Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 95
BREIÐFIRÐINGUR
93
2. Á Staðarfelli skal reisa hinn fyrirhugaða skóla Her-
dísar og Ingileifar Benediktsen.
3. Ríkissjóður eða sjóður frú Herdísar skal greiða
okkur hjónunum kr. 2500,00 ó ári, sem lífeyri, á meðan við
lifum.
Mál þetta lieyrði undir Jón Magnússon, sem þá var for-
sætis- og kennslumálaráðherra. Árið 1921 lagði liann of-
angreint lilhoð fyrir menntamálanefndir Alþingis til álits
og umsagnar. Menntamálanefndirnar samþykktu það ein-
róma og töldu það liöfðinglegt. Jafnfraint lögðu þær fyrir
Alþingi álitsskjal um málið og gerðu tillögu um, að lífeyr-
irinn yrði hækkaður upp i kr. 3000,00. Þingið samþykkti
tillögu nefndanna mótmælalaust í báðum deildum. Jafn-
framt var lífeyririnn settur á fjárlög 1922.
Þegar mál þetta varð heyrum kunnugt, lofuðu dagblöð-
in í Reykjavík gefendurna fyrir rausn og velvild til lands
og þjóðar.
En ekki leið á löngu, unz raddir fóru að heyrast um, að
við hjónin græddum offjár á þessum skiptum. Staðarfell
átti að vera minna virði en af liafði verið látið, jörðin gefa
minna af sér o. s. frv. Þessar sögur gengu svo langt, að þær
voru ræddar í hinum háu sölum Alþingis. Átti þáverandi
þingmaður Snæfellinga þar frumkvæðið. Hann vildi gera
lítið úr Staðarfelli og sagði. að liér væri ekki um gjöf að
ræða heldur sölu. Þessi háttvirti þingmaður liafði ekki
komið að Staðarfelli og gat því ekki lýst því, nema eftir
annarra sögn. — íbúðarhúsið á Staðarfelli var um þetta
leyti 8 ára, bvggt úr steinsteypu, um 16x18 álnir, tvær
liæðir, auk kjallara, vandað að efni og smíði að dómi
þeirra, sern til þekktu. Þingm. Snæf. reiknaði út, nvað
ríkissjóður greiddi okkur hjónunum árlega og fékk há út
glæsilega fjárhæð, sem greiðslan mundi nema eftir 20 ár.
En á það var erdvi minnzt, hvað Staðarfell gæfi af sér ár-
iega né liversu mikil fjárhæð var boðin í jörðina, ef hún
hefði verið seld. Hefði svo verið gert, myndi dæmið hafa
snúizt við.