur upp
fjölda barna auk síns stóra barnahóps. Var það vandi hans
jafnan, er hann frétti slysfarir eða vandræði, að ýta bát sín-
um, heimsækja aðstandendur og bjóða þeim bjálp, er liann
mætti veita. — Ólafur var maður stórbrotinn um alla
rausn en búmaður, glöggur og dugandi til alls fjárafla.
Svo var Ólafi sýnt um að hæna að sér dýr, að æðarkollur
verptu í Hvallátrum alveg heima við húsin. Gekk Ólafur